Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 70

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 70
Alan Moorehead og Hvíta-Níl Mánaðarbók Almenna bókafélagsins í aprí] verður Hvíta Níl eftir Alan Moorehead, frásögn af leitinni að upptökum Nílar, landkönnun og land- vinningum Breta í Mið- og Austur- Afríku á síðari hluta 19. aldar. Bókin kom fyrst út í Bretlandi og Banda- ríkjunum árið 1960, en hefur síðan verið þýtt á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið miklar vinsældar, enda í senn skipuleg og greinargóð frá- sögn af nafnkunnum frægðarverkum og þar með Iausn vanda, sem landfræðingar höfðu glímt við um aldir, gátunnar um upptök Nílar, og þess utan sérlega ljóst og skemmtilega rituð saga. Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari þýðir Hvítu-Níl á íslenzku. Höfundur bókarinnar, Alan Moore- head, er fæddur í Melhourne í Ástralíu árið 1910, og þar hlaut hann háskóla- menntun sína. Hann gerðist síðar hlaða- maður í Lundúnum og starfaði þar við Daily Express, gat sér m. a. mjög gott orð sem stríðsfréttaritari, og einnig hefur hann ritað í ýmis kunn tímarit, svo sem Life og New Yorker, en þar birtust upprunalega þættir úr bók hans um Hvítu-Níl. Moorehead hefur skrifað margar bækur, þar á meðal um styrjöldina í Afríku (African Trilogy, 1941—43) og ævisögur þeirra Mont- gomerys marskálks (1947) og Winston 34 FÉLAGSBRÉF Churchills (1960) og bók um rússnesku byltinguna (The Revolution in Russia, 1958), en bók hans um Hvítu-Níl mun vera miklu kunnust þeirra og svo hlið- stæð bók sem hann hefur síðan skrifað um aðra upptakakvísl Nílar, Bláu-Níl. Bók hans um Bláu-Níl kom út síðast liðið haust og fer nú svipaða sigurför og Hvíta-Níl á undan henni. Kunnasta bók hans á undan þessum var Galli- poli (1956), sem hlaut tvenn bók- menntaverðlaun árið sem hún kom út. Einkunnarorð bókarinnar um Hvítu- Níl sækir Moorehead til gríska sagna- ritarans Heródóts: enginn kann nein skil á upptökum Nílar, hún fellur inn í Egyptaland handan úr óþekktum lönd- um. Svo má heita, að þessi orð hins forna fræðimanns lýsi öllu því, sem vitað var um upptök Nílar um meira en tvö þúsund ára skeið, — en hann var á ferðinni um Nílarslóðir árið 460 f. Kr. Þó var mönnum gátan um Níl löngum hugleikin. Hvaðan kom Níl? Hvernig stóð á hinu árvissa flóði í Níl? Að vísu hafði það aldrei brugðizt til þessa, en gat sá dagur þó ekki runn- ið? Og á flóðinu byggist allt líf á gjörvallri Nílarsléttunni. Það var fyrst á 19. öld að nokkuð tók að rofa til. Hingað til höfðu menn reynt að brjót- ast upp eftir Níl til upptaka fljótsins, en sú leið hafði reynzt öllum ófær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.