Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 39

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 39
síðar í bókinni, en þar eru öll fyrir- bœri Láru sett fram sem skýr vitneskja að handan, jafnvel þótt einfaldari skýr- inga sé oft skammt að leita. Á aðra hluta bókarinnar tel ég ekki þörf að minnast frekar. í heild sinni er bókin þokkalega skrifuð, en afstaða höf. er heldur loðmulluleg. Að öðru leytinu vill hann láta sem hann sé for- dómalaus og taki alvarlega til greina það, sem vísindin hafa fram að færa til skýringar á dulrænum fyrirbærum. Að hinu leytinu meðtekur hann svo gagnrýnislaust skýringar spiritismans. Ef þessi tvöfeldni túlkar á einhvern hátt afstöðu Sálarrannsóknarfélags Is- lands verður að ætla að félagið sé í eðli sínu spiritistafélag, sem hafi yfir sér einhvern hjúp gervivísinda. III. Bók Jónasar Þorbergssonar, Líf er aS loknu þessu, er að meginefni um miðilinn Hafstein Björnsson, líf hans og starf, en sem kunnugt er, þá er Haf- steinn þekktastur starfandi miðla hér á landi. Bókin hefst á eins konar inn- gangi, þar sem greint er frá grundvall- ar kenningum spiritismans. Síðan segir frá uppvexti Hafsteins, þróun miðils- hæfileika hans, þjálfun og miðilsþjón- ustu. Kafli er um sálfarir hans til annarra heima. Þá er löng frásögn um einn af stjórnendum hans, sem segir frá jarðlífi sínu á 18. öld og fram- haldslífi sínu hinum megin. Að bókar- lokum ræðir höf. nokkuð stöðu spirit- ismans og tengsl hans við trúarbrögð. Þessi bók er annars eðlis en bók sr. Sveins um Láru. Sannfæring höf. birtist strax í titli bókarinnar, og hann er óhræddur við að gera fulla grein fyrir trú sinni. Hann segir (bls. 12) að hann sé „spiritisti staðfastlega sann- færður um framlíf allra manna eflir líkamsdauðann. Línur þær sem ég festi hér á blað, verða því ekki markaðar getgátum, hálfyrðum eða tæpitungu að því er varðar sjálfa meginundirstöðu spiritismans: Fullvissuna um framlíf mannanna og samband mannlegra sálna þeirra, sem enn dveljast holdi klædd- ar í jarðneskum efnisheimi og hinna, sem framliðnar eru til andlegrar til- vistar.“ Bókin er vel unnin og ber vott um samvizkusemi og heiðarleika í hugsun. Höfundi er spiritisminn greini- lega alvörumál, og það fer ekki hjá því að lesandinn beri virðingu fyrir afstöðu hans. Að vísu hnýtir hann svo- lítið í vísindin, svo sem eðlilegt er, þar eð skýringar þeirra ganga oftast í berhögg við spiritismann. En mein vísindamannanna er, að „þeir eru ekki komnir á það stig að gera vísindalegan greinarmun efnis og anda.“ (bls 8). En það hefur spiritisminn auðvitað þeg- ar gert með einni gefinni forsendu. Sem ssgt: Það sem við ekki skiljum hérna megin, hlýtur að vera komið hinum megin frá. Miðilsþjónusta Hafsteins er hér skráð af samvizkusemi og nærfærni enda þótt aðeins eitt sjónarmið ráði túlkun þess efnis, sem hér kemur fram. Það er auð- sætt að hér er maður, sem búinn er ó- venjulegum sálrænum eiginleikum, hvers eðlis sem þeir kunna að vera, og væri skaði, ef þeir yrðu ekki rannsakaðir nánar. Hér væri verkefni fyrir Sálar- rannsóknarfélag íslands að beita sér fyrir því, að hann verði rannsak- FÉLAGSBRÉF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.