Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 57
um heldur gáfu skilaboð um tengsl samfélags-
hópa heima fyrir. Sérstaklega má nefna stuðn-
ing sýninganna við almenna kynþáttafordóma
sem réttlættu yfirráð ákveðinna hópa heima
fyrir yfir öðrum. Áherslan á litarhátt gat til dæm-
is verið mikil, eins og eftirfarandi tilvitnun í
blaðið Buffalo Express sýnir, en hún birtist í
tengslum við sýninguna í Buffalo 1901:
Frá hinum leyndardómsfullu innviðum myrk-
viða Afríku komu 98 manneskjur til sýningar-
innar í gær sem eru eins svartar og spaðar [. . . ],
svartar eins og litlaus tjara, svartar eins og kol,
svartar eins og aska, svartar eins og krákur,
svartar eins og allt sem kemur upp í hugann
sem er algerlega án sólar, mána, stjarna. Nótt-
in er sem ljós við hlið þeirra (tilvísun úr Rydell
1999:143).
Þessi lýsing er sérstaklega áhugaverð í því ljósi
að í Bandaríkjunum bjó fjöldi fólks með dökkan
litarhátt og litarháttur Afríkufólks hefði því átt
að vera lítið undrunarefni. Slíka tilvísun er ein-
göngu hægt að skilja útfrá því hversu mikilvæg-
ur liturinn „svartur“ var í því að skilgreina Afr-
íku. Í ritum og skrifum sem tengjast Afríku
tíðkast að taka sérstaklega fram litarhátt fólks
og stilla því þannig upp sem frávikinu. Hvítur lit-
arháttur verður normið, svo eðlilegur að hann
þarf ekki að nefna. Að sama skapi er fjallað um
Bandaríkjamenn af afrískum uppruna á hátt
sem gefur til kynna að vitsmunir þeirra séu litlu
meiri en þeirra sem var verið að sýna. Eins og
Rydell bendir á var áhorfandanum því ekki ein-
ungis boðið að horfa á vanþróun hins svarta
Afríkubúa, heldur voru einstaklingar af sama lit-
arhætti heima fyrir einnig skilgreindir.50 Slík til-
vísun í tengsl þjóðfélagshópa heima fyrir felur í
sér að sýningar á framandi fólki eru settar í
beint samband við upplifun einstaklinga. Í sam-
hengi við viðurkenndar hugmyndir þess tíma
um vísindi og framþróun hlýtur slík tilvísun að
hafa verið sérlega áhrifamikil við það að rétt-
læta og útskýra forræði þjóða Vesturlanda yfir
öðrum þjóðum.
Sýningar á fólki og menningarheimum ein-
skorðuðust þó ekki einungis við fólk frá þriðja
heiminum. Á sumum heimssýningunum voru
einnig reist þorp sem átti að sýna þjóðarkjarna
ákveðinna hluta hins vestræna heims. Skosk
og írsk „þorp“ voru reist á breskum heimssýn-
ingum, svo dæmi séu tekin. Bandarískar
heimssýningar lögðu sérstaklega mikla áherslu
á slíkt, en samkvæmt Benedict má rekja það til
þess að þeir voru að vísa í fjölþjóðlegan bak-
grunn sinn.51 Áhersla á þjóðerni hefur farið vax-
andi, enda er mikilvægur þáttur sýninganna nú
í dag að þjóðir setji upp ákveðna skála þar sem
þær draga ekki bara fram séreinkenni sín sem
þjóða, heldur markaðssetja sig og reyna að
koma á framfæri ákveðnum vörum. Ég tel þó
að við séum að ræða um mjög ólík fyrirbæri
þegar slíkt er borið saman við sýningar á
hernumdu fólki á nýlendutímanum og vil þá
vísa í það sem ég sagði fyrr út frá hugmyndum
Foucaults, að það skipti ekki öllu máli hvað er
sýnt heldur mun frekar tengsl milli þeirra sem
eru til sýnis og þeirra sem horfa á. Kynning
þjóðar almennt á sjálfri sér endurspeglar allt
annars konar valdatengsl en þau sem fram
koma í tengslum og orðræðu nýlenduherra á
viðföngum sínum. Í lok nítjándu aldar og í upp-
hafi þeirrar tuttugustu voru einstaklingar frá
hernumdum þjóðum felldir inn í ákveðna stór-
sögu sem miðaði að því að sýna yfirburði Vest-
urlanda og réttlæta yfirráð þeirra yfir ríkjum
þessara þjóða. Kynningar á þjóðum, eins og
tíðkast nú í dag, eru ekki eingöngu mikilvæg
vegna þess að þær fela í sér sjálfsákvörðun
þeirra varðandi hvaða þættir eru dregnir fram,
heldur einnig vegna þess að þær fela í sér að
þjóðirnar koma fram á sama grundvelli. Þær eru
áhorfendur um leið og þær eru sýningagripir.
Slík síbreytileg staðsetning, milli þess að vera
áhorfandi og viðfang, þar sem einstaklingar
skoða skilgreiningar annarra á sjálfum sér og
skilgreina sig sjálfa fyrir öðrum, felur í sér allt
önnur valdatengsl en þegar hópar eru teknir frá
hernumdum svæðum og stillt upp undir
ákveðnum formerkjum, þ.e. sem hernumdir og
vanþróaðir hópar.
Orðræður eru mikilvægar, eins og fræði-
menn hafa í síauknum mæli lagt áherslu á,
vegna þess að þær eru samofnar valdi. Orð-
ræður, sem mótandi fyrir sjálfsmynd fólks,
geta réttlætt og útskýrt yfirráð ákveðinna hópa
yfir öðrum og leiða því af sér ákveðnar athafn-
ir. Marx52 lagði áherslu á hugmyndafræði sem
mikilvæga við það að ráða gerðum einstaklinga
en lagði jafnframt áherslu á tengingu hennar
við efnislegan veruleika og aðstæður. Hér má
sérstaklega vísa í dialektíska nálgun Marx, þar
sem hann leggur áherslu á tengsl manneskju
við umhverfi sitt. Grunnhugmynd hans felur í
sér að manneskjan sé í gagnkvæmum tengsl-
um við umhverfi sitt; hún móti það og endur-
skapi að vissu leyti en samtímis mótar um-
hverfið manneskjuna. Vegna þess að mann-
eskjan mótar umhverfið verður til nýtt mann-
gert umhverfi sem hefur svo aftur áhrif á
manneskjuna.53 Í gegnum slík dialektísk tengsl
má, í samhengi við umræðuna hér, líta svo á að
manneskjan skapi ákveðinn efnislegan veru-
leika með orðræðum eða með „ímynduðum
samfélögum“, og að sá veruleiki endurskapi
orðræðuna sjálfa. Orðræður flokka einstaklinga
niður í ákveðna hópa og tilgreina þá ákveðin
einkenni og hegðun sem móta möguleika og líf
þessara einstaklinga. Sem hluti af orðræðu ný-
lendustefnunnar studdu heimssýningarnar við
og réttlættu yfirráð ákveðinna hópa yfir öðrum
og það sem hafði áhrif á líf og lífsviðurværi
milljóna manneskja.
Í nálgun Foucaults er vald auðvitað mun
flóknara en svo að það snúist einfaldlega um
yfiráð,54 heldur er það samofið skilningi á
heiminum, sem uppspretta bæði þjáningar og
vellíðanar. Áhrifamáttur sýninganna fólst í
endurspeglun og framleiðslu á ákveðnum ríkj-
andi skilningi (meaning) á heiminum. Þær
stilltu sjónrænt mismunandi hópum upp í
ákveðin valdatengsl og reyndu að túlka slík
tengsl og gera þau rökrétt og skiljanleg út frá
sjónarhóli Vesturlandabúa. Þær útskýrðu hvort
tveggja tengsl þeirra sem skilgreindir voru af
mismunandi kynþáttum heima fyrir og tengsl
við önnur samfélög sem voru mótuð í skjóli
heimsvalda- og nýlendustefnu. Sýningarnar
þarf því ekki eingöngu að líta á út frá nytja-
hyggju (instrumentalism) heldur endurspegl-
uðu þær samtíma sinn og reyndu að gera
hann skiljanlegan samhliða því að endurskapa
hann.
Íslendingar og heimssýningar
Leiðari Morgunblaðsins sem vísað var í fyrr
leggur áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar
reyni að nýta sér það „tækifæri“ að kynna sig
og móta ímynd sína í hugum annarra þjóða.
Sem dæmi um mun á þeirri merkingu sem er í
sýningu þjóða á sjálfum sér og sýningu á ný-
lenduviðföngum fyrr á tímum má taka viðbrögð
Íslendinga fyrir næstum einni öld við sýningu
sem átti að halda í Danmörku 1905. Blaðaskrif
sem hófust í kjölfar þeirrar ákvörðunar að Ís-
lendingar ættu að taka þátt í sýningunni eru hin
áhugaverðustu og lýsa berlega þeirri smán
sem Íslendingum fannst þeir verða fyrir með
því að vera skipað á sama bás og öðrum
nýlenduþjóðum.
Eftirfarandi frétt úr bændablaðinu Fjallkonan
lýsir markmiðum sýningarinnar á nokkuð já-
bls. 57Örheimur ímyndunarlandsins
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 57