Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 147
147
Formáli
Námskrá þessi er hugsuð fyrir fræðslustarf þjóðkirkjunnar og á hún að skapa umgjörð
utan um fræðslustarfið í heild sinni. Hún er stefnumarkandi og er henni ætlað að hafa
áhrif á mótun fræðslustarfs þjóðkirkjunnar í landinu.
Námskráin er fyrir starfsfólk safnaða að velja leiðir og fræðslu sem talin er henta
kirkjustarfinu á hverjum stað. Hún á einnig að þjóna því hlutverki að vera
umræðugrundvöllur um fræðslustarfið og um leið að veita upplýsingar um starfið út á
við. Námskráin á auk þess að vera leiðbeinandi fyrir þá aðila sem semja efni fyrir
kirkjulegt fræðslustarf.
Námskráin er rammi og viðmið fyrir söfnuði sem vilja semja safnaðarnámskrá þar
sem tekið er mið af aðstæðum og þeim áherslum sem söfnuðurinn vill hafa í
fræðslustarfi sínu.
Námskráin á að veita safnaðarfólki, foreldrum og fólki almennt upplýsingar um
markmið, inntak og skipulag fræðslustarfs kirkjunnar.
Námskráin þarf að vera í stöðugri endurskoðun með það fyrir augum að hún megi
gagnast sem best, á hverjum tíma, við skipulagningu og framkvæmd fræðslustarfs
kirkjunnar.
Námskrá þessi byggir á ýmsum gögnum sem þegar eru til, þau hafa verið endurbætt,
en sumt er samið frá grunni. Tekið er mið af stefnumarkandi gögnum sem þjóðkirkjan
hefur þegar samþykkt og birt. Námskráin er unnin í nánu samstarfi við sr. Halldór
Reynisson, verkefnisstjóra fræðslusviðs, og sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur,
verkefnisstjóra á Biskupsstofu.
Bestu þakkir til allra sem á einn og annan hátt hafa komið að þessu verki.
Undirritaður tók að sér að vinna þetta verk með hag og framgang fræðslustarfs
þjóðkirkjunnar í huga.
Dr. Gunnar E. Finnbogason
Inngangur
Tekin hefur verið saman heildstæð námskrá fyrir fræðslustarf kirkjunnar undir
yfirskriftinni Að vísa veginn – fræðsla þjóðkirkjunnar frá vöggu til grafar, sem hér
birtist. Við samantekt hennar hefur verið gengið út frá þeim áherslum sem er að finna
í Fræðslustefnu þjóðkirkjunnar sem tók gildi 1. júlí 2005. Þar segir, með vísun í
samþykkt kirkjuþings 2003, að: Fræðsla kirkjunnar hafi það að markmiði að styrkja
hvert og eitt okkar til þess að öðlast dýpri skilning á kristinni trú og þroskast sem
manneskjur. Ennfremur segir að vilji kirkjunnar sé:
• að fræðslan sé heildstæð og nái til fólks á öllum æviskeiðum,
• að horft sé sérstaklega til þeirra sem ala upp komandi kynslóðir og styðja þau í
því verki að koma börnunum til manns í trú, von og kærleika.
Grundvöllur fræðslustarfsins er: … skírnarfræðslan sem hefur það að markmiði að
styrkja og fræða hin skírðu á ólíkum æviskeiðum og við margvíslegar aðstæður í
lífinu. Talað er um frumskyldu kirkjunnar í þessu sambandi.
Til að ná betur til ákveðins aldurshóps með fræðslu og til að geta mætt betur þörfum
hvers hóps fyrir sig er starfinu skipt upp eftir aldursskeiðum. Í Fræðslustefnu
þjóðkirkjunnar er þetta orðað svo: Til að ná betur utan um það [fræðslustarfið] er því
skipt niður eftir aldursskeiði mannsins frá vöggu til grafar og um leið lögð áhersla á
þau viðfangsefni lífsins sem þá blasa við hjá hinum skírða einstaklingi.
Við aldursskiptinguna er gengið út frá fimm meginflokkum:
1. Barnafræðsla – foreldrafræðsla.
2. Fermingarfræðsla.