Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 40
Leiðin til Rómar Kafli XII Pétur Gunnarsson Þegar Einar Hafliðason fór til Avignon – það það var árið 1345 – gleymdi hann alveg að segja ferðasöguna, eða öllu heldur: hún var ekki á dagskrá. Ekki frekar en sjónvarpsþulur- inn færi að lýsa settinu sem hann situr í. Það er útsendingin sem skiptir máli. Og útsendingin á dögum Einars Hafliðasonar var Guð. Þegar þú komst til Avignon – það var sex öld- um og einhverjum áratugum síðar – varstu á ferðalagi sem þú hafðir ekki hugmynd um hvert myndi leiða þig. Troðfull járnbrautarlestin „geistist“ í gegnum nóttina (hraðinn hefur þre- faldast síðan þá), fólkið mjakaði sér hvað innan um annað eftir göngunum og skimaði inn í klefa í leit að sæti. Öðru hverju birtist lestar- þjónn í fitugljáandi einkennisbúningi upphaf- lega bláum og kaskeiti með svörtu deri, rjóður í kinnum með velkta leðurtösku og hélt á logg- bók þar sem öll blöðin voru komin með svíns- eyru. Gangafólkið þyrptist að honum; sumir fóru bónarveg, aðrir höfðu í hótunum, öllum hélt við andþrengslum. Hárprúður unglingur ot- aði farmiða og hrópaði: Hvar eru okkar sæti? Það fara farþegar út í Lyon, gegndi lestar- þjónninn og braut sér leið í gegnum mótmæla- öldu. Já, en bætast ekki líka nýir við! hrópaði ungi maðurinn með hárið svo prútt að storkur hefði getað gert sér hreiður í því. *** Þú hafðir fundið þér stæði í farangurshólfinu, rétt við tengin á milli tveggja vagna. Það gu- staði inn um rifur á liðamótum lestarinnar sem sveigði sig og reigði eins og vagninn ætlaði að rífa sig lausan. Stöðugt var verið að slá upp millihurðinni og nýtt fólk í leit að íverustað sjón- henti rannsakandi farangurshólfið ef ske kynni að þar leyndist pláss. Auk þín var stúlka í hólfinu og gat setið með því að draga að sér hnén. Það var hún sem fór að tala við þig um Avignon, árleg leikhúshátið stóð sem hæst. Þú sagðist bara vera með miða til Lyon. Ég er ekki með neinn miða, sagði stúlkan. En ef verðirnir? Þú getur læst þig inni á klósetti. Klósettið var á stærð við kústaskáp og rúm- aði lófastóran vask og litla skál. Þegar sturtað var niður sá í hraðfleyga jörðina og háttbundinn sláttur barst upp um opið. *** Hann liggur með augun opin og hlustar á and- ardrátt samferðamannanna sem ferðaþreytan hefur yfirbugað. Suð í moskítóflugu sem mun- ar í blóð. Hið ljós hörund Einars hefur orðið illa úti í sólinni, við kæfandi hitann bætist kláðinn. Hann hefur svipt af sér ábreiðunni og dreg- ið upp um sig náttserkinn, en hitinn víkur ekki. Líkt og ósýnilegur ofn haldi áfram að kynda löngu eftir að sólin er sest. Leiftursnöggt klappar hann saman lófum og flugan liggur dauð. Þá tekur við samfelldur sónn sem berst utan úr náttmyrkrinu. Hann rís upp af fletinu, þreifar sig í átt að glugganum, stingur hausn- um út og við það hækkar sónninn. Þegar hann fór frá Íslandi var albjört nótt, síðan hefur smá dimmt eftir því sem sunnar dregur uns nóttin kom í Provence jafn skyndilega og teppi væri skutlað yfir búr. Hann þrýstir sveittum líkama eins langt og auðið er út um gluggaopið og gapir eftir fersku lofti. *** Þessi hljóð sem héldu fyrir þér vöku þegar þú varst lagstur til hvílu á farfuglaheimilinu. Svo nærri að gátu nánast verið í hausnum á manni sjálfum. Kríkk-kríkk-kríkk! Þú gast ekki stillt þig um spyrja forstöðu- manninn sem í þessu birtist á skellinöðru með fangið fullt af bagettum. Ha, hljóð? Hann lagði hjólinu og fór inn með brauðin, kom svo aftur út. Hvaða hljóð? Þú bentir í áttina að trjánum. Hann horfði á þig skilningssljór, konan hans var komin í spilið líka. Hann er að spyrja um einhver hljóð. Hvaða hljóð? Nú þessi! sagðir þú og slóst út höndunum. Heyrir þú einhver hljóð? spurði maðurinn. Konan: Ég heyri engin hljóð nema . . . svo sagði hún orð sem hljómaði alveg eins og hljóðið sem þú varst að spyrja um: criques (frb. krí-ke). Örsmá kvikyndi samlit trjáberkinum, karlinn nuddar saman afturfótunum (sennilega til að tæla til sín kvenþjóðina) og við það myndast hljóðið. Þú skalt skoða rómversku vatnsleiðsluna, sögðu hjónin til að beina athygli þinni að ein- hverju verðugra. Prestur tók þig upp í á fyrsta götuhorni, klædd- ur í svarta skósíða mussu þrátt fyrir hitann, bú- inn að fletta tauþakinu af sítróenbragga. Þetta var einn af þessum mönnum sem finnst allt fyndið, hló sig máttlausan yfir því að þú skyldir vera kominn alla leið frá Íslandi til að skoða forna vatnsleiðslu í Rhone-dalnum. Samt lagði hann lykkju á leið sína til að þú færir ekki á mis við þetta undur. Vatnsleiðsla var kannski full hógvært orð, steinhleðsla á mörgum hæðum og brúaði heilt dalverpi þar sem hún hafði þjónað í senn sem flutningatæki fyrir menn, skepnur og vatn. Á dögum Rómverja notaði hver Rómverji að meðaltali 1800 lítra af vatni, á móti 800 lítrum í dag, upplýsti klerkur. Hvaða nota Íslendingar mikið af vatni per capita? Þú hafðir ekki töluna á hraðbergi. 1 Maður hefur bara allt það vatn sem maður þarf. 40 Péturs Gunn kafli 6.12.2002 14:37 Page 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.