Félagsbréf - 01.03.1963, Side 73

Félagsbréf - 01.03.1963, Side 73
Syrpa Haustbœkur Mér eru ekki tiltækar tölur um bókaútgáfu árið 1962, en trúlegt er að hún hafi verið svipuð að magni og undanfarin ár, eða rúmlega 200 bæk- ur þegar allt er talið. Álitlegur hluti þessa bókakosts kom að vanda út á fáum vikum fyrir jólin; og bóksalar bera það vitni að mestöll ársvelta þeirra sé í desembermánuði: íslenzk bókaútgáfa stendur sem sagt eða fell- ur með jólakauptíðinni. Þessi setning er gamalkunn og kannski ekki alveg sönn; en hitt er víst og satt að of- mikill kaupmennsku- og happdrættis- bragur er á ofmiklum hluta árlegrar bókaútgáfu hérlendis. Tölurnar eru sem sagt ekki tiltækar; en fróðlegt væri að sjá einhverju sinni skipulega greinargerð fyrir íslenzkri bókaútgáfu eins árs: bókafjölda, flokk- um bóka, upplagi, seldum eintökum. Ur slíkum tölulegum upplýsingum mætti vinna mikilsverðan fróðleik um islenzka lestrarhætti og bókmennta- smekk, og einkum ef jafnframt væru aðgengilegar tæmandi skýrslur um út- lán bókasafna, ekki aðeins íslenzkra verka heldur einnig og ekki síður þýðinga, og fræðirita og annarra ekki síður en skáldskaparverka. Hér er efni- viður í djúptæka félagslega rannsókn; en bið verður víst á að hún verði framkvæmd. Eins og stendur er upp- lag bóka, blaða og tímarita viðkvæmt launungarmál útgefenda hérlendis, og hár rísa á höfði þeirra ef þeir eru svo mikið sem spurðir um selt upplag. — Umgengnishættir alls almennings við allan þennan bókakost eru sömuleiðis ókannaðir: hvað lesa menn, kaupa menn, gefa menn margar bækur árlega, og hvaSa bækur gefa, kaupa og lesa menn? Meðan öll þessi rannsókn bíð- ur sinna útvöldu rannsóknara geta menn spreytt sig að gizka á mögulegar nið- urstöður hennar; á einhverri slíkri ágizkun hlýtur að byggjast allt tal við öll möguleg tækifæri um íslendinga sem „bókmenntaþjóð“. „Bókmenntir“ er næsta óljóst hug- tak eins og fleiri. Engum kemur víst í hug að allt prentað mál sé bók- menntir; en um leið og tekið er að FÉLAGSBRÉF 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.