Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 127
127
25. kafli. Stjórnsýsla – Skipulag – Starfseiningar
Helstu starfseiningar þjóðkirkjunnar eru sóknir, prestaköll, samstarfssvæði,
prófastsdæmi og biskupsdæmi.
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka.
Kirkjuráð sem kosið er af kirkjuþingi og leitt af biskupi Íslands fer með
framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar.
Biskupsstofa er embættisskrifstofa Biskups Íslands. Þar er einnig skrifstofa kirkjuráðs
og kirkjuþings.
25.1 Sóknir
Kirkjusókn er félag þess fólks innan þjóðkirkjunnar sem býr innan landfræðilegra
sóknarmarka. Í 4. kafla er fjallað um sóknina sem grunneiningu hins kirkjulega starfs.
Um þjónustu sóknarinnar er fjallað í kafla 5 – 9.
Sóknir landsins 1. desember 2009 voru 273. Stærðir sóknanna skiptast svo:
67 sóknir hafa færri en 50 sóknarbörn,
58 sóknir hafa 50-100 sóknarbörn,
69 sóknir hafa 100-300 sóknarbörn,
23 sóknir hafa 300-750 sóknarbörn,
22 sóknir hafa 750 – 2500 sóknarbörn,
34 sóknir hafa fleiri en 2500 sóknarbörn.
Aðstaða sókna til að sinna grunnþjónustu er mismunandi og því er samstarf sókna
innan svæða nauðsynlegt til að tryggja þá þjónustu.
Í hverri sókn er sóknarnefnd, þrír til níu nefndarmenn eftir stærð sóknar og jafnmargir
til vara. Þeir eru kosnir á aðalsafnaðarfundi sem er haldinn árlega.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknarnefndar
og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald
innan sóknarinnar í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða
lögmæltum ákvörðunum.
Um hlutverk sóknar er fjallað í köflum 4- 9. Um sóknir og sóknarnefndir er einkum
fjallað í lögum nr. 78/1997, í starfsreglum nr. 1026/2007 um skipulag kirkjunnar í
héraði og í starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998.
25.2 Prestaköll
Ein eða fleiri sóknir mynda prestakall, sem er landfræðileg afmörkun starfssvæðis. Í
hverju prestakalli skal vera einn sóknarprestur en í fjölmennum prestaköllum er
heimilt að skipa fleiri presta en einn. Ákvæði um prestaköll er að finna í lögum um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og í starfsreglum um skipulag
kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007.
25.3 Samstarfssvæði
Sóknum þjóðkirkjunnar er hér skipt niður í samstarfssvæði sem einkum eru miðuð við
að tryggja reglubundið helgihald og aðra grunnþjónustu á tilteknu afmörkuðu svæði.
Svæðin ná yfir nokkrar sóknir þar sem telja má að sóknarbarn geti sótt þjónustu
kirkjunnar, þótt þjónustan sé ekki í boði í sókn viðkomandi. Þá er og litið til þess að