Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 82

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 82
Bœkur Trúarlýsing í máli og tnyndum■ Helztu trúarbrögð heims. Dr. Sigurbjörn Einarsson sá um íslenzka textann. Almenna bókafélagið, Rvík 1962. Engin leið væri að segja, að við Islendingar værum stríðaldir á rit- um um trúarsöguleg efni. Til þessa hefur bók Sigurbjarnar Einarssonar biskups, Trúarbrögð mannkyns, sem kom út árið 1954, verið eina yfirlits- verkið um þau fræði á íslenzku, og er það góð bók, svo langt sem hún nær. Nú hefur okkur bætzt ný bók um sama efni, en þó er hún að gerð allri og byggingu talsvert annars eðlis. Ber að fagna því framtaki að gefa bók- ina út, því að hér er um efni að ræða, sem mörgum mun hugleikið. Myndabókin Helztu trúarbrögð heims er upphaflega samin fyrir bandaríska tímaritið Life og gefin út á þess veg- um sérprentuð, en hefur einnig birzt á fjölmörgum þjóðtungum öðrum en ensku. Þó væri hæpið að segja, að bókin hefði verið þýdd á fjölda mála, heldur hefur að jafnaði sá háttur verið hafð- ur á, að fræðimenn í einstökum lönd- um hafa annazt útgáfu textans og fært 46 FÉLAGSBRÉF hann víða til þess, sem þeir hafa talið fara betur og vitað réttast. En trúar- bragðasaga er fræðigrein af því tagi, að þar eru uppi margar skoðanir um margt, og fátt sagt um þau efni svo, að einhverjum þyki ekki eitthvað orka tvímælis. Er þetta hlutskipti allra húmanistískra vísinda, ekki sízt þeirra, sem fjalla um þá hluti sem mönnum eru helgastir. Ég hef grun um, að á þennan sama hátt hafi verið unnið að íslenzku útgáfu bókar- innar, ekki þýtt í blindni, heldur reynt að gæta þess um leið, að texti væri sem traustastur. Mig skortir þó gögn til að styðja þennan grun ákveðnum dæmum, en orðalag á titilsíðu bendir ótvírætt í þessa átt. Og eru þetta enda sjálfsögð vinnubrögð við útgáfu bók- ar sem þessarar, sé völ á færum manni til starfans, og þeirrar heppni erum við aðnjótandi. En þrátt fyrir hreins- unareld þess manns, sem bezt er til fallinn á íslandi fyrir lærdóms sakir, er ekki þar með sagt, að bókin sé í engu aðfinnsluverð. Vankantar bókarinnar eru þó flestir því að kenna, hve þröngur stakkur henni er skorinn og hvert eðli hennar er. Hér er ekki á ferðinni fræðirit, heildaryfirlit um eiginleika og sögu þeirra sex trúarbragða, sem fjallað er um. Á stóru er stiklað, og stundum er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.