Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 87
haglabyssu gegnum ristina á sér og
skríður „óraveg á fjórum fótum“, „nær
dauða en lífi af blóðmissi“. Síðan
dettur hann fram af bryggju jrar sem
lágsjávað var „þrjár mannhæðir í urð
niður“. Og svo kemur rúsínan þegar
því er lýst er Þorkell missir marks er
hann er að skjóta fé í sláturhúsi:
„Kúlan kom í sitjandann á honum,
á þeim stað, er hvergi sást áverki út-
vortis, en streymdi þó niður af hon-
hlóðið.“ „Hef ég fyrir satt, að saumuð
hafi verið saman ein tíu göt á þörm-
um hans og maga og kúlan ekki fundizt
fyrr en uppi í þynnd“ (sic).
Húmorinn er að vísu ekki allur af
þessu tæi, því stundum ætlar höfundur
aldeilis að bregða á leik, sbr. fyndnina
um Hávamál og hafnarmál, Þorbrand
skinnhúfu í Vatnsdælasögu og skinn-
húfuverksmiðjuna í Leirhöfn. Hér fer
a eftir sýnishorn af þeirri tegundinni:
„Það segir Ögmundur Vigfússon sjö-
tugur vitsmunamaður, með annan fót-
inn krepptan undir þjóhnappa af liða-
gigt, handarvana á vinstri handlegg og
blindur, að af öllum þeim legum, sem
hann hefur legið um ævina, þar með
töldum tveimur banalegum, þá séu
landlegur einna átakanlegastar.“
Dæmi um tilgerðina má finna á bls.
224 þegar höfundur veltir því fyrir
sér á nokkrum blaðsíðum hvernig ljúka
skuli ritverkinu:
„Hefur enda sagt mér það vitur mað-
UL sem sjálfur hefur reynt, að litill
vandi myndi að skrifa bók, ef ekki
þyrfti að sjá fyrir endi á henni.
Er það skammt að segja, að ég þótt-
ist eiga, bundinn á sagnasæri mitt,
þess háttar hlemm rökréttra afleiðinga,
sem vel hefði verið til þess fallinn, að
loka með íláti nokkurra vertíðarsagna.“
Og höfundur er ekki lengi að finna
þann „hlemm rökréttra afleiðinga“
því bókinni lýkur á hroðalegu um-
ferðarslysi, þar sem Pétur tólfti verður
fyrir vörubíl: „Og meðan ég var að
krúnka yfir honum, heldurðu þá ekki
að blóðtaumurinn hafi myndað tölu-
stafinn einn í vinstra munnvikinu á
honum. Og svo rétt á eftir tvo í hægra
munnvikinu á honum.“
Jökull Jakobsson.
Skrýtlur úr kirkjugarði
GuSmundur BöSvarsson:
Saltkorn í mold.
Blúfellsútgáfan, Reykjavík 1962.
Það er trúlegt að Skeiðarárþorp
Edgars Lee Masters — Spoon River
Anthology — hafi að einhverju leyti
verið Guðmundi Böðvarssyni fyrirmynd
að Saltkornum í moldu. En mjög er
sú fyrirmynd óhein: Guðmundur hefur
notfært sér sjálfa kirkjugarðshugmynd-
ina og staðfært liana í íslenzku sveita-
umhverfi, en meira hefur hann ekki
af Masters. Fyrir honum vakir engin
raunsæ mannlífsafhjúpun, engin upp-
reisn gegn hefðbundnum og/eða ósönn-
um mannskilningi eða listar. í kirkju-
garð sinn safnar hann syrpu af gam-
FÉLAGSBRÉF 51