Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 60
Handritshöfundurinn og fram- leiðandinn Ryan Murphy segir óskiljanlegt af hverju leikkonur sem komnar eru yfir fertugt fái ekki atvinnutilboð. Sjálfur reynir hann að ráða konur á öllum aldri í verkefni sín, en Ryan hefur gert garðinn frægan með sjónvarps- þáttum á borð við Nip/Tuck, Glee, American Horror Story, The New Normal og Scream Queens. Hollywood og kvikmyndaiðnað- urinn hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarin ár fyrir mikið fram- boð af einhæfum hlutverkum og persónum, þá sé lítið um bitastæð hlutverk fyrir konur og leikara af afrískum og asískum uppruna. „Ég hef mikinn áhuga á skemmt- anabransanum. Ég dái stjörnur. Ég elska að vera í kringum þær. Ég trúði varla heppni minni þegar ég hitti Jessicu Lange fyrst,“ sagði Ryan í viðtali við Entertainment Weekly. „Mér finnst stórfurðulegt að leikkonur yfir fertugu fái ekki fleiri verkefni. Það er fáránlegt. Ég er einmitt að framleiða þátt núna sem fjallar um þennan vanda,“ segir hann og vísar þar til sjón- varpsþáttarins Feud sem tekinn verður til sýninga á næsta ári. Feud skartar Susan Sarandon og Jessicu Lange í aðalhlut- verkum og segir frá sam- bandi leikkvennanna Bette Davis og Joan Crawford þegar þær léku saman í kvikmyndinni Whatever Happened to Baby Jane frá árinu 1962. Myndin segir frá fyrrverandi barna- stjörnu sem fær það hlutverk að annast systur sína sem einnig er gömul barnastjarna og er lömuð eftir bílslys. Samband systranna er vægast sagt slæmt en sögur herma að hið sama muni hafa átt við um samband leikkvennanna tveggja. – sm Vill fleiri eldri leikkonur í sjónvarpið Ryan Murphy ásamt leik- konunni Jessicu Lange sem fer með hlutverk í þáttunum American Horror Story. Mynd/Getty 21:00FÖSTUDAGUPPHITUN 365.is Sími 1817 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT KÖRFUBOLTAKVÖLD Domino’s-deildin fer á fulla ferð í október og Stöð 2 Sport er með besta sætið. Kjartan Atli og félagar ætla að hita upp fyrir tímabilið og verða í beinni frá KEX hosteli föstudagskvöldið 30. september kl. 21:00. Leikarinn Kiefer Sutherland segir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Julia Roberts, hafi sýnt hugrekki þegar hún hætti með honum þrem- ur dögum fyrir fyrirhugað brúð- kaup þeirra tveggja árið 1991. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Flatliners árið 1990 þegar hann var 24 ára og hún 23 ára og ætluðu að ganga í hjónaband. Julia batt enda á sambandið þremur dögum áður og flaug til Írlands með leikaranum Jason Patric. „Við vorum ung og afskaplega ást- fangin og höfðum ákveðið að gifta okkur. Hún var án efa frægasta kona heims á þessum tíma og brúðkaup- ið, sem átti að vera fyrir okkur, varð eitthvað allt annað og miklu stærra. Í því miðju ákvað hún að þetta væri ekki fyrir hana. Það útheimti mikið hugrekki að standa upp og segja: Þetta er ekki það sem ég vil,“ sagði Kiefer í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail. Segir sína fyrrverandi hugrakka Kiefer Sutherland. noRdicpHotoS/AFp Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r48 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -7 6 B 4 1 A B A -7 5 7 8 1 A B A -7 4 3 C 1 A B A -7 3 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.