Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 10
Citan. Sterkbyggður starfskraftur. Citan farþega– og sendibílar eru fjölhæfir, sparneytnir og sterkbyggðir starfskraftar sem fást í ótal útfærslum. Vetrardekk fylgja öllum Citan til áramóta, ásamt rúðusköfu, húfu og trefli. Komdu í atvinnubíladeild Öskju og kynntu þér þennan vandaða dugnaðarfork. ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Citan, millilangur sendibíll Verð frá 2.500.000 kr. án vsk. Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær áform sín um að verja 700 milljón- um punda, nærri hundrað milljarða ísl. króna, í prufur og þróun á næstu kynslóð farsímanets er kallast 5G. Með fjárfestingunni búast Bretar við því að verða leiðandi afl í notkun 5G farsímanets. Líkt og heitið gefur til kynna verður 5G fimmta kynslóð (e. fifth generation) internets fyrir farsíma og er búist við því að slík nettenging verði  margfalt hraðari en þær 4G tengingar sem nú eru hvað algeng- astar. Hraðara að öllu leyti Samkvæmt upplýsingum tækni- fréttasíðunnar Wired er líklegt að meðalhraði 5G nettengingar verði að minnsta kosti um hundrað mega- bitar á sekúndu þótt hámarkið sé mun hærra. Qualcomm heldur því fram að hámarkshraði verði um fimm gígabitar á sekúndu. Til samanburðar segir á vefsíðu Símans að raunverulegur hraði sem náist yfir 4G kerfi Símans sé um tutt- ugu til fjörutíu megabitar á sekúndu við góð skilyrði. Samkvæmt þessum tölum ætti að vera hægt að hala niður kvikmyndum í háskerpu á innan við mínútu, eða streyma myndefni í bestu mögu- legum gæðum, með 5G farsímaneti. Langt í land Á meðal fyrirtækja sem nú keppast við að prufukeyra 5G farsímanet eru Nokia, AT&T og Verizon. Nokia hefur uppfært alla sína senda í nettengingu sem kallast 4,5G Pro og er mun hrað- ara en 4G. Á sama tíma hafa AT&T og Verizon í Bandaríkjunum áformað afmarkaðar prufur á 5G sem eiga að hefjast á næsta ári. Þó er ekki búist við því að almenn- ingur notist við 5G nettengingar á næstunni. Almenn dreifing slíks nets er ekki að vænta fyrr en á næsta ára- tug. Tækniráðgjafarfyrirtækið Ovum býst til að mynda ekki við nema 24 milljónum notenda á heimsvísu árið 2021. Þar af yrðu færri en tíu prósent tenginga í Evrópu. Ekki er heldur búið að koma staðli slíkrar tengingar niður á blað og því eru tölur um mögulegan hraða á reiki. Búist er við því að sá staðall verði kominn á hreint árið 2018. Gæti valdið byltingu Líkt og 4G farsímanettenging mun 5G vafalaust hafa mikil áhrif á net- notkun, bæði af hálfu hins almenna neytanda og af hálfu forritara og framleiðenda. Með 4G tengingu varð auðveldara fyrir neytendur að streyma myndefni í háskerpu í gegnum efnisveitur á borð við You- Tube, Stöð 2 Maraþon og Netflix sem og að hala niður snjallforrit hraðar en áður var hægt. Með 5G tengingu mun þessi þróun eflaust halda áfram. Hægt verður að streyma efni í enn meiri gæðum sem og að hala niður stærri forrit á meiri hraða. Einnig verður hægt að nýta auk- inn hraða til þess að auka möguleika nýrrar sýndarveruleikatækni. Hægt yrði að horfa á myndir eða spila tölvuleiki með sýndarveruleikagler- augum á farsímaneti án þess að hraði tengingarinnar trufli. Aðrir óljósari þættir munu líka koma til með að  breytast með til- komu 5G. Samkvæmt fréttasíð- unni 5G.co.uk er búist við því að hin nýja kynslóð muni hafa stórfelld áhrif á hið svokallaða internet hlutanna, það er að segja ísskápa, prentara, skanna, ljós, hátalara og önnur tæki sem farin eru að tengjast netinu. Árið 2020 er talið að á milli fimm- tíu og hundrað milljarðar slíkra tækja muni verða nettengd. Mörg þeirra munu þurfa stanslausan netaðgang og þar mun 5G tækni hjálpa. Sömu sögu er að segja af sjálfkeyrandi bílum. Margfalt hraðara net handan við hornið Breska ríkið setur 98 milljarða í þróun næstu kynslóðar farsímanets. Stefnt er að því að 5G internet verði margfalt hraðara en 4G. Slíkur hraði gæti gjörbylt allri snjallsímanotkun. Mögulegt yrði að hala niður kvikmyndum í bestu mögulegu gæðum á innan við mínútu. Snjallsímar með prufuútgáfu 5G farsímanettengingar voru til sýnis á farsíma- sýningu í Barcelona í febrúar. NordicpHotoS/AFp tækni Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 5 gígabitar á sekúndu er talinn verða hámarkshraði 5G tenginga. 100 megabitar á sekúndu verður meðalhraði 5G tenginga. 20-40 megabitar á sekúndu er meðalhraði 4G tenginga. 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -A 9 B 8 1 B 6 9 -A 8 7 C 1 B 6 9 -A 7 4 0 1 B 6 9 -A 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.