Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 14
xH xP xR xS xT xV xD xExCxBxA xF Áherslur stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrármálinu 201 6 Flestir stjórnmálaflokkanna vilja að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni sem taki mið af vinnu stjórnlagaráðs. Íslenska þjóðfylkingin Alþýðufylkingin Flokkur fólksins Húmanistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri grænDögun ViðreisnBjört framtíð SamfylkinginPíratar l Engin stefna verið mótuð varðandi breytingar á stjórnarskránni. l Núgildandi stjórnarskrá í meginatriðum góð. l Ekki forgangsmál að breyta stjórnarskránni til að koma á samfélagslegum breyt- ingum. l Vilja aukna aðkomu al- mennings að málum gegn um þjóðaratkvæðagreiðslur. l Styðja ákvæði í frumvarpi stjórnarskrárnefndar um náttúruauðlindir. l Setja mætti í stjórnarskrá ákvæði um hámarks launa- mun, félagslegan rekstur á innviðum samfélagsins og fleira sem setur auðstéttinni skorður en bætir réttar- stöðu alþýðunnar. l Vilja líta til vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni. l Eru fylgjandi beinu lýðræði og dregið verði úr vægi valdhafanna. l Vilji almennings um stjórnarskrárákvæði varð- andi sameign á náttúruauð- lindum verði virtur. l Vilja að stjórnarskrárfrum- varp stjórnarskrárnefndar- innar verði að lögum. l Telja að stjórnarskrárfrum- varp stjórnlagaráðs gangi þó ekki nógu langt. l Vilja að hægt sé að greiða atkvæði um ríkisfjármál og skatta. l Aukin áhersla verði á beint lýðræði. l Beint lýðræði á vinnustað verði aukið. l Breytingar verði gerðar sem lúta að nýju auð- lindaákvæði og skýrum ákvæðum um beint lýð- ræði. l Ekki verði opnað á framsal fullveldis. l Í stjórnarskránni verði heimilaðar tvær um- ferðir í forsetakosningum ef enginn frambjóðandi hlýtur meirihluta atkvæða. l Vandað verði til verka og forðast að kollsteypur verði á stjórnarskránni. l Breytingar verði gerðar í víðtækri pólitískri sátt og ekki knúnar áfram í krafti meirihluta hverju sinni. l Við breytingar á stjórnar- skrá sé stöðugleiki í stjórn- skipun landsins tryggður. l Lokið verði við heildar- endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands til að þjóðin eignist framsækna stjórnarskrá. l Staðið verði við niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslu um að byggja á grunni vinnu stjórnlagaráðs. l Sett verði áætlun um það hvernig þráðurinn verði tekinn upp að nýju. l Efnisleg umræða verði um tillögur stjórnlagaráðs um allt land áður en þær verða teknar til þinglegrar með- ferðar aftur. l Ný stjórnarskrá verði sam- þykkt fyrir þjóðina. Byggt verði á niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. l Tryggt verði auðlindaákvæði þar sem þjóðinni er tryggður eignarrétturinn á auðlindum Íslands. l Ákvæði verði um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur óski 10 prósent kjósenda þess. l Ný stjórnarskrá tryggi al- menningi aðgang að öllum upplýsingum sem opinberir aðilar safna í samræmi við persónuverndarlög. l Samkomulag sé um heild- stætt, skýrt og tímasett ferli sem hefur að markmiði að til verði ný stjórnarskrá. l Ferlið taki mið af tillögum stjórnlagaráðs og annarri vinnu að breytingum á síðari stigum. l Þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. l Nýrri stjórnarskrá fylgi skýr lögskýringargögn, til dæmis greinargerðin með henni. l Þjóðin fái tíma til þess að kynna sér endanlegt plagg áður en það verður að stjórnarskrá. l Stjórnarskránni verði breytt á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem meiri- hluti landsmanna studdi í þjóðaratkvæðagreiðslu. l Eftir kosningar setji Alþingi af stað vinnu við að fullbúa nýja stjórnarskrá og bera hana undir þjóðina. l Ný stjórnarskrá verði sam- þykkt á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. l Dregið verði úr miðstýringu valds á öllum sviðum og lýðræði eflt í þeim formum sem bjóðast. Flestir þeir sem hyggjast bjóða fram í kosningunum til Alþingis í október vilja að stjórnarskráin verði endur- skoðuð og frumvarp stjórnlagaráðs lagt til grundvallar. Eftir alþingiskosningar 2009 var ákveðið að hefja vinnu við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Ákveðið var að kosið yrði til stjórnlagaþings sem skyldi koma saman og semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Kosið var hinn 27. nóvember 2010. Þó fór svo að kosningar til stjórn- lagaþings voru kærðar til Hæstarétt- ar Íslands sem ógilti kosningarnar vegna ágalla. Þá var sett á fót stjórn- lagaráð, skipað sömu aðilum og hlutu kosningu til stjórnlagaþings, sem myndu skrifa frumvarpið. Stjórnlagaráð skilaði svo Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur, þáverandi forseta Alþingis, nýju frumvarpi að stjórnarskrá hinn 27. júlí 2011. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillög- urnar fór svo fram 20. október 2012. Í nóvember 2013, eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn höfðu myndað meiri- hluta, skipaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætis- ráðherra, stjórnarskrárnefnd. Hún var fyrst undir forystu Sigurðar Lín- dal, prófessors emeritus, en síðar tók Páll Þórhallsson, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, við formennsku. Við vinnu sína var nefndinni meðal annars ætlað að hafa til hlið- sjónar tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar, niðurstöður ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og starf þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfaði 2005-2007. Sú nefnd skilaði af sér þremur frumvörpum í júlí síðastliðnum, sem Páll Þórhalls- son taldi að myndi endurspegla það sem næst yrði komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. Frumvörpin fjölluðu um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og Tillögum stjórnlagaráðs verði fylgt Flestir sem bjóða fram í alþingiskosningunum hinn 29. október næstkomandi vilja að unnið verði að breytingum á stjórnarskrá með tillögur stjórnlagaráðs að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn vill forðast kollsteypur á stjórnarskránni og leggur áherslu á sátt. Stjórnlagaráð, sem fyrst hét stjórnlagaþing, hafði það hlutverk að skrifa frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Vinnunni lauk í júlí 2011. FréttABlAðið/gVA náttúruvernd og þjóðaratkvæða- greiðslur að kröfu kjósenda. Sig- urður Ingi Jóhannsson lagði svo fram frumvarp til laga, í eigin nafni, um breytingu á stjórnarskránni sem enn er í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd eftir 1. umræðu. Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata, segir að flokkurinn leggi áherslu á að ný stjórnarskrá verði samþykkt á næsta kjörtímabili. „Við leggjum til grundvallar þá stjórnar- skrá sem var samþykkt af stjórn- lagaráði og samþykkt í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir hann. Þetta mál sé eitt af aðaláherslu- málum Pírata, einn af fimm stóru þáttunum sem framboðið leggur áherslu á. Valgerður Bjarnadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir flokkinn líka vilja klára stjórnarskrá sem er á grundvelli tillagna stjórn- lagaráðsins. Í sama streng tekur Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. „Við viljum setja niður áætlun um það hvernig við tökum upp þennan þráð og förum í efnislega umræðu um þess- ar tillögur út um allt land á meðal fólks, áður en þær verða teknar til þinglegrar meðferðar.“ Hún segir að VG líti svo á að það sé skylda allra stjórnmálaflokka að vinna út frá niðurstöðum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að vandað verði til verka og forðast verði kollsteypur á stjórnarskránni. Flokkurinn vill að breytingar verði gerðar í víðtækri pólitískri sátt og ekki knúnar áfram í krafti meiri- hluta hverju sinni. Við breytingar á stjórnarskrá verði stöðugleiki í stjórnskipun landsins tryggður. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Kosningar 2016 Við viljum setja niður áætlun um það hvernig við tökum upp þennan þráð og förum í efnislega umræðu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r14 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -6 2 F 4 1 A B A -6 1 B 8 1 A B A -6 0 7 C 1 A B A -5 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.