Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 33
bókina 14 ár í Kína um þá dvöl. Ólafur kemur frá
Vestrinu til að innleiða vestræna siði í Austur-
löndum. Hann hefur mjög sterka tilfinningu fyr-
ir því að Kínverjar séu heiðingjar og tilheyri þar
af leiðandi „hinum“ en ekki „okkur“. Ólafur
leitar ekki vísindalegra orsaka á þeim miklu at-
burðum sem urðu í Kína á þessum tíma en tel-
ur allt sem illa fer eiga rætur að rekja til heiðni
og allt gott til kristni. Hann aðhyllist kristna tví-
hyggju ákaft og sér heiminn sem orustuvöll
góðs og ills. Hann telur hegðun Vesturlanda
gagnvart Kínverjum fullkomlega eðlilega. Hann
hamrar á því að Vesturlandabúar standi Kínverj-
um ofar; þeir sýni Kínverjum sanngirni og rétt-
læti en uppskeri fátt nema vanþakklæti:
Flestar þjóðir hafa um langan tíma sýnt Kínverj-
um jöfnuð og fulla sanngirni í viðskiptum, og yf-
irleitt hafa kristniboðarnir reynzt þeim velgerð-
armenn.25
Hér er engu líkara en að Ólafur sé að andmæla
algengri skoðun, þ.e. að Kínverjar hati útlend-
inga, þar með talda kristniboða, að ósekju. Hins
vegar er víst að Vesturlönd hafa varla verið slík-
ir Samverjar sem Ólafur lýsir og 19. öldin ein-
kenndist af viðskiptalegum og trúarlegum yfir-
gangi þeirra.
Ólafi kemur ekki heldur til hugar að leita
skýringa á þeirri andúð gegn útlendingum sem
braust út í Boxarauppreisninni aldamótaárið
1900 í yfirgangi erlendra heimsvelda (sem m.a.
manna, ræningja og reyrða fætur
kvenna:
Utan frá hvirflinum höfðu þeir
langan topp, sem náði ofan að
buxnastrengi, og allir þeir, sem
hann ei höfðu, voru latroner
(ræningjar) eður óærlegir (æru-
lausir). Af þessu fólki voru
margir, sem lágu út á sjónum
og eigi máttu á land koma fyrir
þeirra þjófnað og rán. Þeirra
klæðnaður var blá nankinsföt.
[. . . ] Þessir menn eru vinsam-
legir að tala við, eru hin vanski-
legasta þjóð að gera kaup-
höndlan með, því þeir eru hinir
nærfærnustu þjófar . . . 15
Kvenfólkið hafði járnskó á fót-
um sér, ei stærri en passa
kunni átta vetra gömlu barni.
Þetta skyldi vera þeirra straff fyrir undan far-
in svik og pretti við þeirra keisara, og skyldi
sú kynkvísl bera þetta straff, so lengi þar var
einn maður af henni lifandi.16
Hvergi kemur fram í sögunni hvaðan Árni hef-
ur skýringu sína á fótabúnaði kvennanna en
þannig ber hann ókunna hluti upp að kunnum
án þess að leggja dóm á. Slíkt hlutleysi og víð-
sýni eru merkileg en ekki óþekkt í ferðasögum
frá þessum tíma.17 Bent hefur verið á að Evr-
ópumenn hafi borið mikla virðingu fyrir kín-
verskri menningu fyrr á öldum en fyrst á 19.
öld hafi viðhorf þeirra farið að einkennast af
hugmyndum um evrópska yfirburði yfir asískri
menningu.18
Það er ekki heldur fráleitt þar sem goðsagn-
ir um framandi lönd fara ekki að myndast fyrr
en tengslin eru orðin allveruleg og hafa ber í
huga að heimsvaldastefna 19. aldar er for-
senda óríentalismans. Munurinn á vestrænum
viðhorfum frá ólíkum tímum til Kína kemur
skýrt fram ef bornar eru saman ferðasaga
Árna og ferðasaga Ólafs Ólafssonar trúboða
en hún kom út 1939.
Það er sitthvað að tala til
heiðingja eða kristinna manna
Á síðari hluta 19. aldar versnaði ástandið í Kína
stöðugt. Vesturveldin réðu nánast öllu í efna-
hagslífinu og sveifluðust á milli þess að skipta
landinu upp í áhrifasvæði sín eða opna landið
algjörlega fyrir erlendum áhrifum.19 Það varð úr
að landið var opnað algjörlega fyrir erlendum
fjárfestum og með þeim í för voru hermenn til
að gæta hagsmuna þeirra.20 Allir ætluðu sér að
græða á Kína og þróunin var hröð, árið 1890
voru 499 erlend fyrirtæki búin að koma sér fyr-
ir í landinu, árið 1923 voru þau orðin 6.865.21
Enginn spurði Kínverja álits á þessum við-
skiptasviptingum. Því er ekki skrítið að um og
eftir 1890 hafi andstaða við útlendinga í Kína
vaxið mjög. Kínverjar kenndu útlendingum um
hörmulegt ástand samfélagsins og keisara-
stjórnin gerði lítið til að sætta þessar andstæð-
ur en tók fremur afstöðu með útlendingum en
kínverskri alþýðu. Kínversk alþýða snerist því
gegn erlendri heimsvaldastefnu og undanláts-
semi keisarastjórnarinnar.22
Barátta alþýðunnar gegn útlendingum náði
hámarki í tengslum við vestrænt trúboð. Kín-
versk lög náðu ekki yfir trúboða og kristnir Kín-
verjar gátu leitað á náðir þeirra ef þeir lentu upp
á kant við aðra Kínverja. Því fjölgaði lagalegum
árekstrum um leið og kristnum Kínverjum fjölg-
aði.23 Einnig tóku margir trúboðanna ekkert tillit
til siða og venja Kínverja og notuðu öll tækifæri
til að efla áhrif sín. Að því kom að almenningur
beitti valdi í samskiptum sínum við útlendinga.
Í hvert skipti sem slíkt gerðist kröfðust trúboð-
arnir skaðabóta sem þeir fengu oftast enda
studdir af erlendu hervaldi.24
Ólafur Ólafsson var íslenskur trúboði sem
dvaldist í Kína á þriðja áratugnum og skrifaði
bls. 33
32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 33