Félagsbréf - 01.03.1963, Page 29

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 29
tengslin hér að stafa af ferðum veiðimanna. Tveir fornleifafræðingar, Johannes Maringer og Hans-Georg Bondi, hinn fyrri er Þjóðverji, sá síð- arnefndi Svisslendingur, staðhæfa með all glöggum dæmum, að á franko- kantabríska svæðinu og í nánd hafi verið uppi eins konar listaskólar.* Leiða þeir fram fundarvitneskju, er að því lýtur. Svo er mál með vexti, að á Aurignac fara að koma fram smáar málaðar og ristar myndir á litlum steinflögum, flötum, litlurn steinum og flögum úr beini og fíls- tönn. Verður þetta all stór flokkur gripa og æði merkilegur. Finnast þeir stundum margir á sama staðnum. í Limeuil í Frakklandi hafa alls fund- izt 137 ristir steinar. 1 hellinum Par- pallo á Suður-Spáni er mjög margt slíkra flaga og á þær bæði rist og málað. Eru flögurnar, sem er málað á, alls 1430. Þar segja höfundar, að séu saman komin bæði sannkölluð skóla- verk og ágæt og þroskuð myndverk. Þeir greina og frá eftirfarandi. Á stað einum í hellinum Font-de-Gaume í Dordogne, þar sem margt er úrvals- verka, er lítil fleirlit mynd af vís- undi. Er dýrið séð frá hlið og snýr höfuð til vinstri. Hún er á lengd tæp fjögur ensk fet. Menn hafa þekkt hana síðan árið 1903, og hefur Henri Breuil gert af henni víðkunna eftirmynd. * Sjá: Art in the Icc Ajje, eítir Johannes Maringer og Hans-Georg Bondt. Bókin samln frá frumdrögum Hugo Obermaiers og að honum látnum. Ensk býðing eftir Robert Allen. Ritið kom út í Bretlandi 1953. Tuttugu og þremur árum eftir að hún var uppgötvuð, fannst önnur, rist á kalksteinsflögu, nákvæmlega eins, en öll minni, steinflagan sú aðeins þrír enskir þuml. á lengd. (Mynd 3.). Er ristan sem telja má formynd hinnar, fundin í skútanum Geniére, í héraðinu Ain, en það hérað nær austur að landamær- um Svisslands. Staðurinn er í um tvö hundruð mílna fjarlægð. Höfundar telja, að góð frumdrög slík hljóti að hafa verið geymd og verið í miklum metum, geti hafa verið söluvarningur og látin á móti öðru. Einhver elztu málverk eru í býlisskúta, sem nefnist Blanchard. Hann er í Dordogne. Eru þarna við bergið lög frá Aurignac. Fornleifastöðin er fremur sjaldnefnd. Fjögur dýr eru þarna máluð á stein, dýrin líklega nautakyns, og er dregið með svörtu á rautt. Litaval verður svo ríkara, þegar á líður, en aldrei urðu litirnir mjög margir. Nær stiginn frá svörtum lit, sem er mjög ævarandi, um ljósgult, ýmis blæbrigði af brúnu og rauðu, loks er svo fjólublátt, og ar notkun þess erfiða litar all athyglisverð. Að því er sérfróðir menn telja, mun svarti liturinn fenginn úr mangani og viðarkolum, en hinir litirnir að mestu úr ýmsum tegundum okkurs. Hefur verið safnað til á jarðaryfirborði. Augljóst er ekki, hvernig farið var að við litargerðina. Getur allt verið, að duftið úr jarðefnunum hafi verið blandað feiti, eggjahvítu, blóði, eða safa úr jurtum. Eru litirnir skærir og ferskir. Breuil telur, að borið hafi FÉLAGSBRÉF 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.