Félagsbréf - 01.03.1963, Page 24

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 24
tímamenn hafa reynt að líkja eftir tinnuáhöldum frá forsögutímum af forvitni sinni og ekki haft þá annað til smíðanna en við og tinnuklumpa. Svo fremi ég veit, liafa slíkar tilraunir sannað, að smíðalist þessi er dýr erfða- hlutur frumborinna og aldrei á færi byrjenda. Mun sárafátt til af vel slegnum tinnugripum eftir menn þessa. Eftir að Aurignacskeiðið hefst í Vestur- Evrópu með hinum aðfluttu, og ég mun koma að þessu tímabili, er og gert mikið úr beini, horni og loks fílabeini. Vera kann, að boginn sé og kominn til sögunnar, en það er ósann- að. Hins vegar veiða menn sér til mat- ar með skutli og slöngvara. Veiðidýrin voru mörg alla síðustu ísöldina. Hreinn- inn var mjög veiddur, einkum þegar á leið, þá mammútfíllinn, hinn ullaði nashyrningur, hjartardýr og síðast en ekki sízt vísundur. Þá hafði mönnum nú lærzt að veiða fisk í stórum stíl, var það bæði áll, silungur og lax. í þessu umhverfi blómguðust menningarheild- irnar Aurignac, Solutré og La Made- leine, hver á fætur annarri. Hin fyrsta er nefnd eftir fornleifa- stöð með þessu nafni í Frakklandi. Stóð hún lengur en báðar hinar og hefur skilið eftir minjar á stærstu svæði. Nær það frá Austur-Síberíu til Spánar. Enski fornleifafræðingurinn Grahame Clark færir þær fregnir í ný- útkominni bók sinni um forsöguna, IVorld Preliistory, að niðurstöður kol- efnisrannsókna virðist sýna, að Aur- ignac heildin sé þegar á legg komin á stórri rein í Vestur-Asíu, og austur að Afganistan, um það hil 35.000 f. Kr. Homo sapiens settist tíðum að á hinum fornu bólstöðum Vestur-Evrópu, oft á sama bletti og Neanderdalskynið, t.d. þar sem skjól var undir hellisskúta. Finnast á sama staðnum eldstæði, sorp- haugsleifar og grafir manna, og sá siður hefur verið viðhafður að greftra undir eldstæðinu. Þar sem náttúru- skýli voru torfundin, svo sem á slétt- um, fóru menn öðru vísi að. Gerðu þeir gryfju í jörðina og reistu grind yfir tóft þessa, þöktu svo grindina með húðum og jarðvegi. Hafa leifar slíkra hreysa fundizt í Mið- og Austur- Evrópu. Ástæða er að ætla, að menn hafi kunnað að sauma úr skinnum.Tjöld hafa náttúrlega stórum auðveldað mönnum að flytjast og velja aðseturs- staði. Flest og merkust listaverkin hafa fundizt í Evrópu vestanverðri, einkum í Frakklandi og Suður Spáni. Því hefur verið haldið fram, að myndlistin eigi heima hjá handverkinu og sé þaðan sprottin. Hafi menn farið að skreyta áhöld og klæðnað, híbýli og helgistaði sem í áfanga handverks. Skrautverk á að vera byrjunin. Myndlistin á stað í þróun alls og sjálf- sagt er hún ætíð handverksnyti. Elztu verkin eru hins vegar ekki skrautverk á hlutum. En bergmyndirnar eru í hellum, þar sem búið var við munna, og einnig undir býlisskútum. Þær eru eldri en áhöld með skrautverki. í sérflokki meðal stakra smámynda eru hinar litlu, kringskornu kvenlíkneskjur, 12 FÉLAGSBRÉF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.