Fréttablaðið - 24.11.2016, Side 32

Fréttablaðið - 24.11.2016, Side 32
„Þetta er tímabundinn litur sem á að renna úr eftir tíu til tuttugu þvotta. Hárið á mér er reyndar alveg hvítt undir, liturinn mun því líklega sitja mjög fast. Ég hef verið með fjólubláan lit í hárinu af og til síðustu þrjú ár og nú síðast var ég með fjólubláan og bleikan. Það kom mjög vel út en sá litur sat líka mjög fast,“ segir Salóme Ósk Jónsdóttir, hár- snyrtinemi og förðunarblogg- ari, spurð út í bláa hárið. Hún bloggar reglulega á lífsstílssíð- unni Kalon.is og segist óhrædd við að leika sér með hressileg- ar litaúrfærslur, bæði í förðun og hárlit. „Hár er bara hár. Í versta falli má bara raka allt af, það vex aftur,“ segir hún. „Mig langar svo sem ekkert til þess að snoða mig núna en ég veit að ég mun einhvern tímann gera það, bara til þess að prófa. Ég læt verða af því þegar ég verð alveg búin að rústa á mér hárinu,“ bætir hún við og viðurkennir að litagleðin fari ekki vel með hárið. „Þessi tíska hentar ekki þeim sem vilja heilbrigt hár. Aflitun- in brýtur niður hárið en það er samt hægt að hugsa vel um af- litað hár svo það sé mjúkt og fal- legt. Ég held mig við hárvörur sem seldar eru á stofum og ég veit að eru mjög góðar,“ segir Salóme. Hárið fær jafnan mikla athygli segir hún og sérstaklega frá eldri konum sem sækja hár- greiðslustofuna Epli þar sem Salóme er nemi. „Þær myndu kannski aldrei gera þetta sjálfar en finnst þetta mjög flott. Sem er skemmtilegt.“ Augabrúnirnar litar Salóme líka bláar en þó með lit sem hægt er að ná af í lok dags. „Ég nota bara bláan eyeliner á augabrúnirnar, eða augnskugga sem þvæst af. Ég hafði hugsað mér að aflita á mér augabrún- irnar fyrst en hætti við. Ég held að blái liturinn hefði þá orðið of sterkur og skær í brúnun- um,“ segir Salóme en á blogginu Kalon.is fær hún útrás fyrir lita- og tilraunagleðina. „Á blogginu er ég að gera „lúkk“, og finnst skemmtileg- ast að mála mig eitthvað flipp- að og taka skemmtilegar mynd- ir. Til að fylgjast með fer ég mikið inn á grúppuna Sam- félagsmiðlaspamm á Facebook en þar eru bloggarar að pósta inn nýjar færslur. Mér finnst fínt að fylgjast með því nýjasta þar og uppgötva fleiri bloggara í stað þess að flakka milli síða. Ég veit ekki hvernig ég ætti að skilgreina minn stíl. Stundum vil ég vera með svartan varalit en stundum vil ég bara bleikt. Þetta eru öfgar í ýmsar áttir hjá mér. Reyndar geng ég langmest í svörtu en á nokkrar flíkur sem eru bleikar eða rauðar. Uppá- halds búðin er Zara en ég kíki líka í Sautján og Vila.“ ætlar einhvern tíma að snoða Salóme Ósk Jónsdóttir hársnyrtinemi er óhrædd við að lita á sér hárið í afgerandi lit. Hún er ein sjö bloggara á lífsstílssíðunni Kalon.is þar sem hún gefur lita- og tilraunagleðinni lausan tauminn. Salóme Ósk Jónsdóttir segir bláa hárið fá skemmtilega athygli frá eldri konum á hársnyrtistofunni þar sem hún er nemi. Salóme bloggar um förðun og útlit á kalon.is. mynd/Anton Brink Hár er bara hár. Í versta falli má bara raka allt af, það vex aftur. Mig langar svo sem ekkert til þess að snoða mig núna en ég veit að ég mun einhvern tímann gera það, bara til þess að prófa. Ég læt verða af því þegar ég verð alveg búin að rústa á mér hárinu. Vantar þig hugmynd að jólagjöf? Heilsa & Spa | Ármúli 9 | Sími 595 7007 | www.heilsaogspa.is Hvernig væri að gefa gjafabréf í nudd og dekur í endurnærandi umhverfi? 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ T í s k A 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 9 -9 A E 8 1 B 6 9 -9 9 A C 1 B 6 9 -9 8 7 0 1 B 6 9 -9 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.