Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 32
Mitt Kína, þitt Kína Um ferðasögur Íslendinga til Kína Katrín Jakobsdóttir Evrópsk Austurlönd Í hugtakinu ‘Austurlönd’ felst tilbúin andstæða við hugtakið ‘Vesturlönd’ enda eru Austurlönd iðulega skilgreind af Vesturlandabúum sem andstæða við vestræn viðmið. Edward Said hefur einna ítarlegast lýst því hvernig Vestur- landabúar hafa hingað til fjallað um Austurlönd. Hann telur að Vesturlandabúar skynji Austur- lönd sem ákveðinn hluta af vestrænni reynslu. Þetta kallar hann óríentalisma. Þau Austurlönd sem Vesturlandabúar þekkja eru búin til af Evr- ópumönnum fyrir Evrópumenn. Fyrir Evrópu- mönnum hafa Austurlönd verið skýrasta birt- ingarform „hinna“ eða þeirra sem eru öðru- vísi.1 Said telur að óríentalisminn byggist á þeirri þekkingarfræðilegu skilgreiningu að austrið og vestrið séu andstæður. Óríentalistar horfa á Austrið sem eina heild sem er öðruvísi en Vestrið og skilgreind út frá því. Óríentalisminn er þannig vestræn aðferð til að ráða yfir Austr- inu með því að lýsa því, skilgreina það og breiða út mynd af því. Austrið verður ein heild, full af fyrirfram gefnum lýsingum og staðreynd- um. Um leið er erfitt að ræða um Austrið án þessara fordóma.2 Said bendir á að í raun og veru séu Austur- lönd ekki til sem heild. Einingin Austurlönd sé búin til af Vesturlandabúum.3 Þekking og frá- sögn er aldrei með öllu ópólitísk að mati Saids.4 Líklegt sé að Englendingur staddur í Indónesíu eða Egyptalandi á 19. öld hafi alltaf hugsað um löndin fyrst og fremst sem breskar nýlendur. Said skilgreinir óríentalismann þannig að stjórn- málaleg meðvitund læðist inn í fagurfræðilega, hagfræðilega, félagsfræðilega, sagnfræðilega, textafræðilega og almennt fræðilega texta. Þannig segja óríentalískir textar okkur töluvert meira um vestræna orðræðu en Austrið.5 Þessi hugmyndafræði gæti verið mikilvægur lykill að íslenskum ferðasögum til Kína. Ekki vegna þess að Íslendingar hafi verið nýlendu- veldi heldur er líklegt að Íslendingar séu undir áhrifum vestrænna hugmynda um Austrið. Ís- lendingar tilheyra Vestrinu og þeim er tamt að hugsa eins og stórveldin í kring. Þessu fylgir að þeir líta á Austurlönd sem „hina“ andstæðu við sig. Jarðnesk paradís Árni Magnússon frá Geitastekk var uppi á 18. öld og var einn víðförlasti Íslendinga fyrri alda. Hann er talinn hafa verið farsæll bóndi þegar hann tók sig upp af jörð sinni, 27 ára gamall, og lagðist í ferðalög um allan heim.6 Hann virðist hafa tekið eigin langanir fram yfir öryggi og hef- ur líklegast þráð að öðlast nýja þekkingu og reynslu. Ekki er vitað til þess að nokkur íslensk- ur maður hafi komið til Kína á undan Árna.7 Ferðasaga hans hefur verið gefin út af Birni Karel Þórólfssyni og er þar prentuð eftir eigin handriti Árna (Lbs 1583 4to).8 Sagan nefnist Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk 1753–1797, samin af honum sjálfum. Ferðasögur frá 18. öld virðast oft æði litaðar af fordómum og fyrirfram gefnum hugmynd- um. Oft er þó erfitt að sjá áhrif þeirra í sögunum þar sem þau geta verið dulin. Þá voru lesendur oft meira en tilbúnir að taka undir þá fordóma sem komu fram í ferðasögum og trúa ýmsu undarlegu upp á framandi þjóðir. Hins vegar voru sumir lesendur og hugsuðir orðnir meðvit- aðir um þetta hugarfar strax á þessum tíma.9 Í augum Árna er Kína nýtt og spennandi eins og allt annað sem hann sér á ferðum sínum. Hann virðist ekki hafa kynnt sér neitt fyrirfram um Kína né önnur lönd sem hann heimsækir og frásögnin hagnast að sumu leyti á því. Árni sér heiminn eins og barn án fordóma; allt er jafn nýstárlegt fyrir honum. Hann hefur ekki gert sér neinar hugmyndir um land og þjóð sem lita frásögnina. Óhjákvæmilega ber hann þó útland- ið saman við Ísland án þess að vera fyrirfram ráðinn í hvað kemur út úr þeim samanburði. Þannig telur hann kínverska kjötsúpu ekki jafn- ast á við þá íslensku: Var og ei heldur so kröftug súpa af þessu kínisku kjöti sem af þeim nordisku löndum, sem er Ísland, Írland, Færeyjar og so Norge.10 Árna finnst hins vegar spennandi að í Kína komi enginn vetur og telur landið líkjast jarðneskri paradís. Hér má sjá hugsunarhátt Norðurlanda- búans sem er vanur hrjóstrugu landi og köldu veðri og hið heita Kína er því sannkallað draumaland. Hér verður vart ákveðinnar útópíu- hugsunar. Algengt var að evrópskir landkönn- uðir frá 15. öld til 18. aldar fyndu ekki aðeins ný lönd heldur voru menn einnig iðnir við að búa til útópíur. Þannig fóru saman leiðangrar til nýrra landa og uppspuni útópískra samfélaga.11 Oft var einnig talið að fólk sem héldi til fjarri alfara- leiðum byggi yfir siðprýði, lífsspeki og vís- dómi.12 Hjá Árna er samfélagið þó ekki í brennidepli heldur landið sjálft: Landið í sér sjálfu var sem sú jarðneska para- dís með óteljanlegum ávöxtum og hrísgrjón- um, er voru hvít sem mjólk og sæt sem hun- ang. Þegar vér etum þaug mikið heit, miss- um vér sjónina, en vér gjörðum ost af þeim og átum þaug so, þegar köld voru.13 Í Kína er enginn vetur, heldur er þar ævarandi sumar. Dagurinn er 12 tíma, nóttin líka so. Þegar einn ávöxtur er fullvaxinn, fellur hann af trénu, og strax sér maður, að nýr aftur mun koma.14 Þannig fellir Árni margt í Kína að gamalkunnum hugmyndum um paradísir og ódáinsakra. Ekki er þó fyrirmyndarlandið með öllu laust við hætt- ur; hrísgrjónin þurfa að étast köld ef menn eiga ekki að missa sjónina. Annað sætir fremur undrum en að valda að- dáun. Þegar Árni lýsir Kínverjum þá dregur hann að sjálfsögðu fram það sem hann telur ólíkt Íslendingum. Hann ræðir um fléttur karl- 32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 32

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.