Félagsbréf - 01.03.1963, Page 37
sína nema fyrir sannanir og vitna í
kraftaverk Krists því til staðfestingar.
Þess vegna er það stefna þeirra að afla
þessara sannana. Og það hefur ekki
staðið á þeim. Bók, sem t.d. ber titil-
inn „Hundrað sannanir fyrir fram-
haldslífi“ ætti ekki að þurfa að skilja
eftir neinn vafa lengur. En hví skyldi
þurfa hundrað sannanir. Ein sönnun
hefur yfirleitt þótt nóg til að sanna
eina tilgátu! Vísindamenn þykjast
venjulega góðir, ef þeir hafa sannað
tilgátu sína, og halda þá áfram rann-
sóknum sínum á grundvelli þessarar
einu sönnunar. Spiritistar aftur á móti
hranna upp sönnunum fyrir að því
er virðist löngu sannaðri tilgátu frá
þeirra hálfu. Hvað veldur því, að þeir
fást alltaf við að leggja sama kapal-
inn, fyrst liann gengur alltaf upp?
Hér er grundvallar rökvilla spiritista.
Þeir kunna ekki að gera greinarmun
á sönnun og persónulegri sannfæringu,
en það eru þessi tvö hugtök, sem
skilja á milli vísinda og trúar. Krafta-
verk Krists eru tæplega fordæmi til
eftirlíkingar fyrir venjulega menn, ef
við teljum þau bera vitni um guðdóm
hans. Tæplega má heldur líta á þau
sem sannanir fyrir einu eða neinu,
heldur aðeins tæki til að veita vantrú-
uðum frumkristninnar trú eða sann-
færingu. Kristur kvað líka skírt á um
það, að trú yrði ekki til fyrir sannanir,
heldur fyrir skilyrðislausa móttöku
Orðsins, — sannfæringu.
II.
En lítum nú á hvað spiritismi og
sálarrannsóknir hafa fram að færa á
íslandi í dag, og athugum síðan, hvað
er í rauninni vitað um þessi fyrirbæri,
og hverjar ástæður eru til að trúa á
framhaldslíf út frá þeim.
Ég hef valið þrjár bækur, allar nýj-
ar eða nýlegar, til þessarar athugun-
ar. Tvær þeirra eru íslenzkar og flest-
um kunnar, enda voru þær gefnar út
fyrir síðustu jól: Lára miðill, eftir sr.
Svein Víking, og Líf er a'S loknu þessu,
eftir Jónas Þorbergsson. Hin þriðja
er norsk, Det skjulte menneske, eftir
prófessor Harald Schjelderup, og kom
út í Osló árið 1961. Þessar þrjár bæk-
ur tel ég að ættu að vera frambæri-
legir fulltrúar fyrir þær þrjár stefnur
eða hreyfingar, sem láta sig dulræn
fyrirbæri skipta, og ættu að endur-
spegla skoðanir þeirra. Hin fyrsta,
Lára miSill, er skrifuð af einum stjórn-
armeðlimi í Sálarrannsóknarfélagi Is-
lands. Önnur Líj er aS loknu þessu,
er eftir einn okkar þekktasta og sann-
færðasta spiritista. Og hin þriðja, Det
skjulte menneske, er skrifuð af þekkt-
um sálfræðingi, sem reynir að kryfja
til mergjar þá vitneskju, sem við höf-
um um dulræn fyrirbæri og leggja vís-
indalegt mat á þá vitneskju.
Bók séra Sveins Víkings, Lára
miSill, fjallar um miðilinn Láru Ágústs-
dóttur, líf hennar og starf svo langt
sem það nær. Hún hefst á forspjalli
um dulræn fyrirbæri og skýringar
þeirra, en síðan rekur höf. nokkuð
æskuár Láru og fyrstu kynni hennar
af sálarrannsóknum. Meginhluti bókar-
innar, tæpur helmingur, er svo safn
frásagna sjónar- og heyrnarvotta af
dulargáfu og miðilsstarfi Láru. Þá er
rakinn svonefndur fræðslufundur, þar
sem segir frá öðrum heimi, en síðan er
FÉLAGSBRÉF 25