Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 34
einfaldlega ein til tvær handfyllir af hýði í pottinn og vatn. Þetta er látið malla í klukkutíma og laukur- inn svo síaður frá. Hlutföllin eru ekki hávísindaleg, vatnsmagnið hefur ekkert með það að gera hve sterkur liturinn verður heldur fer það eftir magni litarefnisins. Þum- alputtareglan er sú að magn litar- efnis er það sama og magn efnis, ef lita á 100 gramma bómullar- bol þarf 100 grömm af til dæmis túrmeriki. Svo má leika með þessi hlutföll eftir því hversu sterkan lit á að fá. Þegar lita á með te eða kaffi er einfaldlega brugguð sterk lögun.“ Hræra rólega allan tíman „Til að fá jafnan lit á flíkina sem á að lita á að láta hana liggja í bleyti í vatni í um klukkustund áður en hún fer út í litunarlöginn. Ef lita á ull þarf lögurinn að kólna áður, en bómull má fara beint út í heitan löginn. Þá þarf að standa yfir pott- inum og hreyfa rólega við flíkinni með sleif svo hún fari ekki felling- ar og til að halda henni ofan í litn- um. Tíminn fer eftir því hversu sterkan lit á að fá en gott er að miða við klukkutíma. Þó ber að hafa í huga að liturinn verður allt- af daufari þegar efnið hefur þorn- að. Loks er flíkin tekin upp og látin kólna, þá skoluð í volgu vatni og hengd til þerris.“ Hvað er Hægt að lita? „Ull tekur best við lit en hún þolir illa snöggar hitabreytingar og má alls ekki sjóða. Því þarf að hita hana mjög hægt, í klukkutíma, upp í 80 gráður. Spunninn lopa, eins og léttlopa er hægt að fá mjög góðan lit á, sérstaklega ef við litum hvíta ullarflík eða ljósgráa. Bómull þolir aftur á móti vel hita og það er einfalt að lita hvíta bóm- ullarboli. Liturinn verður þó ekki eins sterkur og í ull.“ Hvað má nota úr skápunum? „Laukhýði, túrmerik, kaffi og te hentar vel til litunar og er þægi- legt fyrir byrjendur þar sem ekki þarf að nota festi. Einnig má gera tilraunir með að lita með berjum en það festist illa í tauinu. Mér finnst eiginlega synd að nota ber í litun, það er miklu betri nýting að borða þau. Laukhýði gefur merkilega sterk- an lit. Bæði má nota þurrt hýði af venjulegum lauk og af rauðlauk. Rauðlaukurinn gefur ívið grænni lit en laukurinn skilar gulu og app- elsínugulu og út í brúna tóna. Túr- merikkrydd er mikið notað til lit- unar og gefur gulan til appelsínu- gulan lit. Svart te og kaffi gefa drapplitaða tóna og gefur te ívið sterkari lit en kaffi.“ Hvernig á að bera sig að? „Nota skal stærsta pottinn sem til er í eldhúsinu. Af laukhýði fara Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á baras@terma.is. Urban Decay á Íslandi óskar eftir starfsfólki í hlutastarf, f.o.f. í kvöld- og helgarvinnu. Brynhildur Bergþórsdóttir er mikil áhugamanneskja um litun. mynd/stefán túrmerik hefur verið notað til taulitunar öldum saman. mynd/nordic photos getty Ull tekur vel við litun en passa þarf að hækka ekki of skarpt undir litunarpottinum. mynd/nordic photos getty „Laukhýði, túrmerik, kaffi og te hentar vel til litunar og er þægilegt fyrir byrjendur þar sem ekki þarf að nota festi,“ segir Brynhildur. mynd/stefán laukHýði og túrmerík gefa gulan lit Brynhildur Bergþórsdóttir viðskiptafræðingur er eldheit áhugamanneskja um taulitun. Hún segir ýmislegt geta nýst til litunar bæði úr garðinum og eldhússkápnum ef fólk langar til að fríska upp á fataskápinn. Hún ráðleggur hér hvernig best sé að bera sig að. 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r8 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -5 E 0 4 1 A B A -5 C C 8 1 A B A -5 B 8 C 1 A B A -5 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.