Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 24.11.2016, Qupperneq 35
Sjávarútvegs- ráðstefnan 2016 24. nóvember 2016 Kynningarblað alda agnes gylfadóttir er formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar sem í ár verður haldin í Hörpu. Mynd/anton brinK „Sjávarútvegsráðstefnan fjallar um helstu málefni sem brenna á greininni hverju sinni,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir, formað- ur stjórnar Sjávarútvegsráðstefn- unnar, en ráðstefnunni er ætlað að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. „Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frum- vinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu, rann- sóknir og þróun. Einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjöl- miðlar og aðrir áhugamenn,“ upp- lýsir Alda. Stækkar ár frá ári Sjávarútvegsráðstefnan er nú hald- in í sjöunda sinn. „Fyrsta ráðstefn- an var haldin á Grand Hóteli árið 2010. Hún hefur stækkað ár frá ári og vegna mikillar eftirsóknar er hún nú haldin í Hörpu í fyrsta sinn,“ segir Alda og bætir við að tæplega 800 manns hafi skráð sig á ráðstefnuna í fyrra en í ár líti út fyrir að aðsóknarmet verði sleg- ið á ný. „Harpa býður einnig upp á möguleika fyrir þjónustufyrir- tæki að vera með kynningarbása sem hefur mælst mjög vel fyrir.“ Fjölbreyttar málstofur Á ráðstefnunni verða 13 málstofur og flutt verða um 70 erindi. Alda segir umræðuefnin afar fjölbreytt. „Sumt þarf að ræða á hverju ári, líkt og markaðsmálin. Þó er aldrei verið að ræða sömu málefni enda breytist markaðsumhverfið ár frá ári. Í ár leika málefni á borð við viðskiptabann Rússlands, Brex- it, styrkingu krónunnar og hrun á Nígeríumarkaði stórt hlutverk. Þetta eru atriði sem ekki voru í brennidepli í fyrra,“ lýsir Alda. Af nýju umtalsefni á ráðstefn- Mikilvægur samræðuvettvangur Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í sjávarútveginum, þar sem fólk hittist, styrkir sambönd og samstarf í greininni. Sjávarútvegsráðstefnan 2016 stendur yfir í Hörpu í dag og á morgun en búist er við metþátttöku í ár. Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. kr. 24.900 pr. mán.án vsk.Þú færð sjávarútvegslausnirí áskrift á navaskrift.is Bjóðum einnig Office 365 í áskrift. unni nefnir hún sem dæmi aukna áherslu á umhverfisvitund, græn skref, kolefnisfótspor, orkunotkun og orkusparnað íslenska fiskiskipa- flotans. Þá verði laxeldi einnig ofar- lega í umræðunni enda mikill vöxt- ur í greininni hér á landi. Íslenskt hugvit Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar eru sex manns en hver og einn situr í tvö ár í röð. Alda segir áhugasvið hvers og eins afar ólík sem endur- speglist í þeim fjölbreyttu málstof- um sem í boði séu á ráðstefnunni. Sjálf er hún framkvæmdastjóri Einhamars Seafood í Grindavík og hefur mikinn áhuga á tækninýj- ungum í fiskvinnslu sem að hennar sögn eru mjög miklar. „Íslending- ar eru mjög framarlega í heiminum þegar kemur að því að þróa tækni- nýjungar,“ segir Alda og nefnir sem dæmi fyrirtæki á borð við Marel, Curio, Vélfag, Völku og Skagann. „Nýjasta frystiskip flotans, Sól- berg ÓF, verður tekið í notkun á næsta ári. Það verður í fyrsta sinn sem Fiskistofa heimilar að flök séu hlutuð niður úti á sjó en öll tæki og búnaður á millidekki skipsins eru íslensk hönnun og smíði.“ Flókið ár að baki Innt eftir stemningunni almennt innan sjávar útvegsgeirans segir Alda stöðuna flókna. „Þetta hefur að mörgu leyti verið erfitt ár. Níg- eríumarkaður hrundi í byrjun árs, krónan hefur styrkst mikið sem hefur mikil áhrif á greinina líkt og Brexit og viðskiptabannið á Rússland. Menn vita síðan ekkert hvað er að fara að gerast í stjórn- málum og hvort og þá hvernig ný ríkisstjórn muni breyta fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Það er því mikil óvissa í kortunum,“ segir Alda. Því sé enn mikilvægara en áður að fólk innan geirans hittist og ræði þessi málefni og hvernig bregðast skuli við. Í ár leika málefni á borð við viðskiptabann rússlands, brexit, styrk- ingu krónunnar og hrun á nígeríumarkaði stórt hlutverk. Einnig aukin áhersla á laxeldi, umhverfisvitund, græn skref, kolefnisfótspor, orkunotkun og orku- sparnað íslenska fiski- skipaflotans. Alda Agnes Gylfadóttir 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 9 -7 8 5 8 1 B 6 9 -7 7 1 C 1 B 6 9 -7 5 E 0 1 B 6 9 -7 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.