Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 61
61
dóttir, djákni, Hallgrímskirkju/Biskupsstofu, sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur og
kirkjuráðsmaður, Vestmannaeyjum, Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar
Dómkirkjusóknar og formaður leikmannaráðs, og sr. Þorvaldur Karl Helgason,
biskupsritari, Biskupsstofu, og var hann formaður nefndarinnar. Starfsmaður nefndar-
innar var sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri, Biskupsstofu. Fram-
kvæmdanefnd þriggja nefndarmanna starfaði með starfsmanni. Skýrsla nefndarinnar
liggur nú fyrir þinginu í formi tillögu til þingsályktunar í 7. máli.
6. mál. Þingsköp
Kirkjuþing 2009 samþykkti nýjar starfsreglur um þingsköp sem hafa verið birtar í
Stjórnartíðindum. Undirbúningur kirkjuþings 2010 hefur verið á grundvelli hinna nýju
starfsreglna og hafa m.a. þingmál verið kynnt á þingmálafundum í samræmi við
reglurnar og þau birt á vef kirkjuþings.
7. mál. Starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2009 samþykkti nýjar starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóð-
kirkjunnar. Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum. Nánar verður vikið að
breyttri tilhögun fasteignamála kirkjunnar hér á eftir.
8. mál. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
Á kirkjuþingi 2009 voru samþykktar nýjar starfsreglur um Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar. Þar er kveðið á um breytta tilhögun því stjórn Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar er aflögð. Starfsemin lýtur faglegri forystu biskups Íslands, en heyrir að
öðru leyti undir kirkjuráð. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður sé prestsvígður. Vegna
fjárhagsstöðu kirkjunnar var frestað að ráða prestsvígðan forstöðumann að svo stöddu.
Einnig er verið að kanna hvort unnt sé að flytja starfsemina í húsnæði kirkjumálasjóðs
í Grensáskirkju til að unnt sé að lækka húsnæðiskostnað. Leigusamningur um
húsnæði Fjölskylduþjónustu kirkjunnar að Klapparstíg 25-27 er bundinn til ársins
2013 en leitað verður leiða til að framleigja það húsnæði.
Starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar eru fjórir í rúmlega þremur stöðugildum, einn sál-
fræðingur og þrír félagsráðgjafar, öll með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og
handleiðslu. Það eru þau Elísabet Bertha Bjarnadóttir félagsráðgjafi, Benedikt
Jóhannsson sálfræðingur, Guðlaug Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Rannveig
Guðmundsdóttir félagsráðgjafi. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi starfsemi
Fjölskylduþjónustunnar, bæði til að veita fjölskyldum stuðning en og vígðum þjónum
kirkjunnar starfshandleiðslu.
9. mál. Umhverfisstefna þjóðkirkjunnar og umhverfisstarf í söfnuðum
Kirkjuþing 2009 staðfesti umhverfisstefnu kirkjunnar og áætlun um umhverfisstarf í
söfnuðum og stofnunum þjóðkirkjunnar og fól kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd
hennar. Kirkjuráð vísaði málinu til biskups og var gefinn út bæklingur um
umhverfisstefnuna sl. vor. Einnig var stefnan kynnt víða, s.s. á Prestastefnu 2010, á
Leikmannastefnu 2010, á Innandyranámskeiðum um land allt og á kynningarfundum í
nokkrum sóknum. Umhverfisráðherra var einnig kynnt stefnan. Einn söfnuður hefur
mótað sér umhverfisstefnu á grunni umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar og einnig hefur
Biskupsstofa mótað slíka stefnu fyrir stofnunina. Þá hefur Ljósaskrefið, vinnuhefti
umhverfisstarfsins, verið sent öllum prestum landsins til kynningar og málþing um
umhverfismál var haldið í Skálholti á Jónsmessu 2010.