Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 32
Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Guðrún Birna ætlar að fá sér nýjan varalit fyrir veturinn, einhvern fallega dökkan og rómantískan. MYND/ERNIR „Ég hef alltaf verið hrifin af því að vera með flottan varalit, eyeliner og augnhár en ég elska rauða vara- liti og verða þeir oft fyrir valinu.“ Nýju maskarnir frá Loréal eru algjört æði að sögn Guðrúnar. Snyrtivörur hafa alltaf heillað Guðrúnu Birnu Gísladóttur, förð­ unarfræðing og bloggara á Lady.is. „Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar mamma fór með mig í MAC þegar ég var fimmtán ára. Ég var með mikið af bólum og slæma húð en við fórum saman í MAC og hún keypti fyrir mig meikstifti til að hylja bólurnar. Ég var alveg heill­ uð eftir það.“ Hvaða snyrtivörur eru í uppá- haldi? Face and Body meikið frá MAC, það er létt og ljómandi og hef ég ekki fundið sambærilegt meik sem ég er eins ánægð með. Pro Long­ wear hyljarinn frá MAC, hann er besti hyljari í heimi. Lash Sensati­ onal maskarinn frá Maybelline, ég hef prófað fullt af möskurum en þessi toppar allt sem ég hef prófað. Sand Tropez naglalakkið frá Essie, fullkomið nude­naglalakk. Brúnku­ kremin frá St. Tropez, ég byrjaði að nota þau þegar ég var ólétt að stelpunni minni og féll alveg fyrir þeim, froðan og instant­tanið eru í uppáhaldi. Hvaða vörur notar þú daglega? Face and Body frá MAC, Fit Me hyljari frá Maybelline, Lash Sensational maskari frá Maybell­ ine, Mineralize Skinfinish púður frá MAC, Brow Definer frá Anas­ tasia Beverly Hills, svo nota ég oftast highlight, kinnalit og sólar­ púður en litirnir fara eftir skapi og stuði. Hvernig málar þú þig þegar þú ætlar út á lífið? Ef ég hef nægan tíma þá finnst mér mjög gaman að gera flotta augnförðun, jafnvel smokey og vera með nude varir við. Annars hef ég alltaf verið hrifin af því að vera með flottan varalit, eyeliner og augnhár en ég elska rauða vara­ liti og verða þeir oft fyrir valinu. Hvað er best að gera til að hugsa vel um húðina? Alltaf að hreinsa húðina á kvöld­ in fyrir svefninn og á morgnana eftir nóttina. Passa sig að nota gott rakakrem og láta maska á sig einu sinni í viku. Ég er alveg sjúk í nýju maskana frá L’Oréal, þeir eru al­ gjört æði. Svo er það þetta klass­ íska að drekka nóg af vatni, en það getur gert kraftaverk fyrir húðina. Áttu einhverja fyrirmynd þegar kemur að förðun? Mér finnst mjög gaman að fylgjast með Desi Perkins og Katy (Lust­ relux) á Youtube og Snapchat. Einnig finnst mér mjög gaman að fylgjast með íslenskum förðunar­ snöppurum, við eigum svo marga klára förðunarfræðinga og fæ ég oft innblástur frá þeim. Hvaða snyrtivara verður keypt fyrir veturinn? Mér finnst mjög gaman að kaupa mér nýjan varalit fyrir veturinn, einhvern fallega dökkan og róm­ antískan. Hvar kaupir þú snyrtivörur helst? Ég reyni oft að nýta mér það þegar fjölskylda og vinir fara til útlanda og panta ég mér oft á netinu og sendi á þau. Ég elska Sephora en þau eru með mjög mikið af flottum merkjum. Ég er líka mikill MAC elskandi, hef alltaf verið og mun alltaf vera. Eyðir þú miklu í snyrtivörur? Nei, ég myndi ekki segja það. Ég kaupi oftast þegar mig vantar eitt­ hvað en auðvitað verður maður að leyfa sér stundum. Þá eru það oftast varalitir og naglalökk sem verða fyrir valinu. Hvað er nýtt/flott í haust? Þegar ég hugsa um haustið sé ég alltaf fyrir mér hlýja tóna. App­ elsínugulur, rauður og brúnn eru mjög vinsælir í augnförðunum og dökkar varir koma hægt og rólega inn í staðinn fyrir bjarta sumarliti. Hægt er að fylgjast með Guð­ rúnu Birnu á Snapchat á gudrun­ birnag. Dökkt Á Haustin Rauðir varalitir verða oft fyrir valinu hjá Guðrúnu Birnu þegar hún málar sig fyrir fínni tilefni. Hún leyfir lesendum að líta í snyrtibudduna. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Fa rv i.i s // 0 91 6 KRINGLUNNI | 588 2300 Hafðu smá í dag Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 Hluti af þeim snyrtivörum sem Guðrún Birna notar daglega. Guðrún Birna byrjaði að nota brúnku- kremin frá St. Tropez þegar hún var ólétt að stelpunni sinni og féll alveg fyrir þeim. Litirnir á highlight, kinnalit og sólarpúðri sem Guð- rún Birna velur sér fara eftir skapi og stuði. 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -5 9 1 4 1 A B A -5 7 D 8 1 A B A -5 6 9 C 1 A B A -5 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.