Félagsbréf - 01.03.1963, Page 73
Syrpa
Haustbœkur
Mér eru ekki tiltækar tölur um
bókaútgáfu árið 1962, en trúlegt er að
hún hafi verið svipuð að magni og
undanfarin ár, eða rúmlega 200 bæk-
ur þegar allt er talið. Álitlegur hluti
þessa bókakosts kom að vanda út á
fáum vikum fyrir jólin; og bóksalar
bera það vitni að mestöll ársvelta
þeirra sé í desembermánuði: íslenzk
bókaútgáfa stendur sem sagt eða fell-
ur með jólakauptíðinni. Þessi setning
er gamalkunn og kannski ekki alveg
sönn; en hitt er víst og satt að of-
mikill kaupmennsku- og happdrættis-
bragur er á ofmiklum hluta árlegrar
bókaútgáfu hérlendis.
Tölurnar eru sem sagt ekki tiltækar;
en fróðlegt væri að sjá einhverju sinni
skipulega greinargerð fyrir íslenzkri
bókaútgáfu eins árs: bókafjölda, flokk-
um bóka, upplagi, seldum eintökum.
Ur slíkum tölulegum upplýsingum
mætti vinna mikilsverðan fróðleik um
islenzka lestrarhætti og bókmennta-
smekk, og einkum ef jafnframt væru
aðgengilegar tæmandi skýrslur um út-
lán bókasafna, ekki aðeins íslenzkra
verka heldur einnig og ekki síður
þýðinga, og fræðirita og annarra ekki
síður en skáldskaparverka. Hér er efni-
viður í djúptæka félagslega rannsókn;
en bið verður víst á að hún verði
framkvæmd. Eins og stendur er upp-
lag bóka, blaða og tímarita viðkvæmt
launungarmál útgefenda hérlendis, og
hár rísa á höfði þeirra ef þeir eru svo
mikið sem spurðir um selt upplag. —
Umgengnishættir alls almennings við
allan þennan bókakost eru sömuleiðis
ókannaðir: hvað lesa menn, kaupa
menn, gefa menn margar bækur árlega,
og hvaSa bækur gefa, kaupa og lesa
menn? Meðan öll þessi rannsókn bíð-
ur sinna útvöldu rannsóknara geta menn
spreytt sig að gizka á mögulegar nið-
urstöður hennar; á einhverri slíkri
ágizkun hlýtur að byggjast allt tal við
öll möguleg tækifæri um íslendinga
sem „bókmenntaþjóð“.
„Bókmenntir“ er næsta óljóst hug-
tak eins og fleiri. Engum kemur víst
í hug að allt prentað mál sé bók-
menntir; en um leið og tekið er að
FÉLAGSBRÉF 37