Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 78

Félagsbréf - 01.03.1963, Blaðsíða 78
þegar menn eru sviptir lífslyginni og verða að horfast í augu við nakinn veruleikann. Þó leikritið sé sprottið úr framandi jarðvegi víðs fjarri okkur í rúmi, á það erindi við alla menn afþví hér er fjallað um algild mennsk sannindi. Persónur leiksins eru óbrotið og lítt fágað verkafólk, sem hefur samið sig að óvenjulegum aðstæðum, skapað sér eigin lífshætti og siðalögmál í heimi þarsem hið daglega brauðstrit setur eð'lilegri lífsnautn þröngar og óhagganlegar skorður. Vinirnir Roo og Barney höggva á hverju ári sykurreyr norður í Queenslandi, en eiga orlof fimm heitustu mánuði ársins og eyða því í þægilegu loftslagi Melbourne- borgar í félagi vinkvenna sinna tveggja, sem bíða þeirra ár hvert einsog trygg- lyndar eiginkonur. Þetta fólk lifir fyrir líðandi stund, ánægju augnabliksins, en á sér enga örugga framtíð. Þegar leikurinn hefst hafa orðið hvörf í lífi fjórmenninganna. Onnur vinkonan, Nancy, hefur tekið á sig rögg, rofið vítahring vanans og gift sig. Hin vinkonan, afgreiðslustúlkan Olive, hefur kvatt á vettvang stað- gengil „liðhlaupans“, ekkju sem lang- ar til að freista nýrra ævintýra, en er haldin djúpstæðum ótta við fortíð sína og framtíð, almenningsálit og eigin veikleika. Þegar hér er komið hefur veruleik- inn semsagt tekið að knýja á í lífi þcssa léttlífa fólks. Sextán ár glaums og áhyggjuleysis eru liðin, og í sau- 42 FÉLAGSBRÉF tjánda orlofinu blasir við miskunnar- laus staðreynd tímans: lífsþrótturinn er þverrandi, ellin og alvaran á næsta leiti. Um þetta snýst leikurinn, og hann er víða tilþrifamikill í átökum þess- ara glaðlyndu og lítilþægu persóna við veruleikann í sjálfum sér og mannlíf- inu. Verkið er hvorki stórbrotið né ný- stárlegt, en það býr yfir mikilli mennskri hlýju og samúð; í því er þungur undirstraumur alvöru, þó það sé glettið og gáskafullt á yfirborðinu. Guðbjörg Þorbjarnardóttir fór hér með veigamesta hlutverkið einsog í „Frænkunni“ og gerði því eftirminni- leg skil. 1 túlkun hennar varð Olive sönn og nákomin áhorfendum í barns- legri bjartsýni sinni og átakanlegri glímu við óumflýjanleg örlög. Hæst reis leikur hennar í lokin, þegar engrar undankomu er auðið og Olive sér ver- öld sína hrynja í rúst. Herdís Þorvaldsdóttir lék ekkjuna Pearl af næmum skilningi á tvískinn- ungi þessarar konu, tepruskapnum og bældri löngun í forboðna ávexti, en var fulltilþrifalítil í atriðum þarsem lífsþorsti ekkjunnar fékk yfirhöndina. Róbert Arnfinnsson lék Barney og snerti marga strengi í túlkun sinni á þessum óbrotna manni. Hann hafði öruggt vald á geðsveiflum hans, kátínu og mergjaðri kímni, þrótti, kvíða, ein- lægni og örvæntingu. Jón Sigurbjörnsson lék Roo, hæglát- an og dulan kraftajötun og leiðtoga, skapstóran og metnaðarfullan, en undir- niðri viðkvæman, barnalegan og hé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.