Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 19
19
– Borgarfjarðarprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Heiti hins sam-
einaða prófastsdæmis verði Vesturlandsprófastsdæmi.
– Eyjafjarðarprófastsdæmi og Þingeyjarprófastsdæmi. Heiti hins sameinaða prófasts-
dæmis verði Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.
– Múlaprófastsdæmi og Austfjarðaprófastsdæmi sameinist. Heiti hins sameinaða
prófastsdæmis verði Múlaprófastsdæmi.
Gert var ráð fyrir að breytingar þessar tækju gildi 30. nóvember 2010. Hefðbundið
kynningarferli hefur farið fram og mun tillaga að sameiningu ofangreindra prófasts-
dæma verða lögð fyrir kirkjuþing 2010 og er áætlað að sameiningin verði samþykkt.
Þeir prófastar sem láta af embætti munu taka biðlaun og er lagt til að greiðslu þeirra
verði mætt með lántöku. Áætluð lækkun launaútgjalda á árinu 2012 er kr. 5,1 m.kr. og
vegna rekstrarkostnaðar 1,7 m.kr.
Vegna greiðslu biðlauna lækka útgjöld árið 2011 aðeins um 400 þús.kr. og rekstrar-
kostnaður lækkar um 1,5 m.kr.
Um lið 6.
Áformað er að rekstrarkostnaður Biskupsstofu lækki um 10%. Ákveðið hefur verið að
draga verulega úr utanlandsferðum, risnu, tækjakaupum, aðkeyptri þjónustu o.fl.
Lækkun rekstrarkostnaðar er áætluð: 5,7 m.kr.
Um lið 7.
Eftirtaldar fasteignir gætu verið til sölu ef viðunandi verð fæst, en kirkjuþing þarf að
marka stefnu um það með hvaða hætti þær komi til sölu.
Miðað við 5% niðurskurð á fjárlögum þyrfti að selja fasteignir fyrir 100 m.kr.
Miðað við 7,5% niðurskurð á fjárlögum þyrfti að selja fasteignir fyrir 134 m.kr.
Miðað við 9% niðurskurð á fjárlögum þyrfti að selja fasteignir fyrir 155 m.kr.
(sjá fskj. 1).
a) prestsseturshús í þéttbýli
- Hveragerði, Suðurprófastsdæmi
- Þorlákshöfn, Suðurprófastsdæmi
- Grindavík, Kjalarnessprófastsdæmi
- Útskálar, Kjalarnessprófastsdæmi
- Mosfell í Mosfellsbæ, Kjalarnessprófastsdæmi
- Akranes, Borgarfjarðarprófastsdæmi
- Egilsstaðir, Múlaprófastsdæmi
Afnema þarf búsetuskyldu presta í þessum prestaköllum ef sala þeirra verður
samþykkt.
b) prestssetur í prestaköllum í dreifbýli sem lagt er til að leggist af
- Kálfafellsstaður, Suðurprófastsdæmi
- Holt undir Eyjafjöllum, Suðurprófastsdæmi
- Mosfell í Grímsnesi, Suðurprófastsdæmi
- Hrísey, Eyjafjarðarprófastsdæmi
c) aflögð prestssetur
- Eystri – Ásar, Suðurprófastsdæmi