Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 17
17
biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar, dags. 4.
september 1998, skerðist ekki meira en um 5% árið 2011 miðað við greiðslur úr
ríkissjóði árið 2010.
Samþykki þjóðkirkjunnar á ofangreindri 5% skerðingu verði háð því að fjárhæð
sóknargjalda árið 2011 breytist ekki frá árinu 2010 og verði 767 krónur á mánuði á
hvern gjaldanda 16 ára og eldri og fjárhæð framlaga ríkissjóðs til kirkjugarða og
kirkjugarðasjóðs lækki ekki um meira en 5% frá árinu 2010.
Samkomulag um niðurskurð fjárframlaga til þjóðkirkjunnar skal gert með fyrirvara
um samþykki kirkjuþings og alþingis og gildi einungis fyrir árið 2011.
Tillaga II
Kirkjuþing 2010 (aukakirkjuþing) samþykkir að fela kirkjuráði að bregðast við niður-
skurðarkröfu ríkisins á fjárlagalið biskups Íslands 2011 m.a. með eftirtöldum
ráðstöfunum:
1. Til framkvæmda komi áramótin 2010/2011 niðurlagning þeirra þriggja prests-
embætta sem kirkjuþing hefur nú þegar ákveðið að verði lögð niður.
2. Lögð verði niður sem svarar fjórum stöðugildum prestsembætta.
3. Starfshlutfall starfsmanna Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar lækki úr 100%
í 90%.
4. Námsleyfi verði 10 mánuðir árið 2011 í stað 36 mánaða árið 2009.
5. Fækkun prófastsdæma úr tólf í níu.
6. Almennur 10% sparnaður í rekstri embættis biskups Íslands.
7. Sala fasteigna.
8. Framlag Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs til prestsþjónustu, rekstrar og
stofnkostnaðar.
9. Tímabundin lántaka.
Greinargerð
Árið 2010 var um 10% niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til þjóðkirkjunnar
miðað við fjárlög 2009 eða 471,4 m.kr. að meðtöldum sóknargjöldum. Án þeirra var
um að ræða 253,4 m.kr. niðurskurð. Niðurskurði þessum var mætt með fækkun
prófastsdæma úr 15 í 12, námsleyfi presta voru stytt um 20 mánuði, rekstrarkostnaður
presta og prófasta var lækkaður um 10% og embætti þriggja sérþjónustupresta er-
lendis voru lögð niður. Dregið var úr greiðslum vegna yfirvinnu starfsfólks
Biskupsstofu, ekki var ráðið í störf þeirra sem hættu, þóknanir vegna fundarsetu voru
lækkaðar um 10% og almennur rekstrarsparnaður var um 10%. Áhrif breytinga á
prófastsdæmum og prestakallaskipan koma að jafnaði ekki fram fyrr en að ári vegna
greiðslu biðlauna. Framlög frá Jöfnunarsjóði sókna og kirkjumálasjóði brúuðu bilið
árið 2010.
Árið 2011 má reikna með að niðurskurður verði svipaður. Nú standa yfir viðræður við
ríkið um niðurskurð á fjárlagalið þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð hefur óskað eftir því að
sóknargjöld verði ekki skert frá því sem er árið 2010 og að skerðing á öðrum
fjárlagaliðum verði ekki meiri en 5%.
Kirkjuráð hefur unnið fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sem miðast við mismunandi
forsendur, þ.e. 5%-7,5% og 9% niðurskurð á fjárlagaliðnum er fylgiskjal með málinu.