Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 38
viðtal við Láru sjálfa í léttum tón. Að lokum dregur höf. nokkrar ályktanir frá eigin brjósti. Svo sem flestum er kunnugt var Lára álitin merkilegur miðill, unz upp komst um vísvitandi blekkingar hjá henni í þessu starfi. Urðu af því réttarhöld og fékk hún sinn dóm fyrir. Ætla ég ekki að orðlengja um það. En þó er hið fyrsta sem athygli vekur við lestur þessarar bókar, að höf. gerir enga til- raun til að kryfja það mál til mergjar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli, ef meta skal hæfileika hennar og þált hennar í að renna stoðum undir kenn- ingar spiritismans. Fyrst einn af fremstu mönnum sálarrannsókna hér á landi telur Láru slíkan miðil, að vert sé að skrifa um hana bók, hlýtur hann einnig að geta skýrt, a.m.k. frá andlegu sjónarmiði, hvers vegna tókst að koma yfir hana veraldlegum lög- um. En með þögn sinni staðfestir höf. aðeins réttlætingu dómsins frá báðum sjónarmiðum. Og með því er forsenda bókarinnar horfin. Eftir stendur kona, sem ef til vill hefur unnið málstað spiritista og sálarrannsókna meira ógagn en nokkur annar hér á landi. Að vísu segir meginhluti bókarinnar frá ýmsu því af miðilsfundum Láru, sem ekki hefur verið afhjúpað, eða skyggnilýsingum, sem ekki fást í fljótu bragði skýringar á. En við eigum til hundruð slíkra frásagna, og er því til lítils að bæta við fleiri alls órannsökuðum og því gagnlausum þjóðsögum af þessu tagi. En í leit okk- ar að sannleikanum í jafn viðkvæmu máli og því, er varðar líf eftir dauð- ann eða skýringar á fyrirbærum, sem 26 FÉLAGSBRÉF yfirnáttúrleg virðast, hlýtur það að vera fyrsta skilyrðið, að þau tæki, sem notuð eru, séu í fyllsta máta gallalaus. Um leið og vart verður við galla í vísindatæki getum við ekki notað það aftur til gagns fyrr en það hefur verið lagfært. Og ef tækið er mannssálin og gallinn er siðferðilegur, kunnum við engin örugg ráð til lagfæringar. Við hljótum að hætta að nota tækið og vona að önnur reynist betur. Þann- ig hefur Lára miðill reynzt ónýtt tæki til sálarrannsókna. Aftur á móti er hún sjálf enn í fullu gildi sem rannsókn- arefni og þar með öll hennar fyrir- bæri, sem ekki hafa fengizt fullnægj- andi skýringar á, eftir því sem hægt er, en því rannsóknarefni er ekki sinnt í bók sr. Sveins. í forspjalli sínu lýsir höf. helztu dul- rænum fyrirbærum. Hann drepur á nokkrar þær skýringar, sem fram hafa komið, minnist á trúarlega andúð gegn sálarrannsóknum og það sjónar- mið að telja öll dulræn fyrirbæri blekkingar. Þá fjallar hann nokkuð um þá, er vilja skýra dulræn fyrirbæri á „eðlilegan hátt“. í framsetningu höf. eru þær skýringar alltorkennilegar, enda reynir hann að banda þeim frá sér og telur ólíklegt, að þær geymi allan sannleikann. I síðasta lagi er svo skýring spiritismans, sem „er ekki að- eins sú sem beinast liggur við og eðli- legust sýnist, heldur er hún sú eina, sem enn er fram komin, sem skýrt getur að minnsta kosti mörg þessara fyrirbæra“ (bls. 28). Þetta eru frem- ur varfærnisleg orð og stinga því nokk- uð í stúf við þá gagnrýnislausu afstöðu með spiritismanum, sem fram kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.