Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 23

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 23
sætt, að þær væru í tengslum við for- sögualdir og af uppruna sem fornleif- arnar í lögunum við munnann. Kvað hann upp úr með, að fundin væru í Altamira málverk ísaldarmanna. Komu menn á staðinn handan fjalla í spurn og eftirgrennslan, en undirtektirnar urðu tregar, og reyndar mótstæðar, ef til vill af því, öðru fremur, að mik- ils metinn franskur fornleifafræðingur, Cartailhac, þvertók fyrir, að myndir þessar gætu verið svo fornar. En nú fóru fundir sem þessir að verða æ fleiri. Árið 1902 sneri Cartailhac við blaðinu, samdi hina frægu ritgerð, sem hann kallaði „Syndarjátning efa- semdamanns“, og má segja, að þá ljúki deilunum. Styrkasta leiðin til að sanna aldur hinna máluðu og ristu hellamynda og annarra bergmynda er að tengja þær við lög. Alloft er það svo í hellunum, að brot hafa dottið úr myndum og niður í gólfin, og þar með eru þau ekki án tengsla, ef svo er um skil- yrðin, að þau leyfi, að rakið verði í lögum. Jafnan er málið ekki mjög ein- falt. Menn hafa málað og höggvið myndir í sömu hellum um mjög langt skeið, oft svo skiptir þúsundum ára. Þar sem svo er, eru bæði margs konar myndir, sem flokka þarf, og lög eftir menn í gólfi. Leið hefur opnazt með hinni alþekktu Carbon 14 aðferð, sem er mæling á geislavirku kolefnisinni- haldi fornra leifa til ákvörðunar á aldri þeirra. Byrjað er að nýta hana á þessu sviði, þ.e. í rannsókn hinna myndskrýddu hella frá ísöld, og má búast hér við gagnlegum upplýsingum. Varla er komið nógu margt fram til að auðvelt sé, að byggja frá henni heildarsýn, er grípi mjög að öllu. Til þess að hrúa bilið og rekja þró- unina grípa menn til annarra ráða og óneitanlega hæpnari. Helzt er það samanburður myndverka með hliðsjón af viðfangsefnavali, tækni og stíl. Leyfa almenn stíleinkenni niðurskipun á hinum ýmsu verkum með tilliti til staðfræðilegrar útbreiðslu og listþró- unar. Á að vera unnt að sjá heildir í tíma. Sá sem mest hefur látið að sér kveða í þessu er franskur maður, Henri Breuil ábóti. Hann hirti árið 1934 mikils háttar yfirlit um þróun hellaskrúðsins í Frakklandi og á Norður-Spáni. Hafði hann þá unnið að athugunum í þrjátíu og tvö ár, skoðað og dregið upp eftirmyndir af ótrúlegum fjölda mynda og heimfært þær undir nokkur þróunarskeið og þau í hringsveipsbrautum. Er enn mjög vitnað til kerfis hans. Hann greinir tvo stóra hringsveipi í hellalist svæðis- ins. Frá þeim verður skýrt. 3. Nauðsynlegt er að sjá listina í Ijósi hins daglega lífs veiðilýðsins, sem um ræðir, við bólstöðvarnar og úti á veiðilendunum. Vopnin eru nú skæð- ari en þau, sem Neanderdalskynið átti, verkfærin hentugri og aðalefnið, tinn- an, er slegið af fullkomnun í gerðum þeim, sem fyrir voru og nú aðhæfðust. Tinna er mjög örðugt smíðaefni. Nú- FÉLAGSBRÉF 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.