Gerðir kirkjuþings - 2010, Blaðsíða 87
87
og eldri í þjóðkirkjunni og hefði átt að hækka um 6,1% í janúar 2009 eða í 925 kr. á
mánuði. Sóknargjöldin voru hins vegar með lagasetningu lækkuð í byrjun árs 2009 í
855 kr. og aftur með annarri lagasetningu 1. júlí 2009 í 811 kr. á mánuði út árið.
Sóknargjöld urðu því að meðaltali 833 kr. fyrir allt árið 2009. Árið 2010 eru
sóknargjöld 767 kr. á mánuði og lækka í 698 kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2011.
Sóknargjöld lækka alls um 168 m.kr. árið 2011 eða 9,6% miðað við fjárlög 2010. Ef
miðað er við óskertan grunn sóknargjalda árið 2010 eru sóknir að taka á sig 780 m.kr.
skerðingu eða 32% - því ef sóknargjaldið hefði verið reiknað samkvæmt óbreyttum
lögum ætti það vera 1.031 kr. árið 2010.
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Lögboðið framlag í Jöfnunarsjóð sókna er 18,5% af sóknargjöldum til viðbótar við
sóknargjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2011 lækkar framlag í Jöfnunarsjóð um 9,3 % frá fjár-
lögum ársins 2010 um 31 m.kr. Ef fjárlagafrumvarp 2011 er borið saman við óskertan
grunn sóknargjalda árið 2010 er um 32% niðurskurð að ræða eða um 144 m.kr.
Miðað við stöðu ábyrgðadeildarinnar í árslok 2009 er heimild til ábyrgðaveitinga um
950,9 m.kr. samkvæmt ársreikningi. Veittar ábyrgðir voru á sama tíma um 315,4
m.kr. Samkvæmt tilmælum Ríkisendurskoðunar ákvað kirkjuráð að óska eftir því við
dómsmála- og mannréttindaráðuneytið að breyta reglugerð og lækka höfuðstól
ábyrgðadeildar sjóðsins. Miðað við þær breytingar getur sjóðurinn ábyrgst um 460
m.kr.
Rekstraráætlun Jöfnunarsjóðs sókna 2011 - í milljónum króna
Tekjur
Áætlun
2011
Rauntölur
jan. - sept.
2010 Áætlun 2010
Fjárhæð
til umráða
okt.-
des.2010 %
Rauntölur
2009
Framlag ríkis 302,0 235,9 333,0 97,1 29,2% 361,7
Vaxtatekjur 5,0 2,1 10,0 -7,9 -50,0% 17,3
Tekjur samtals 307,0 238,0 343,0 -105,0 -10,5% 379,0
Gjöld
Framlag til Kirkjumálasjóðs 59,1 75,5 75,5 0,0 0,0% 107,6
Kostnaðarhlutd. í rekstri Biskupsstofu 5% af framlagi15,1 16,7 16,7 0,0 0,0% 19,0
Framlag v. starfsm. og verke. Jöfnunarsj. 15,3 18,0 18,0 0,0 0,0% 18,2
Framlög til sókna 202,5 174,8 172,7 2,1 1,2% 260,8
Til Biskupsstofu v. hagr.kröfu ríkis 2011 15,0 67,5 82,0 -14,5 *** 26,3
Gjöld 307,0 352,4 364,8 -12,4 -3,4% 431,9
Tekjuafgangur/-tekjuhalli 0,0 -114,4 -21,8 -52,9
Fyrri umræða um úthlutun Jöfnunarsjóðs sókna til sókna fór fram á fundi kirkjuráðs í
október 2010, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða úthlutanir og gera breytinga-
tillögur. Gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sókna greiði Biskupsstofu 15 m.kr. til að
mæta niðurskurði hjá 06-701 Þjóðkirkjunni. Í fjárhagsáætlun 2011 er gert ráð fyrir að
15% af ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs renni inn í Kirkjumálasjóð eins og undan-
farin ár vegna styrkja til kirkjulegrar starfsemi. Við úthlutun nú úr Jöfnunarsjóði
sókna eru nýframkvæmdir að jafnaði ekki styrktar og mælst til að fresta þeim sem
hafnar eru ef kostur er.