Fréttablaðið - 24.11.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 24.11.2016, Síða 2
Veður Vaxandi sunnan- og suðvestan átt um morguninn með rigningu, 10-18 m/s um hádegi og talsverð rigning, en úrkomu- minna norðaustan- og austanlands. Suðvestan 15-23 á annesjum norðan- og austanlands seint í dag. sjá síðu 36 Einn á vakt samfélag  Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsrétt- indi á Íslandi. Hún verður fyrsti inn- flytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jama- íku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrauta- skóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Aca- demic Network Sumarskólann í Uni- versité libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannrétt- indamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. „Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðs- dómi." Claudie hefur verið virk í félags- málum á Íslandi. Hún var meðal ann- ars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráð- snefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunar- grein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. saeunn@frettabladid.is Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Claudie Ashonie Wilson lauk laganámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og verður nú fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að hljóta héraðs- dómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún sérhæfir sig í mannréttindamálum. Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. Fréttablaðið/Ernir stjórnmál Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forseta- frú hafa þegið boð Margrétar ann- arrar Danadrottningar um að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur. Gert er ráð fyrir því að forseta- hjónin komi til Danmerkur þann 24. janúar næstkomandi. Áratugalöng hefð er fyrir því að forsetar Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur. Það hafa allir forsetar gert frá því Ásgeir Ásgeirsson hélt til Danmerkur og heimsótti Friðrik níunda árið 1954. – þea Forsetahjónin til Danmerkur Guðni og Eliza eru á leið til Danmerkur. Fréttablaðið/Ernir samfélag „Það hafa yfir 500 umsóknir borist um jólaúthlutun,“ segir Anna H. Pétursdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur. Jólaúthlutunin fer fram þann 19. desember á Bíldshöfða. „Skráningin í ár fór mjög hægt af stað hjá okkur. Í þessari viku feng- um við svo 300 umsóknir en þær berast flestar á síðustu umsóknar- dögunum,“ segir Anna. Hægt er að sækja um jólaúthlutun í tvö skipti í viðbót, mánudagana 28. nóvem- ber og 5. desember. Til að hægt sé að sækja um jólaúthlutun þurfa umsækjendur að mæta í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Hátúni og hafa meðferðis skattframtal. „Það eru færri fjölskyldur að koma til okkar núna en í fyrra sem betur fer. Einstaklingum hefur þó ekki fækkað og hælisleitendum og flóttamönnum hefur fjölgað. „Það hefur flækt stöðuna hjá okkur enda eru þeir margir ekki með skattfram- töl en við reynum að hjálpa öllum sem við getum,“ segir Anna. Í jólaúthlutun felst hefðbundinn jólamatur, yfirleitt hamborgar- hryggur og allt sem honum fylgir, ásamt drykkjum og ís. „Foreldrar geta svo komið á sérstakan jóla- gjafadag og fengið jólagjafir fyrir börnin sín þann 20. desember,“ segir Anna. Í fyrra sóttu um 1.600 heimili um jólaúthlutun en Anna telur að færri heimili sæki um í ár. – þh Yfir 500 sótt um jóla- úthlutun anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar reyjavíkur. Fréttablaðið/anton ea Landamæravörður frá Bangladess vaktar strönd landsins til þess að fyrirbyggja komu Rohingya-flóttafólks frá Mjanmar. Yfirvöld í Bangladess reyna nú að setja þrýsting á yfirvöld í Mjanmar þess efnis að koma í veg fyrir flutninga Rohingya-fólksins. Lögregla í Bangladess handtók í gær tugi flóttafólks, börn þeirra á meðal, og sagðist ætla að flytja fólkið aftur til Mjanmar. Þar sætir Rohingya-fólk ofsóknum. norDiCPHotos/aFP Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst. Claudia Ashonie Wilson héraðsdóms- lögmaður 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f I m m t u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -5 A B 8 1 B 6 9 -5 9 7 C 1 B 6 9 -5 8 4 0 1 B 6 9 -5 7 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.