Félagsbréf - 01.03.1963, Side 71

Félagsbréf - 01.03.1963, Side 71
I Fornar sögusagnir lifðu þó um að fær leið fyndist að upptökum Nílar frá austurströnd Afríku; og eftir þeirri sögn hafði Ptolemeus markað farveg Nílar á hið víðkunna heimskort sitt árið 150. Samkvæmt kortinu fell- ur Níl frá tveimur miklum vötnum inni í miðri Afríku; til vatnanna féllu ár og fljót frá miklum fjallgarði, Lunæ montes eða Tunglfjöllum. Fram til þessa hafði enginn kunnað frekari skil á upptökum Nílar. En um miðja 19. öld barst vitnisburður nokk urra trúboða frá Afríku um vötnin miklu langt inni í landi og snæviþakta fjallstinda, Kilimanjaró og Kenýafjall; á þessar slóðir væri fær leið frá aust- urströndinni, sögðu trúboðarnir. Síðan urðu arabiskir þrælasalar til að stað- festa þessar frásagnir, en öll fáanleg vitneskja var þó mjög óljós og rugl- ingsleg. Það urðu þeir II. F. Burton og J. H. Speke sem fyrstir Evrópu- manna réðust í leiðangur inn í Afríku frá Zanzíbar við austurströndina, og Speke tókst síðar að ráða gátuna um upptök Nílar. Leiðangur þeirra félaga hófst árið 1856, og þar hefur Alan Moorehead frásögn sína í Hvítu-Níl. Hann rekur í upphafi leiðangra þeirra Spekes og Burtons, Livingstones og Stanleys um þessar framandlegu slóðir, þar sem steinöld ríkti enn sums staðar en annars staðar höfðu þróazt sérkennileg siðmenningarafbrigði og alls staðar biðu leiðangursmanna hin otrúlegustu harðræði og ævintýri. Og eftir að gátan um upptök Nílar er ráðin tekur við frekari könnun þessara landa, innrás siðmenningar þangað og bagnýting þeirra. Arabiskir þrælasalar Alan Moorehead. sóttu hvern farminn af öðrum á þess- ar slóðir, stöðugur straumur lifandi fólks lá á þrælamarkaðina í Zanzíbar og víðar. Islam og kristindómur börð- ust, og berjast enn, um hin andlegu yfirráðin. Khedivinn í Egyptalandi seildist til valda í Súdan og öllum löndum upp með Níl, Gordon hershöfð- ingi ræðst í þjónustu hans að stjórna landkönnun og landvinningum, Bretar steypa khedivanum og taka völd í Egyptalandi, loks logar allt Súdan í uppreisn Araba gegn hinum hvítu og kristnu innrásarmönnum. Gordon hers- höfðingi fellur í Khartoum eftir hetju- lega vörn. Kitchener hershöfðingi stýr- ir leiðangri að sigrast á uppreisnar- FÉLAGSBRÉF 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.