Fréttablaðið - 24.11.2016, Side 68

Fréttablaðið - 24.11.2016, Side 68
Þann 8. desember koma í sölu creepers frá söngkonunni Rihönnu í samstarfi við Puma. Fyrsta útgáfan af þessum skóm var meðal ann- ars valin skór ársins af vefsíðunni Footwear News og seldist upp á örskotsstundu. Þeir sem koma í sölu núna eru úr flaueli og fást í svörtu, vínrauðu og gráu (eða sement eins og liturinn er kallaður). Það hefur verið ákveðin vöntun á því að út komi eftirsóttir strigaskór fyrir konur í takmörkuðu upplagi eins og tíðkast hjá körlunum og því á stundum verið erfitt að vera kvenkyns „sneakerhead“ fyrir utan nokkrar undantekningar, og nánast ómögulegt hér á landi. „ Þ e t t a e r ó g e ð s l e g a s p e n n a n d i dæmi og verður algjör lyftistöng fyrir kvennabúð- ina okkar sem er frekar ný. Magnið hefur ekki komið í ljós en ég geri ráð fyrir 20-30 pörum í hverjum lit, frekar takmarkað en samt alveg slatti. Við finnum fyrir svakalegri eftirspurn eftir þessum,“ segir Sindri S n æ r Je n s s o n , eigandi Húrra Reykjavík, sem m u n v e r ð a með þessa for- láta skó til sölu. Síðan verður spennandi að sjá hvort reistar verðatjaldbúðir fyrir utan verslun- ina í byrjun desem- ber. – sþh Rihanna sendir frá sér eftirsóknarverða strigaskó Rihanna fetar í fót­ spor kollega síns Kanye West og gefur út mjög vinsæla skó­ línu fyrir stelpurnar. NoRdic Photos/Getty Mount Hekla er ný verslun sem verður opnuð í dag á Skóla-vörðustíg 12. Verslunin stend- ur á besta stað í bænum, á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, en húsnæðið hefur gengið í endur- nýjun lífdaga að innan sem utan,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, einn af hönnuðum Mount Hekla sem verður opnuð kl. 18.00 í dag. Mount Hekla er útivistarverslun sem auðvelt er að flokka sem tísku- verslun. En óhætt er að segja að síðustu misseri hafi Skólavörðu- stígurinn verið í mikilli uppsveiflu, sem ekki sér fyrir endann á. „Þetta hefur verið mjög skemmti- legt og spennandi ferli síðastliðnar vikur og spennan því í hámarki í dag. Ég myndi ég segja að þetta væri versl- un fyrir fólk sem vill klæða sig fallega og eftir veðri. Mikið hefur verið lagt í að velja vel inn í búðina og erum við einkar stolt af merkj- unum okkar,“ segir hún og bætir við að stærstu merkin s é u b a n d a - ríska merkið Pata gonia og sænska merkið Fjällräven. V e r s l u n i n mun vera með sitt eigið fata- m e r k i s e m skemmtilegt verður að fylgjast með en hvert er þitt uppáhalds- fatamerki? „Mitt persónulega uppáhald er Patagonia en það merki er mjög þekkt fyrir sterka og skýra umhverfis- verndarstefnu fyrir utan það að vera súpersvalt að mínu mati. Ég hlakka mikið til að kynna það fyrir Íslend- ingum og ég er viss um að það á eftir að slá gegn,“ segir hún. Undirbúningur hefur staðið yfir í langan tíma en um síðast- liðna helgi fór tíu manna teymi í ferð út á land í fyrstu myndatökuna fyrir verslunina. „Ljósmyndarinn Atli Þór tók myndirnar en Hrafn- hildur Hólmgeirsdóttir fatahönn- uður sá um stíliseringu. Við erum mjög ánægð með útkomuna og almennt mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Við fengum Þórstein Sigurðs- son til að taka myndir á setti en hann verður með ljósmyndasýningu við opnunina,“ segir Ása spennt fyrir kvöldinu. gudrunjona@frettabladid.is Hægt að klæða sig fallega þó veðrið sé vont Tísku- og útivistarverslunin Mount Hekla verður opnuð á Skóla- vörðustíg í dag. Mikil uppsveifla hefur verið á Skólavörðustíg síð- ustu misseri, þar eru skemmtilegar verslanir og gatan iðar af lífi. Þórsteinn sigurðsson tók myndir á setti en hann verður með ljósmyndasýningu í Mount hekla í kvöld. MyNd/ÞóRsteiNN síðastliðna helgi fór tíu manna teymi í ferð út á land í fyrstu myndatökuna fyrir verslunina sem opnar í kvöld. MyNd/ÞóRsteiNN Ása Ninna Pétursdóttir, einn af hönnuðum Mount hekla. MyNd/Ása 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r52 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 2 4 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 9 -7 D 4 8 1 B 6 9 -7 C 0 C 1 B 6 9 -7 A D 0 1 B 6 9 -7 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.