Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 38
Hinsvegar kvaðst hann þekkja ýmsa Norður-
landahöfunda svo sem til að mynda hin
frægu ævintýri friðarvinarins mikla H.C. And-
ersen sem hann kvað vinsæl meðal barna í
Kína enda hefði hann rómað þrautseigju og
samtakamátt hinna smáu og fótumtroðnu,
samanber söguna af Tuma Þumal og Ljóta
Andarunganum, og afhjúpað auðvaldið og
blekkingar þess og ameríska útþenslustefnu
samanber Nýju Fötin Keisarans.61
Útleggingin á ævintýrunum er gerð fáránleg og
þannig sýnt að sá sem er nógu einbeittur getur
notað nánast allt til að rökstyðja skoðun sína.
Þannig afbyggir Thor markvisst goðsögnina um
Kína með því að lýsa öllu á ýktan hátt, hið góða
er gert hreinlega frábært og um leið eru hvers-
dagslegir hlutir blásnir upp og gerðir að undr-
um. Mjólkinni frá þeim merka stað Irkútskos-
emípalatinopol er til dæmis lýst sem miklum
ódáinsdrykk:
Gátum við okkur til að hún [mjólkin] mundi
vera úr lamadýrum ef ekki úr pandabjörnum.
Hygg ég enginn okkar félaga gleymi þessari
fersku mjólk sem við drukkum í Írkútskos-
emípalatinopol þetta kvöld þyrstir ferða-
menn komnir langt að.62
Þetta minnir óneitanlega á frásagnir Björns í
Kínaævintýri, til að mynda hástemmda lýsingu
á kínverskum görðum en þar eru stóryrðin ekki
spöruð. Þar er þó engin írónía í textanum held-
ur fölskvalaus hrifning sem þó er orðuð á
spaugilegan hátt:
Ég veit ekki hvernig er umhorfs í Paradís, en
sé þar ekki svipað og í kínverskum skraut-
garði, ætla ég að orða það við drottin, að
hann lofi mér í sumarfrí niður í garðana í Mið-
ríkinu.63
Þá má bera saman frásagnir Björns og Thors af
batnandi mönnum sem best er að lifa. Þannig
hitta Björn og félagar fyrrverandi glæpamann
frá Sjanghæ sem er orðinn nýr og betri maður,
þökk sé sósíalísku kerfi. Sá hrósar fangelsun-
um mikið:
„Þetta var betrunarhús, og það var mikil
kennsla þar; ekki venjulegt fangelsi,“ stað-
hæfir gangsterinn. [. . . ] „Nýtt skeið var runn-
ið upp í Kína, og ég átti kost á að hjálpa til við
endurreisnarstarf, skapa nýtt og betra þjóð-
félag.“64
Sendinefnd Thors hittir hins vegar sjálfan síð-
asta keisarann sem er einnig orðinn nýr og
betri maður. Hann sparar ekki stóru orðin frem-
ur en aðrar persónur Foldu:
Nú er ég hamingjusamur maður. Það þekkti
ég ekki áður. Þá var ég böðull og saurlífis-
seggur og dekurdýr og skepna. Nú annast
ég þennan garð og þakka fyrir þann heiður
sem stjórnin hefur veitt mér og Maó formað-
ur að fá að vera einn af alþýðunni. Ég er ný-
lega kvæntur konu sem ég hef kosið mér
sjálfur. Niður með slæmar venjur. Lifi Maó
formaður.65
Írónían vex eftir því sem líður á söguna og nær
hámarki þegar íslenska sendinefndin fer á bylt-
ingarhátíðina. Nefndin er að sjálfsögðu jafn hrif-
in af henni og öllu öðru. Þegar lesið er á bylting-
arspjöldin eru áletranir þeirra mjög öfgakennd-
ar og verða æ fáránlegri uns áherslan er orðin á
hið fáránlega smáa:
Við spurðum túlkinn okkar frú Ta hvað stæði
á spjöldum sem einlægt var verið að bera
fyrir, hún sagði: Niður með slæmar venjur.
Niður með borgaralega siði. Niður með
flokkssvikarana í Sovét. Niður með heims-
valdasinna. Lifi hugsun Maó. Lifi friður. Lát-
um heimsvaldasinna finna til tevatnsins.
Hengjum ketti erlendu njósnaranna.66
Thor afbyggir pílagrímsfrásagnir íslenskra sósí-
alista á skemmtilegan hátt. Hins vegar ræðst
hann ekki á garðinn þar sem hann er hæstur
þar sem goðsögnin um sósíalismann stendur á
mun ótraustari undirstöðum en goðsagnir
borgaralegs samfélags á Vesturlöndum. Af-
byggingin er því ekki erfitt verk en er gerð á
skemmtilegan hátt, með ýkjum og öfgum sem
afhjúpa fáránleika goðsagna af þessu tagi.
Niðurstöður
Ólíkari frásagnir en þessar fimm er varla hægt
að hugsa sér. Allar eiga þær það þó sameigin-
legt að horft er á útlönd í gegnum kíki sem
breytir því sem er hinum megin við hann í það
sem Íslendingar vilja sjá í gegnum kíkinn. Árni
frá Geitastekk sér frjósama jörð þar sem aldrei
kemur vetur, Ólafur sér heiðingja í hverju horni,
Magnús sér jákvæðar afleiðingar sósíalísks
hagkerfis, Björn sér austrænan ódáinsakur þar
sem brosandi fólk nýtur lífsins á hverju götu-
horni og Thor sér Íslendinginn sem aulann í út-
landinu.
Allar þessar ferðasögur bera vitni um það
vestræna hugmyndakerfi sem þær eru sprottn-
ar úr. Ferðasaga Árna er að mestu óháð órí-
entalisma enda er hann á ferðinni mun fyrr en
hinir. Þannig virðist vitund um andstæður Vest-
urs og Austurs ekki vera vöknuð á þeim tíma,
fremur er margt í mörgu, ekki sama tvíhyggja
og síðar. Hjá honum gætir þó útópískrar sýnar
á landkosti Kína. Saga Ólafs einkennist af krist-
inni tvíhyggju þar sem Ólafur gegnir hlutverki
góða píslarvottarins sem má þola ofsóknir
vondra manna. Um leið er saga hans lituð af
hugmyndakerfi óríentalismans.
Saga Björns fellur að sama skapi inn í órí-
entalismann en með öfugum formerkjum.
Björn lítur á Kína sem andstöðu við Vesturlönd
og telur Kína upp til hópa mun betra. Hjá hon-
um má sjá goðsögn í fæðingu, goðsögnina um
landið fagra í austri. Frásögn hans er hins veg-
ar skrifuð í léttum og spaugilegum tóni sem
gerir hana enn merkilegri; hann upphefur ekki
landið með mærðarfullum ekkasogum en gerir
það á fyndinn og jafnvel sjálfhæðinn máta.
Saga Magnúsar er rökræn frásögn þar sem
mest er lagt upp úr tölum og staðreyndum;
henni er ætlað að forðast goðsagnir og ríkjandi
hugmyndir. Magnús vill rökstyðja að kínverska
aðferðin sé raunhæfur valkostur við efnahags-
og stjórnmálakerfi Vesturlanda. Saga hans er
ekki ævintýri heldur skýrsla í anda sósíalískrar
vísindahyggju þar sem allt skal rökstutt. Saga
Thors er svo niðurbrot og afbygging goðsagn-
arinnar um Kína og goðsagnabjarmanum er
svipt af ferðum íslenskra sósíalista til Kína.
Þegar betur er að gáð fjalla allar sögurnar á
einhvern hátt um ferðalanginn sjálfan og hug-
myndaheim hans. Kína gegnir hins vegar hlut-
verkinu „hitt“ sem varpar ljósi á það sem
raunverulega er til umfjöllunar. Það er ekki Kína
heldur Kínafarinn sjálfur. Og hver Kínafari á sitt
Kína.
32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 38