Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 53
bls. 53
ferðabóka, sem oft voru afritaðar frá einu riti í
annað, sýnt að tilhneiging var til að draga fram
það sem verkaði framandi og jafnvel villimann-
legt í endurvinnslu myndanna. Þessir lista-
menn ferðabóka, sem höfðu í mörgum tilfell-
um aldrei séð fólkið sem þeir áttu að draga upp
mynd af, gripu einnig til þess ráðs að bæta inn
ákveðnum atriðum úr myndum annarra og
völdu þá oft atriði sem þóttu mest forvitnileg
og framandi. Þannig var í myndskreytingu
ferðabóka lögð rík áhersla á „framandleika“, og
ímyndir sem stóðu fyrir aðra hópa urðu keimlík-
ar.8
Hugmyndin um framfarir, sem var svo mikil-
væg upplýsingarstefnunni, lifði áfram í þróunar-
kenningum 19. aldar. Hún staðsetti texta land-
könnuða í kenningalegt samhengi með því að
draga upp heildræna heimsmynd sem flokkaði
og útskýrði fjölbreytileika mannkyns með tilliti
til menningar og líkamsburða. Lífverum hafði
verið raðað upp í aðskilin stighækkandi þrep
(The Great Chain of Being) allt frá miðöldum,
en með almennri viðurkenningu á þróunar-
kenningu Darwins var litið svo á að með ferli
þróunar færðust lífverur frá einu þrepi til annars
(sjá Lovejoy 1936). Framfarir þýddu því ekki
lengur eingöngu framþróun andans heldur
einnig þróun samfélagsgerðar og líkamslegs
atgervis. Ólíkum kynþáttum og menningu var
raða upp eftir því hversu langt þau voru á veg
komin samkvæmt þessari gildishlöðnu
mælistiku Vesturlandabúa. Framfarahugmyndir
voru einnig mikilvægar í því að móta ákveðnari
sýn á manninn sem „herra“ náttúrunnar, undir
áhrifum tvíhyggjuhugsunar
Decartes, þar sem mann-
eskju og náttúru var stillt upp
sem andstæðum. Heim-
spekingurinn Francis Bacon
hélt því fram að vísindaleg
þekking veitti manninum yf-
irburði yfir náttúrunni, og það
væri réttur mannsins að not-
færa hana sér í hag.9 Fólki
sem var skilgreint af öðrum
kynþáttum var þá jafnan stillt
upp á sviði náttúrunnar og
talið undirlagt dýrslegum
hvötum og/eða vera saklaus
óþroskuð börn.
Heimssýningarnar fylgdu í
kjölfar þessara hugmynda
um framfarir og kynþætti en
einnig í fótspor vaxandi þjóð-
ernishyggju í Evrópu. Mikið hefur verið skrifað
um þjóðernisstefnuna og uppruna þjóðríkisins
á síðustu árum og þó ekki sé farið nánar út í
þau skrif hér, má draga fram nokkur atriði sem
eru mikilvæg í þessu samhengi. Eins og Guð-
mundur Hálfdánarson bendir á telja flestir
fræðimenn að uppruna þjóðernisstefnunnar sé
að finna á síðari hluta átjándu aldar, í átökum
um uppruna fullveldisins í frönsku byltingunni.10
Þjóðríkið, í því formi sem við þekkjum það nú,
varð á nítjándu öld að ríkjandi afli í pólitískri
skipulagningu Evrópu.11 Eins og Benedict And-
erson ræðir um í bók sinni Imagined Comm-
unities byggist þetta nýja skipulag heimsins á
hugmyndafræði um sameiginlega sögu, upp-
haf og örlög.12 Hugmyndafræði þjóðernishyggj-
unnar reynir þannig almennt að draga úr fjöl-
breytni þeirra sem búa innan sömu ríkis-
landamæra og leggur áherslu á þjóðina sem
eina heild.13 Hefðir og saga eru mikilvæg tæki til
þess að finna sameiginlegan grunn þjóðríkis-
ins, en þessa þætti túlka og móta valdastéttir á
þann hátt að þær verki sem þráður frá nútíð til
fortíðar.14
Í Evrópu mótast því tvær hugmyndir að ein-
hverju leyti samhliða: hugmyndir um þjóðina
sem einingu aðskilda frá öðrum slíkum eining-
um og um að evrópskur uppruni feli í sér
ákveðna heild, næstum líffræðilegan arf, sem
einkennist af því að vera staðsettur á öðrum
stað mannkynssögunnar en aðrir hópar. Hér
má benda á að kynþáttahyggjan felur í sér tvö-
falda hópímynd, fordæmingu á „hinum“ og um
leið á mat á „okkur“, þar sem neikvæðir eigin-
valds og valdaleysis sem má lesa úr sýning-
um á fólki á heimsvalda- og nýlendutímanum,
þó að einnig megi undirstrika mikilvægi þess
að skoða frávik frá ríkjandi staðalmyndum og
hvernig þeim var ögrað og tóku sögulegum
breytingum. Umfjöllun mín hér leitast því við
að draga fram ríkjandi stórsagnir, og veltir
jafnframt upp mikilvægi þess að skoða hvern-
ig orðræður heimssýninganna endurspeglast
í samtímahugmyndum um það rými sem nú
er skilgreint sem „þriðji heimurinn“.
Félagslegt og sögulegt
umhverfi heimssýninganna
Þegar Vesturlandabúar komust í auknum
mæli í snertingu við ný þjóðfélög juku land-
könnuðir ekki eingöngu við ört vaxandi vís-
indalega þekkingu heldur skrifuðu frásagnir
af upplifunum sínum, og þær færðu sýn
þeirra á ólíka hluta heimsins inn á heimili
fólks sem hafði aldrei komið á slíka staði.
Mary Louise Pratt hefur lagt áherslu á mikil-
vægi texta ferðabóka fyrri alda við að draga
upp mynd af „afganginum“ af heiminum fyrir
Vesturlandabúa og því samhliða að móta
þeirra eigin sjálfsmynd.5 6 Kristófer Kólumbus
skrifaði til dæmis sögu um ferðir sínar7 og hið
sama á við um Charles Darwin sem lýsir inn-
fæddum á eftirfarandi hátt í bók sinni The
Voyage of the Beagle:
Þegar við vorum einn daginn á leið að landi ná-
lægt Wollastoneyju, sigldum við upp að ein-
trjáningi með sex Fúegum. Þetta voru þær lít-
ilmótlegustu og aumustu verur sem ég hef
nokkurn tímann séð [...] Við að sjá slíka menn
getur maður varla fengið sig til að trúa að þeir
séu meðbræður og íbúar sama heims (Darwin
1997:203).
Landkönnuðirnir notfærðu sér markvist áhuga
landa sinna á því „framandi“, eins og eftirfar-
andi tilvísun í bréf frá árinu 1869 gefur til
kynna. Þar leggur John Hanning Speke
áherslu á það við landkönnuðinn John Pether-
ick að notfæra sér þennan áhuga almennings:
Mér virðist sem svo að þú gætir ekki gert bet-
ur en að skrifa stutta frásögn af ferðum þínum
í Afríku, með miklu af skemmtilegum uppá-
komum og bardögum við innfædda (tilvísun úr
texta Hammonds og Jablows [1970] 1990:52).
Að sama skapi hafa rannsóknir á myndum
Frönsk mynd frá fyrri hluta 19. aldar, ein af mörgum sem
gerðar voru af sýningum á Söru Baartman eða
„hottintotta-Venusi“ eins og hún var kölluð.
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 53