Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 75

Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 75
 75 19. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009 Kirkjuráð hefur fjallað um greiðslumark á prestssetrum og ákveðið að leggja til við kirkjuþing að reglum um meðferð greiðslumarks verði bætt við starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjumálasjóðs frá 2009. Þessar tillögur til breytinga munu ekki hafa áhrif á gildandi haldsbréf. 21. mál. Tillaga til þingsályktunar um viðaukasamning við Samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 Um er að ræða sams konar viðaukasamning og kirkjuþing 2009 samþykkti til eins árs. Viðaukasamningurinn felur í sér að þjóðkirkjan fellst á að leggja sitt af mörkum og hreyfir ekki andmælum við að framlög ríkisins samkvæmt samningi frá 10. janúar 1997 verði lækkuð á árinu 2011 til samræmis við almennan niðurskurð á fjárlögum. III. Stofnanir, nefndir og starfshópar sem kirkjuráð skipar Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyrr hefur verið greint frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á. Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að í nefndum sem kirkjuráð skipar sitji þrír menn og þrír til vara til fjögurra ára og er skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Samkvæmt því ber að skipa aftur í nefndirnar á árinu 2011. Stofnanir sem eru á forræði kirkjuráðs og nefndir og starfshópar kirkjuráðs eru eftirfarandi: Skálholt Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður eru ein rekstrareining. Stjórn Skálholts starfar í umboði kirkjuráðs. Stjórnin er skipuð þannig að vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, er formaður og aðrir í stjórn eru kirkjuráðsmennirnir sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Varamenn eru sr. Halldór Gunnarsson og Sigríður M. Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri Skálholts er Hólmfríður Ingólfsdóttir og rektor Skálholtsskóla er dr. Kristinn Ólason. Gestastofa Reist hefur verið færanlegt hús við vesturenda Skálholtsskóla sem gestastofa og sýningarhús. Sögusýning hefur verið sett upp í húsinu. Þorláksbúð Kirkjuráð hefur heimilað fyrir sitt leyti að félag áhugafólks um Þorláksbúð fengi að reisa tilgátuhús á rúst hinnar gömlu Þorláksbúðar. Fjármál Skálholts Tekjur ársins 2010 hafa reynst mun lægri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Það má m.a. skýra með afpöntunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en erlendir gestir sem höfðu tilkynnt komu sína í Skálholt voru ragir við að koma til landsins og við það lækkuðu tekjur Skálholts um 66% í júní milli áranna 2009 og 2010. Stjórn Skálholts hefur hækkað verðskrá vegna gisti- og veitingaþjónustu. Þá dróst að opna gestastofuna en jafnframt hafa mun færri sótt sögusýninguna þar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kirkjuráð hefur beint því til stjórnar Skálholts að láta vinna úttekt á rekstri Skálholts hvað varðar verðlagningu þjónustu, starfsmannahald o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.