Félagsbréf - 01.03.1963, Page 40
aður af hlutlausum kunnáttumönnum.
Fyrir höf. er heimur Hafsteins raun-
verulegur. Ekki aðeins framliðnir geta
komizt í samband við okkur, heldur
eru allt í kringum okkur huldufólk.
búálfar, Ijósálfar, dvergar, í stuttu
máli allt sem ævintýrin hafa sagt okk-
ur frá. Ef við viljum trúa, að miðill-
inn hafi í rauninni haft samband við
framliðna, þá verðum við einnig að
trúa á allt hitt, huldufólkið og álfana,
dvergana og jólasveinana. Ofin inn í
gamla íslenzka þjóðtrú er svo austræn
dulspeki um þroskastig framhaldslífs-
ins, biðheima, astralsvið og endurfæð-
ingu. Að bókarlokum reynir höf. svo
að fella inn í þetta helztu atriði krist-
innar trúar, en gengur erfiðlega. Hann
ásakar kirkjuna fyrir þröngsýni og
hvetur hennar menn til að „afla sér
nútímaþekkingar“ um framhaldslíf.
IV.
Bókin Det skjulte menneske er að
flestu ólík þeim tveim, er að framan
greinir. Grundvöllur hennar er mun
breiðari. Ekki er fjallað um neinn
einn miðil eða settar fram lýsingar á
því sem við köllum dulræn fyrirbæri
í þröngum skilningi. Bókin umtekur hið
djúpa og dulda í sálarlífi mannsins,
hins veraldlega þessa heims manns.
Höfundurinn, próf. Harald Schjeld-
erup er einn kunnasti sálfræðingur á
Norðurlöndum, gáfaður og mikilhæfur
vísindamaður. Hann lætur sér fátt
mannlegt óviðkomandi og er órag-
ur við að takast á við verkefni,
sem margir hafa heykzt á að glíma
við, svo sem þessi bók ber vitni um.
Bókin er skrifuð á aðgengilegu niáli
28 FÉLAGSBRÉF
og gerir flóknar kenningar lifandi og
skemmtilegar, svo að allir fá notið.
Bókin er í senn fræðandi og afburða
skemmtileg aflestrar.
Bókin skiptist í tvo hluta. Hinn fyrri
er um kenningar og rannsóknir á hinu
dulvitaða í sálarlífi mannsins. Er þar
m.a. fjallað um sálkönnunaraðferð
Freuds og þátt dáleiðslu í rannsóknum
á dulvitundinni. — I seinni hluta bók-
arinnar, „Við mörk hins óþekkta“, ræð-
ir höf. um spiritisma, sálarrannsókn-
ir og sálfræðilegar rannsóknir á dul-
rænum fyrirbærum.
Höf. rekur nokkuð sögu spiritismans
og segir að hreyfingin sé útbreiddust
í 3 löndum: Islandi, Brasilíu og Puerto
Rico. — Margir hefðu eflaust haldið,
að spiritisminn væri einna útbreidd-
astur í Bretlandi, einfaldlega vegna þess,
að þar hafa sálarrannsóknir verið einna
mest stundaðar. En í Bretlandi eru sál-
arrannsóknir og spiritismi ekki eitt og
hið sama eins og virðist vera hér á
landi. Sálarrannsóknarfélag íslands var
upphaflega stofnað að fordæmi brezka
sálarrannsóknarfélagsins, en það virð-
ist aldrei hafa stundað neinar umtals-
verðar sálarrannsóknir eins og hið
brezka, heldur orðið hópur innan spirit-
ismans, trúflokkur sem iðkar trúarat-
hafnir og trúboð af engu minni ákafa
en aðrir sértrúarflokkar. Brezka sálar-
rannsóknarfélagið hefur aftur á móti
ástundað raunverulegar rannsóknir,
fundið eðlilegar skýringar á ýmsum
dulrænum fyrirbærum, sem athygli
hafa vakið, og meira að segja afhjúpað
svikamiðla, fyrir utan gaumgæfilegar,
kontroleraðar, rannsóknir á að því er
virðist ekta dulrænum fyrirbærum.