Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 62
í alvöruna Úr gríninu Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikur í spennumyndinni Grimmd sem frumsýnd verður í október. Júlíana er þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Þær tvær, en hér leikur hún alvarlegra hlutverk. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Það var virkilega skemmtileg til- breyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leik- konan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grín- þáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið. „Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknað- inum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfs- konu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlað- borð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislu- stjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmti- legir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. gudrunjona@frettabladid.is Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer með hlutverk í spennumyndinni Grimmd. Hér er hún ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 21.09.16 - 27.09.16 1 2 5 6 7 8 109 43 Næturgalinn Kristin Hannah Harry Potter and the Cursed Child J.K. Rowling Hættuspil Viveca Sten Lifðu til fulls Júlía Magnúsdóttir 7 venjur til árangurs Stephen R. Covey Leikvöllurinn Lars Kepler Fórnarlamb án andlits Stefan Ahnhem Á meðan ég lokaði augunum Linda Green Saga af nýju ættarnafni Elena Ferrante Hæg breytileg átt Guðmundur Andri Thorsson Ég leik karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stÚlknanna. 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r50 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -6 2 F 4 1 A B A -6 1 B 8 1 A B A -6 0 7 C 1 A B A -5 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.