Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 49
bls. 49 keisaranum í september 1978, sem endaði með óvæntri valdatöku eða „byltingarráni“ klerkanna í febrúar 1979. Oftast eru eftirfarandi atburðir nefndir til skýringar: Ákafi keisarans í tilraun sinni til að iðnvæða og „Vesturlanda- væða“ þjóð sína, sem leiddi til sjálfsmyndar- kreppu. Ný löggjöf árið 1963 sem tryggði kon- um kosningarétt og breytti eignarhaldi á landi en þar ögraði stjórnin karlveldishugmyndum og beinum hagsmunum klerkanna sem margir til- heyrðu stétt landeigenda. Valdataka forsætis- ráðherrans Mosadeqs og þjóðnýting hans á olíufyrirtækjunum árið 1953 en hún leiddi til þess að keisarinn flúði land en sneri aftur að því er virtist í skjóli Breta og Bandaríkjamanna. Hávær mótmæli Bandaríkja- stjórnar gegn mannréttinda- brotum íranskra stjórnvalda sem ef til vill grófu undan valdi þeirra. Víst er að keisarinn taldi mun meiri hættu á að komm- únistar kæmust til valda en klerkarnir. Átakamikil byrjun klerkastjórnarinnar Mikið mæddi á nýjum stjórn- völdum strax í upphafi. Taka bandaríska sendiráðsins og gíslanna í nóvember 1979 og þar á eftir óvænt innrás Íraks haustið 1980 reyndi á stjórn- kænsku klerkanna. Lengst af voru Íranir einangraðir á alþjóðavettvangi þar sem klerkastjórnin lagði nærri jafn- mikla fæð á Sovétríkin og Bandaríkin, sannfærð um að þau reyndu að ná heimsyfirráð- um í krafti austræns sósíal- isma og vestræns kapítalisma. Svar þriðja-heims-ríkjanna hlaut að vera íslam. Átta ára stríð við Írak skapaði óstöðugleika og spennu á svæðinu öllu en klerkastjórnin fórnaði um 600.000 manns í átökunum auk þess sem mjög var gengið á olíuauðinn. Innrás Sovétríkj- anna í nágrannaríkið Afganistan í lok árs 1979 reyndi enn frekar á Írani en straumur flótta- manna hefur legið þangað. Efnahagslegt skipbrot byltingarinnar Klerkarnir komust til valda með loforðum um að jafna lífskjörin, draga úr kúgun og eyða spill- ingu. Ástandið á þessum sviðum er þó síst betra en á tímum keisarans auk þess sem verðbólgan hefur verið um og yfir 20% allan um um eignarhald á landi var breytt. Hins vegar urðu tak- markaðar framfarir í landbún- aði, enda hafa landeigendur ætíð verið öflug stétt í Íran. Undir stjórn Pahlavis varð Íran herveldi og illræmd öryggis- og leynilögregla varð umsvifamik- il. Með árunum þróaðist tvöfalt stjórnkerfi í Íran en hið trúar- lega kerfi varð eins og ríki í rík- inu. Hinu veraldlega ríki var stjórnað frá Teheran en trúar- veldinu var stjórnað af klerkum í borginni Kum (Qom). Trúar- leiðtogarnir voru í alla staði nær alþýðunni og höfðu fullt lögmæti í hennar augum. Með iðnvæðingu varð til menntuð millistétt sem krafðist áhrifa og valda í eigin samfélagi. Al- menningur naut ekki olíugróð- ans sem skyldi og misskipting hans varð sýnilegri með hverju árinu. Stjórnarbyltingin 1979 Nærri aldarfjórðungur er liðinn frá uppreisn gegn stjórnarháttum Íranskeisara sem endaði í blóðugri byltingu og upphafi hins pólitíska íslam. Fyrir byltinguna hefðu fáir spáð fyrir um afl þess og áhrif en mikilvægi íslams í alþjóðastjórnmálum 20. aldarinnar er ótvírætt. Jafnvel þótt byltingin breiddist ekki út til ann- arra landa, eins og leiðtogar í Mið-Austurlönd- um óttuðust mjög og meira en nokkur áhrif Vesturlanda, þá hefur hún haft víðtæk áhrif. Íran hefur t.d. fjármagnað hreyfingar hins her- skáa íslams og því hefur því verið haldið fram að byltingin hafi átt sinn þátt í innrás Sovétríkj- anna í Afganistan í desember 1979. Enn er deilt um ástæður uppreisnar verkamanna, kommúnista, stúdenta og menntamanna gegn 48 Íran 5.12.2002 16:57 Page 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.