Fréttablaðið - 24.11.2016, Page 66
Lífið
Freddie Mercury fæddist í Tansaníu og var skýrður Farrokh Bulsara. Hann flutti ungur til Englands og stofnaði hljómsveitina Queen árið 1970 ásamt
vinum sínum Brian May og Roger
Taylor. Mercury lést 1991 þegar hann
var 45 ára gamall. Degi fyrr hafði
hann stigið fram og sagt heiminum
að hann væri með alnæmi.
Hann var ekki aðeins stórkostlegur
söngvari og lagahöfundur heldur gat
hann leikið sér að hverjum einasta
áhorfanda sem mætti til að sjá hljóm-
sveitina spila. Annar eins frontmaður
hafði aldrei áður komið fram og mun
trúlega aldrei gera.
Frammistaða hans á sviðinu á
Wembley á Live Aid-tónleikunum
fyrir framan 75 þúsund áhorfendur
mun trúlega aldrei verða toppuð.
Hver einn og einasti áhorfandi söng
og klappaði og Mercury stjórnaði
þeim öllum með bros á vör.
Þrátt fyrir að elska að vera á sviði
var Mercury feiminn þegar hann
steig af því. Hann veitti sárafá viðtöl á
ferlinum og leið illa í návist fólks sem
hann þekkti lítið. Í október 1986 var
fyrst sagt frá veikindum hans í bresku
blöðunum og héldu þau áfram að
greina frá veikindum hans allt til
dauðadags. Mercury kom síðast fram
opinberlega 18. febrúar 1990.
Hann var mörgum harmdauði en í
gegnum lögin sem hann gerði svo
ódauðleg mun nafn hans lifa um
ókomna tíð.
25 ár frá dauða
Freddie
Mercury
Einn af bestu söngvurum allra tíma, Freddie Mercury, lést á
þessum degi fyrir 25 árum úr alnæmi. Hans er minnst sem
eins besta lagasmiðs allra tíma og eru mörg laga hans ódauð-
leg. Þeirra best er meistaraverkið Bohemian Rhapsody.
Freddie Mercury
elskaði að vera
á sviði en var
feiminn og
hlédrægur utan
þess.
Mynd/Getty
Queen orðin fullmönnuð með John deacon á bassa. Myndin
er tekin um 1973. Mynd/Getty
Freddie Mercury og gítarleikarinn Brian May að spila We Are
the Champions árið 1978 á tónleikum í Kaliforníu. Mynd/Getty
Í Brasilíu árið 1985 bauð Freddie upp
á drag-búning þegar Queen spilaði þar.
Mynd/Getty
Freddie Mercury
f. 5. sept. 1946 d. 24. nóv 1991
nokkur af bestu lögum Freddie
Bohemian Rhapsody
Crazy Little Thing Called Love
Don't Stop Me Now
Is This the World We Created…?
Killer Queen
Love of My Life
Seven Seas of Rhye
The Show Must Go On
Somebody to Love
Stone Cold Crazy
Under Pressure
We Are the Champions
Skemmtilegar staðreyndir
l Freddie hann-
aði Queen-
merkið sjálfur.
l Hann átti einu
sinni 10 ketti.
l Mary
Austin, æsku-
ástin hans,
fékk nánast
allt hans þegar
hann dó.
l Meðal annars
allan rétt á lög-
unum hans.
l Hann safnaði
frímerkjum
og safn hans
þykir enn í dag
merkilegt.
l Crazy Little
Thing Called
Love var samið
í baðkari.
l Kurt Cobain
minntist á
Mercury í
sjálfsmorðs-
bréfinu sínu.
Queen spil-
aði víða um
heim. Hér
er Freddie
í stuði í
danmörku.
Mynd/Getty
Losta-
kústurinn
á efri
vörinni
var iðu-
lega vel
snyrtur.
Mynd/
Getty
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r50 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð
2
4
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:5
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
6
9
-9
1
0
8
1
B
6
9
-8
F
C
C
1
B
6
9
-8
E
9
0
1
B
6
9
-8
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K