Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 158
158
2.3.2 Hjálpræðisverkið
Markmiðið er:
að fermingarbörnin læri að þekkja Guð sem soninn, Jesúm Krist og hjálpræðisverk
hans.
Mikilvæg áhersluatriði:
- Líf Jesú – starf og boðskapur.
- Jesús – maður og sonur Guðs.
- Synd, fyrirgefning, frelsun.
- Krossdauði, upprisa, uppstigning, endurkoma.
2.3.3 Heilagur andi – sakramentin
Markmiðið er:
að fermingarbörnin læri að þekkja og upplifa Guð sem Heilagan anda,- sem er að
verki í kirkjunni í gegnum orðið og sakramentin og sem vekur trú og kærleika og sem
er nær, hér og nú, til að hjálpa, hugga og örva til góðra hluta, í helgihaldi kirkjunnar
sem og í lífinu öllu.
Mikilvæg áhersluatriði:
- Heilagur andi að verki, kirkjan og söfnuðurinn.
- Guðs orð og sakramenti: skírn og kvöldmáltíð.
- Trú og kærleikur sem gjafir Heilags anda.
- Trúboð.
- Kærleiksþjónusta.
- Safnaðarstarf.
- Guðsþjónusta.
- Hæfileikar, talentur fermingarbarnsins sjálfs.
- Listsköpun.
2.3.4 Bænin
Markmiðið er:
að fermingarbörnin læri og upplifi að bænin og guðþjónustan eru leiðir til að tala við
Guð og finna fyrir nærveru hans.
Mikilvæg áhersluatriði:
- Kirkjuárið, kristin tákn, litir kirkjuársins, kristnar hefðir.
- Trúarjátningin, Faðirvorið.
- Bænir og bænalíf.
2.3.5 Biblían
Markmiðið er:
að fermingarbörnin læri að þekkja boðskap Biblíunnar og að þau geti flett upp í
henni og notað til að styrkja trú sína og andlegan þroska.
Mikilvæg áhersluatriði:
- Biblían - Guðs orð.
- Læra að nota Biblíuna – geti m.a. flett upp í henni.
- Þekkja valdar biblíusögur (bæði úr GT og NT).
- Biblían verði þeim handgengin.
2.4 Lok fermingarfræðslunnar
Markmiðið er:
að fermingarbörnin geti lagt mat á fermingarstörfin, geti tjáð sig um þýðingu
fræðslunnar fyrir þau sjálf og mikilvægi fermingarathafnarinnar.
Mikilvæg áhersluatriði:
- Sjálfsmat – hvað hef ég lært? – fræðslan dregin saman.