Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 29
bls. 29
Og árið 1968 orðaði einn þingmaður hug sinn
til þeirra þingmanna sem vildu láta þjóðina
sjálfa skera úr um bjórbannið með þessum
hætti:
„Mér þykir sennilegast að persónulegar þrár
flutningsmanna liggi að baki tillögunnar. Lík-
lega eru þeir þyrstir, og trúlega haldnir minni-
máttarkennd vegna þess að líkamlegt vaxtar-
lag þeirra sé öðruvísi en þeir vilja hafa það.
Þeir búast við að verða betur metnir af sam-
tíðarfólki, ef þeir verða gildari um miðjuna,
hafa heyrt, að öldrykkju fylgdu stærri magar,
svonefndar bjórvambir, og telja þær eftir-
sóknarverðar . . . Þeir gætu farið til Kaup-
mannahafnar í sumar og gengið um ölkrárn-
ar. Ef þeir stunda vel drykkjuna gætu þeir
sennilega verið búnir að fá álitlegar kúlur
framan á sig á næsta hausti, gætu þá komið
til þings, hressir og pattaralegir, allvel gildir
um miðjuna, lausir við vanmáttarkenndina og
vel færir til löggjafarstarfa“ (Skúli Guð-
mundsson, 1968).
Uppruni og einkenni bjórbannsins
Ef saga bjórsins á Alþingi er athuguð í heild
sinni verður athuganda fyrst starsýnt á hve
hógvær í raun flest frumvörpin voru. Yfirleitt var
eingöngu gert ráð fyrir innlendri bjórframleiðslu
en ekki innflutningi og að auki aðeins leyfi fyrir
bjór sem var ekki nema 1-2,5 prósent yfir þeim
styrkleika sem leyfður var samkvæmt lögum.
Þrátt fyrir þessa hógværð mættu frumvörpin
mikilli andstöðu á Alþingi og í samfélaginu sem
bendir sterklega til þess að hér hafi frekar ver-
ið um mikið tilfinningamál að ræða en mál sem
efnislega skipti miklu til eða frá.
Í þessu sambandi er vert að benda á þá
kunnu staðreynd að á Íslandi var bjór víðast
hvar fáanlegur þrátt fyrir bannið. Heimabrugg
var lengi ein helsta tómstundaiðja landsmanna,
farmenn fluttu inn bjór til persónulegra nota,
,,bjórlíki“ (léttur pilsner blandaður við sterkt
áfengi) var hvarvetna selt á krám síðustu ár
bannsins og ferðamenn gátu frá 1979 flutt inn
bjór í gegnum fríhöfnina í Keflavík. Hér var því
tvímælalaust um táknræna löggjöf að ræða í
svipuðum anda og hinn kunni bandaríski fræði-
maður Joseph Gusfield hélt fram um áfengis-
bannið í Bandaríkjunum en ekki lög sem hvíldu
á tryggum efnislegum forsendum. Hið sama
má reyndar einnig segja um bann á kannabis
sem hvarvetna virðist aðgengilegt fyrir þá sem
hafa áhuga þrátt fyrir bann.
Í þessu samhengi er hlálegt að uppruni bjór-
bannsins var nánast ,,slys“ í öndverðu. Bjórn-
um var fórnað í málamiðlun milli stríðandi afla
til að auðvelda afgreiðslu á afnámi áfengis-
bannsins 1934. Áfengisandstæðingar fengu
bjórinn bannaðan meðan andbanningar fengu
þeirra hlaut litlar undirtektir á þingi í gegnum
tíðina.
Grípum aftur niður í málflutning þingmanna
gegn bjór og nú árið 1960:
,,Er flutningsmanni alveg ókunnugt um það
að allar verksmiðjur og skipasmíðastöðvar í
Bretlandi loka verkafólkið inni um vinnutím-
ann og gæta þess alveg sérstaklega að
hleypa engum út, fyrr en ölkrárnar eru allar
komnar örugglega undir lás og loku?“ (Gísli
Jónsson, 1960).
„Og ég gæti ætlað og hef orðið þess var, að
þessi áróður um ágæti 3.5 prósent áfenga
ölsins sé þegar farinn að grípa um sig í hug-
um unglinga og barna. Ég heyrði það fyrir
nokkrum dögum að 13 ára skóladrengur hélt
því fram að þeir krakkarnir þyrftu endilega
að fá þetta áfenga öl, það væri einhver mun-
ur að hafa svona drykki til þess að rífa sig
upp á morgnana, áður en þau færu í skólann
og ennfremur væri þetta hentugt fyrir heim-
ilin líka. Það væri ólíkt handhægara að grípa
til ölsins á búrhillunni en þurfa að fara að hita
og búa til kaffi eða te . . .
. . . geti verið handhægt fyrir verkamenn að
grípa til áfengs bjórs sér til hressingar, ekki
síst ef honum er haldið að þeim með því, að
hann sé þeim heilnæmur, vítamínríkur og
hollur drykkur.. (Halldór Ásgrímsson, 1960).
„Ölið yrði í fjárhagslegu tilliti til ills fyrir hinn
almenna launþega, sem þarf á öllu sínu
kaupi að halda, sér og sínum til lífsviðurvær-
is“ (Gunnar Jóhannsson, 1960, haft eftir fv.
formanni Dagsbrúnar).
„. . . að strax og bjór væri almennt fáanlegur,
leiðir það af sjálfu sér, að hann verður drukk-
inn m.a. af verkamönnum við vinnu“ (Einar
Olgeirsson, 1965).
„Mér þykir sennilegast að
persónulegar þrár flutnings-
manna liggi að baki tillögunnar.
Líklega eru þeir þyrstir, og
trúlega haldnir
minnimáttarkennd vegna þess
að líkamlegt vaxtarlag þeirra sé
öðruvísi en þeir vilja hafa það ...“
28 Bjórinn Helgi Gunnlaugs 5.12.2002 16:52 Page 29