Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 85
85
• Sóknarprestsembættin sem lögð verða niður eru Holtsprestakall, Suður-
prófastsdæmi, frá 1. febrúar 2011 og Kálfafellsstaðarprestakall,
Suðurprófastsdæmi, frá 1. maí 2011. Sparast við það 14 m.kr. árið 2011
en 17,6 m.kr. sparast árið 2012.
• Á árinu 2011 eru niðurlögð embætti sem svara til þriggja stöðugilda presta
og sparast á því ári 14,4 m.kr. vegna launa og embættiskostnaðar. Árið
2012 sparast 26,4 m.kr. vegna niðurlagningar þessara þriggja stöðugilda.
2. Lækkun launakostnaðar starfsmanna Biskups Íslands og kirkjumálasjóðs sem
samsvarar fækkun um 5,2 stöðugildi.
• Hjá biskupi Íslands 1,2 stöðugildi – sparnaður 2011 7 m.kr. og árið 2012 9
m.kr. Sparnaður vegna annarra launa og rekstrarkostnaðar er 6,1 m.kr. en
samtals sparast 13,1 m.kr. milli áranna 2010 og 2011.
• Hjá kirkjumálasjóði 4 stöðugildi – sjá kafla um kirkjumálasjóð.
3. Námsleyfi presta verði 3 mánuðir á árinu 2011 í stað 36 mánaða árið 2009.
Sparnaður vegna námsleyfa verður um 21,7 m.kr. árið 2011.
Sparnaður vegna ákvarðana árið 2009
Vegna samþykktar á kirkjuþingi 2009 um niðurlagningu prófastsdæma sparast árið
2011 um 6,2 m.kr. Sparnaður vegna þriggja embætta erlendis nemur um 30 m.kr.
Annar sparnaður vegna presta og prófasta milli áranna 2010 og 2011 er um 5 m.kr.
Samtals verður sparnaður árið 2011 vegna presta og prófasta að fjárhæð um 91 m.kr.
miðað við þessar forsendur.
Sérframlög
Stofnkostnaðarframlag ríkisins til Skálholts er 10,4 m.kr., þ.e. lækkar um 1 m.kr. Af
framlaginu eru 6 m.kr. fimmta greiðsla sem veitt er í átta ár vegna samnings við ríkið í
tilefni af 950 ára afmæli biskupsstóls í Skálholti.
Sérframlag ríkisins árið 2011 til Hallgrímskirkju vegna viðgerða á turni að fjárhæð
12,4 m.kr. er fimmta greiðsla af sex ára greiðsluloforði eða samtals um 74,5 m.kr.
Auk þess eru veittar 3,8 m.kr. vegna annars stofnkostnaðar og er því heildarframlag
ríkisins til Hallgrímskirkju 16,2 m.kr. árið 2011 og lækkar því um 1,9 m.kr. milli
áranna 2010 og 2011.
Framlag til Hóladómkirkju verður 4,5 m.kr. árið 2011 og lækkar því um 500 þús.kr.
Framlag til Dómkirkjunnar í Reykjavík verður 4,9 m.kr. og lækkar um 500 þús.kr. Í
frumvarpi til fjárlaga 2011 er gert ráð fyrir að tímabundið framlag til Þingeyra-
klausturskirkju að fjárhæð 1,8 m.kr. falli niður.