Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 52
Sundáhrif Sólveigar opnunarmynd RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. Opnunarmynd RIFF er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach, og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Sólveig Anspach. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festi- val, RIFF, hefst í kvöld. Opnunar- mynd hátíðarinnar er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni Cannes í vor þar sem hún hlaut SACD-verðlaun in fyr ir bestu frönsku mæl andi kvik mynd ina á loka hófi dag skrár inn ar Director's Fortnig ht. Myndin segir frá Samir sem er ást- fanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Samir eltir ástina til Íslands en verður fyrir rafstraumi sem gerir það að verkum að hann missir minnið og vandast þá málin því hvernig getur hann bætt upp fyrir nokkuð sem hann ekki man? Getur Agathe aðstoðað hann við að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð? Florence Loiret Caille og Samir Guesmi fara með aðalhlutverkin. Með önnur hlutverk fara ljóðskáldið Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í alls fjórum myndum Sólveigar, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Tökur á Sundáhrifunum fóru fram í Frakklandi og á Íslandi árið 2014 og 2015. Sólveig glímdi við illvígt krabbamein á meðan á tökum stóð og lést í ágúst í fyrra. Hún leikstýrði alls fjórtán myndum á farsælum ferli sínum. „Við veljum Sundáhrifin af því að okkur finnst Sólveig vera frá- bær kvikmyndagerðarkona og við höfum sýnt mikið af myndum eftir hana. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg og góð mynd. Ég var viðstödd heimsfrumsýninguna úti í Cannes og hún vakti mikla hrifn- ingu gesta í salnum,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í viðtali við Fréttablaðið í ágúst. RIFF verður sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld. Kvik- myndahátíðin stendur yfir í tíu daga, eða til 9. október næstkom- andi. sara@frettabladid.is KviKmyndir Sólveigar anShpach: Leikstjórinn Sólveig Anspach fæddist árið 1960 í Vestmanna- eyjum. Hún bjó lengst af í Frakk- landi og starfaði þar sem hand- ritshöfundur og leikstjóri. Meðal helstu verka hennar má nefna: l Stormviðri (Stormy Weather) 2003 l Skrapp út 2009 l Queen of Montreuil 2012 l Lulu in the Nude 2013 l Sundáhrifin 2015 18.45 Hatur Finnska kvikmyndin Hatur segir frá Lauri og öðrum fórnar- lömbum eineltis sem haldin eru áfallastreituröskun og eru upp- full af hatri. Þau verða vör við óréttlæti og undirbúa hefndir ... eins og skotárásir í skólum. Sýnd í Bíói Paradís. 19.30 Veraldarvana stúlkan Ítalsk/franska kvikmyndin La Ragazza del Mondo segir frá Giuliu sem verður ástfangin af Libero. Saga þeirra er saga um sanna og óumflýjanlega ást. Þau hefja líf sitt saman af mikilli ástríðu, það verður til þess að Giuliu er úthýst frá Vottum Jehóva og þar með veröldinni sem hún tilheyrði. Sýnd í Bíói Paradís. 20.30 Múrar Múrar er spænsk heimildar- mynd sem segir sögur fólks sem búa sitthvorum megin við hina ýmsu múra; múrinn sem aðskilur Suður-Afríku og Simb- abve, aðskilnaðarmúrinn milli Bandaríkjanna og Mexíkó og girðinguna í Melilla sem markar landamæri Spánar og Marokkó. Sýnd í Bíói Paradís. 21.30 Hættu að glápa á diskinn minn Þessi króatíska kvikmynd er sýnd í flokknum Vitranir og segir frá Marijönu og fjölskyldu henn- ar. Í kjölfar þess að stjórnsamur faðir hennar fær heilablóðfall og verður algjörlega rúmliggjandi tekur Marijana við stöðu hans sem höfuð fjölskyldunnar. Sýnd í Bíói Paradís. Frumsýningar á RIFF Léttleikandi timburhús í hjarta Akureyrar Nýtt á skrá. Snyrtilegt og vel staðsett, fjögurra hæða timburhús í Brekkunni á Akureyri með glæsilegu útsýni yfir Eyjafjörð. Flott eign með mikla möguleika. Tilvalið fyrir laghenta. Ísskápur og þvottavél fylgja. VÖN DU Ð GÓ LFE FNI Á S VIÐ I FULLFRÁ-GENGIN LÓÐ 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r40 m e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð bíó 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -6 7 E 4 1 A B A -6 6 A 8 1 A B A -6 5 6 C 1 A B A -6 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.