Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 161
161
IV. Námskrá fyrir æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar 13-17 ára
Meginmarkmið:
Starf þjóðkirkjunnar meðal ungs fólks miðar að því að efla það og styðja og stuðla
þannig að jákvæðri lífssýn og sterkri sjálfsmynd sem grundvallast í trú á Guð.
1. Markmið æskulýðsstarfs er að:
– mæta ungu fólki þar sem það er statt á lífsleiðinni og veita því liðsinni og skjól,
þannig að allir séu velkomnir án tillits til ólíks bakgrunns,
– þekkja inn á unglingamenninguna og ríkjandi tíðaranda og miðla þeim gildum sem
kirkjan stendur fyrir inn í þeirra daglega líf, bjóða upp á dagskrá sem hæfir
unglingum,
– vera reiðubúinn til þess að hjálpa ungu fólki að leita sér úrræða eða aðstoðar eftir
því sem við á.
Leiðir:
Að mæta unglingunum á þeirra forsendum.
Að skapa þannig anda að unglingarnir finni sig heima og örugga.
Að hugðarefnum unglinga sé sinnt.
Að ræða um þau gildi sem kirkjan stendur fyrir.
Að spegla í umræðu um unglingamenningu og ríkjandi tíðaranda kristin lífsgildi.
Markmið er að:
– ungt fólk læri að bera virðingu fyrir sköpun Guðs, sjálfu sér og öðrum,
– líti á sig sem einstaka sköpun Guðs og eflist og styrkist þannig sem manneskjur,
– njóti samvista með öðrum án fordóma eða eineltis,
– njóti sín í hópi jafnaldra án vímuefna.
Leiðir:
Að leiðtogar sýni í verki virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og séu til fyrirmyndar.
Að gera unga fólkið læst á jákvæðar og neikvæðar fyrirmyndir.
Að koma til móts við þarfir hvers og eins og stuðla að því að hæfileikar allra fái að
njóta sín með fjölbreyttu starfi.
Að hafa skýra afstöðu til hverskonar vímuefnanotkunar og fylgja vímuvarnastefnu
þjóðkirkjunnar.
Að stuðla að meðvitund um umhverfisvernd, þróunaraðstoð og neyðarhjálp og skyldu
okkar sem kristinna einstaklinga.
Að stuðla að meðvitund um jafnrétti kynjanna og halda á lofti virðingu fyrir
minnihlutahópum.
Markmið er að:
-ungt fólk öðlist jákvæða lífssýn og sé vakið til umhugsunar um kristin gildi og
siðferði, með því að:
-rækta með sér náungakærleika,
-rækta með sér samkennd, samhygð, umburðarlyndi og ábyrgðarkennd.
Leiðir:
Að ræða um kristinn mannskilning og siðferðilega afstöðu.
Að kenna um Jesú Krist sem fyrirmynd.
Að fræða um gildi hjálparstarfs og veita tækifæri til að taka þátt í slíku starfi.