Félagsbréf - 01.03.1963, Qupperneq 14
APRÍL-BÓK AB 19G3
iIvíta-Níl er í senn trúverðug og; listrœn frásögn af einhverjum viðburðaríkustu og örð-
uffustu landkönnunum, sem sögur fara af, — könnun Mið-Afríku og leitinni að upptökum
Nílar. Landkönnuðum þeim, sem þarna voru að verki, mættu slíkar torfærur og þrengingar,
að eftir á finnast okkur þeir höfði hærri en flestir aðrir landkönnuðir, og er þá mikið sagt.
I*eir eru hver öðrum meiri: Richard Burton, hinn ævintýraþyrsti lærdómsmaður; her-
maðurinn Speke, en gátan um dauða hans er óráðin enn í dag; Samuel Baker, óbugandi
hetja, og fagra, ungverska eiginkonan hans; hinn mikli biblíufróði Livingstone; Stanley,
blaðamaðurinn hugrakki; Gordon, sem kemur úr norðri og hlýtur hörmulegan dauðdaga,
sem lýst er af miklum skilningi; þýzki vísindamaðurinn Emin — cinna minnst þekktur, en þó
í ýmsu athyglisverðastur þeirra allra; og loks Kitchener, sem hefnir Gordons og opnar
stórfljótið Níl.
Alan Moorehead hefur hina stórbrotnu frásögn sína árið 1856, þegar Burton og Speke
hverfa hinum menntaða heimi í tvö ár. Og hcnni lýkur árið 1900, en þá er Níl í fyrsta sinni
opin leið og kunnug frá upptökum til ósa. Á þessu tímabili á scr stað þrotlaus barátta við
villta ættflokka, sjúkdóma, þrengingar og hungur. Við kynnumst liinum sérkennilegustu
innlendum ættarhöfðingjum, — og síðast, en ekki sízt þrælasölunni og skelfingum hennar.
Bókin er með registri 350 bls. að stærð auk 24 myndasíðna, brot 20í4xl4% cm. Verð til
félagsmanna AB er kr. 205.00 ób., kr. 235.00 íb.