Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 50
síðasta áratug og atvinnuleysi 25–30% (opin-
berar tölur eru mun lægri). Þó að einungis Sádi-
Arabía og Írak eigi meiri olíubirgðir en Íran,
sem á auk þess málma og jarðgas, er árleg
þjóðarframleiðsla á mann einungis um 1600
dollarar og um helmingur íbúanna lifir undir
fátæktarmörkum. Efnahagsástandið er bágbor-
ið og í raun vantar atvinnutækifæri en stjórn-
völd verða að skapa um 700.000 ný störf á ári
hverju. Talið er að þau séu árlega um þriðjung-
ur þess. Ungt, vel menntað fólk á sérstaklega
erfitt með að fá vinnu við hæfi en fólksfjölgun
hefur verið gífurleg. Khomeini hvatti þjóðina til
að fjölga hermönnum byltingarinnar og píslar-
vottum fyrir stríðsátökin við Írak, en nú hvetur
klerkaveldið til ófrjósemisaðgerða og getnaðar-
varnir eru auðfáanlegar. Frá 1993 hefur efna-
hagskerfinu verið miðstýrt með fimm ára áætl-
unum en olíuverð hefur afgerandi áhrif á
afkomu ríkisins. Lágt olíuverð, stríðið við Írak,
milljónafjölgun á síðasta áratug, auk efnahags-
legrar óstjórnar, hafa leitt til mikillar skuldsetn-
ingar. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna bæta ekki
úr skák. Þessar þrengingar hafa leitt til þess að
stjórnvöld eiga erfiðara um vik en áður með að
viðhalda hernaðarmætti landsins. Vitað er að
Íranir eiga eiturefnavopn og undirbúa gerð
kjarnorkuvopna þótt þeir séu aðilar að samn-
ingi Sameinuðu þjóðanna gegn útbreiðslu
þeirra.
Af þessu má ljóst vera að klerkastjórnin hef-
ur ekki staðið við loforð sín um betri lífskjör.
Hvers vegna umbótasinnum hefur ekki tekist
að sameina þjóðina gegn vanhæfum stjórn-
völdum er íhugunarefni en auk efnahagslegra
þrenginga búa Íranir við mikla harðstjórn.
Mannréttindabrot
klerkastjórnarinnar
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur
fordæmt þarlend stjórnvöld fyrir gróf mannrétt-
indabrot og skýrslur Amnesty International og
Human Rights Watch lýsa kúgun, harðræði og
grimmd þar sem geðþóttahandtökur, fangels-
anir, andlegar og líkamlegar pyndingar, afliman-
ir fyrir þjófnaði, hýðingar og hengingar á al-
mannafæri og aftökur án dóms og laga við-
gangast. Börn yngri en 18 ára eru ekki undan-
skilin frá þessum refsingum og konur og karlar
hafa verið grýtt til bana fyrir framhjáhald. Full-
trúar Amnesty og sérstakur mannréttindafull-
trúi Sameinuðu þjóðanna hafa ekki fengið leyfi
til að heimsækja landið. Þá hefur borgaralegt
samfélag verið eyðilagt. Stjórnmálaflokkar,
kvennahreyfingar, verkalýðsfélög og fagfélög
eru bönnuð.
Andstaðan við byltinguna
Klerkaveldið í Íran virðist standa nær óhaggað
þrátt fyrir andstöðu „sonar byltingarinnar“,
Khatamis forseta, lærisveins Khomeinis,
„barna byltingarinnar“, hins vinstrisinnaða
íslams, fordæmingu ríkja heims á víðtækum og
grimmilegum mannréttindabrotum sem verða
alvarlegri með auknum kröfum um umbætur,
og refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Það lýsir ein-
stakri stöðu mála í Íran að þjóðhöfðingi landsins
sé í forystu stjórnarandstöðunnar. Um leið sýn-
ir það bága stöðu róttæku aflanna að leiðtogi
andstöðunnar sé einn af helstu stuðnings-
mönnum Khomeinis, þ.e. aðrir andstæðingar
eru í fangelsi, útlegð eða þaggað hefur verið
niður í þeim með öðrum ráðum. Andstaðan
gegn byltingunni er óskipulögð, veikburða og
verður lítið ágengt vegna hins flókna valdakerf-
is sem Khomeini kom á laggirnar árið 1979.
Kennimaðurinn sem útnefndi sjálfan sig alvald
til æviloka hélt fram rétti þjóðarinnar til að
ákvarða um eigin hag en undir alvaldri stjórn
hans. Slíkt tvíhliða kerfi trúarleiðtoga og verald-
legs valds býður heim átökum, óöryggi og
spennu á milli valdhafanna sjálfra annars vegar,
til dæmis á milli Khatamis forseta og
Khameneis erkiklerks, og á milli valdahafa og
þjóðarinnar hins vegar.
Staða klerkanna
og stjórnkerfi þeirra
Byltingin velti úr sessi einu rótgrónasta einveldi
sögunnar þar sem leiðtoginn hafði á sér guð-
legt yfirbragð. Khomeini var eins og skapaður í
hlutverk eftirmanns keisaranna. Khamenei, eft-
irmann hans, skortir hins vegar þá dulúð og
helgi sem hvíldi á forvera hans. Er það fyrsta
vísbendingin um að ákveðin skil séu að verða á
milli trúar og stjórnmála í Íran. Trúarleiðtog-
ar/mullar hafa alltaf verið áberandi í írönsku
samfélagi og sérstaklega í dreifbýli. Þeir hafa
verið í nánu sambandi við alþýðu manna og allt
fram til síðustu aldar voru dómstólar landsins í
þeirra höndum.
Ný stjórnarskrá tók gildi árið 1979 þar sem
stjórnskipan landsins var ákveðin. Reynt var að
koma á tvíhliða kerfi klerkaveldisins og tak-
markaðs lýðræðis. Slík skipan leiðir óhjá-
kvæmilega til átaka, óöryggis og óánægju
þeirra sem markvisst er haldið fyrir utan valda-
kerfið. Stjórnarskráin kvað á um stöðu
Khomeinis sem alvalds til æviloka. Endanlegar
ákvarðanir í stjórnmálum, trúmálum og örygg-
ismálum voru hans. Khomeini hafði hins vegar
margvíslegar skoðanir og var langt í frá sam-
kvæmur sjálfum sér á tíu ára stjórnarferli. Það
er ekki síst þess vegna sem mjög reynir á eft-
irmenn hans. Í stjórnarskránni er kveðið á um
félagafrelsi, málfrelsi og réttláta málsmeðferð.
Hins vegar eru öll réttindi skilyrt með ákvæði
um að þau megi hvorki ganga gegn hagsmun-
um samfélagsins né íslam. Erkiklerkurinn
Khamenei og klerkaráðið, sem í sitja tólf klerk-
ar, hafa því í raun alræðisvald. Þingkosningar
eru haldnar á fjögurra ára fresti. Klerkaráðið
hefur fram til þessa ákveðið hverjir fái að vera
í framboði. Í kosningunum árið 1992 hafnaði
það þriðjungi frambjóðenda eða um eitt þús-
und manns, þar af voru um 40 sitjandi þing-
menn. Í síðustu kosningum var þessi tala um
5%. Nýlega samþykkti þingið lög þar sem
þetta vald klerkaráðsins var afnumið. Ef þau
lög taka gildi er það gífurlegur sigur fyrir um-
bótaöflin og þróun lýðræðis í hinu íslamska lýð-
veldi.
Helstu leiðtogar
Núverandi forseti Írans og leiðtogi umbóta-
sinna, Muhammad Khatami, tók þátt í bylting-
unni af fullri einurð. Hann var lærisveinn
Khomeinis frá unga aldri og var ráðherra í
stjórnartíð hans. Khatmani er menntaður í
íslam, heimspeki og vestrænum stjórnmála-
kenningum og bjó um tíma í Þýskalandi. For-
setinn er eini leiðtoginn sem er kjörinn í beinni
kosningu og fékk hann 70% atkvæða árið 1997
og enn betri kosningu á síðasta ári. Fylgi sitt
sækir hann til ungu kynslóðarinnar (kosninga-
aldur er 15 ár), kvenna, fólks í viðskiptum,
menntamanna og stúdenta. Khatmani er þjóð-
höfðingi lýðveldisins og samkvæmt stjórnar-
skránni á hann að velja stjórn og forsætisráð-
48 Íran 5.12.2002 16:57 Page 50