Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 24
Á síðustu árum hefur ítrekað verið kallað eftir aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku í samfélaginu. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er þessu ákalli svarað og farvegur skapaður fyrir kjós­ endur til að knýja fram þjóðar­ atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Frumvarpið er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnar­ skrárnefndar sem afhentar voru ráðherranum í júlí síðastliðnum. Þjóðaratkvæðagreiðslur Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta krafist þjóðaratkvæða­ greiðslu um nýstaðfest lög með þeirri undantekningu að fjárlög, fjárauka­ lög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttar­ skuldbindingum eru undanskilin. Í öðru lagi getur sama hlutfall kjósenda krafist atkvæðagreiðslu um ályktanir Alþingis er lúta að samþykki þjóða­ réttarsamninga. Í þriðja lagi getur Alþingi með lögum, sem samþykkt eru með auknum meirihluta á þing­ inu, ákveðið að þings ályktanir, sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikil­ væga stefnumörkun, geti orðið and­ lag þjóðaratkvæðagreiðslu. Lengra gengið hér Tillögurnar fela í sér mikilvægt skref í þá átt að auka áhrif almenn­ ings á ákvarðanatöku í mikilvægum málum og er í því efni gengið lengra en þekkist annars staðar á Norður­ löndunum. Í norsku, sænsku og finnsku stjórnarskránum er ekki mælt fyrir um bindandi þjóðar­ atkvæðagreiðslur og í þeirri dönsku er rétturinn til að synja lögum staðfestingar með þjóðaratkvæða­ greiðslu ekki hjá kjósendum heldur hjá minni hluta þingmanna. Þá er hvergi á Norðurlöndunum að finna heimildir til handa kjósendum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktanir líkt og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarskrár­ nefndar. Raunar er staðreyndin sú að aðeins þrjú Vestur­Evrópuríki – Sviss, Liechtenstein og Ítalía – hafa ákvæði í stjórnarskrám sínum sem ganga jafn langt og tillögur stjórnar­ skrárnefndar. Þröskuldar Lagt er til að fimmtán af hundraði kjósenda þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sama hlutfall og stjórnlaganefnd gerði að tillögu sinni en stjórnlaga­ ráð lagði til að sambærileg heimild yrði háð undirskriftum tíunda hluta kjósenda. Fimmtán prósent kosn­ ingabærra manna eru ríflega 35 þúsund einstaklingar. Reynslan hér­ lendis sýnir að raunhæft er að safna slíkum fjölda undirskrifta á tiltölu­ lega skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að rúmlega 56 þúsund undir­ skriftir bárust forseta Íslands vegna Icesave I og rúmlega 40 þúsund vegna Icesave III. Til þess að hnekkja lögum eða ályktunum þarf meiri hluti í þjóðar atkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis. Fjórð­ ungur kosningabærra manna eru tæplega 60 þúsund einstaklingar. Á lýðveldistímanum hafa tvisvar sinnum farið fram bindandi þjóð­ aratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. um gildi laga um ríkisábyrgð á svo­ nefndum Icesave­samningum. Í fyrri atkvæðagreiðslunni synjuðu tæplega 135 þúsund kjósendur, um 60% kosningabærra manna, lögunum samþykkis. Í þeirri síðari rúmlega 100 þúsund eða liðlega 45% þeirra sem voru á kjörskrá. Þó að einhverjum kunni að þykja 25% þröskuldurinn hár er ljóst að hann er fjarri því óyfirstíganlegur þegar um umdeild mál er að tefla. Fest í sessi Tillögur stjórnarskrárnefndar eru vissulega málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ef þær verða að stjórnskipunarlögum hafa náðst fram mikilsverðar lýðræðis­ umbætur sem fela í sér mikilsverð réttindi fyrir kjósendur sem ekki eru fyrir hendi í núverandi stjórn­ skipan. Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgar­ anna aukast. Forseti Íslands hefur að mínum dómi tjáð sig skynsamlega um þá stöðu sem uppi er í málinu og minnt á gildi áfangasigra og mála­ miðlana og bent á að ráð sé að ein­ blína núna á þá réttarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægum málum. Þá hefur for­ setinn bent á að hóflegar breytingar á stjórnarskránni núna útiloka ekki róttækari skref síðar. Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hversu langt skuli ganga við breyt­ ingar á stjórnarskrá er ljóst að raun­ verulegt tækifæri er fyrir hendi nú til að ná fram veigamiklum breyt­ ingum á stjórnarskránni. Tækifæri sem óvíst er hvenær kemur aftur. Það væru mikil vonbrigði ef Alþingi léti þetta tækifæri úr greipum renna þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra flokka sem sæti eigi á Alþingi og vilja meirihluta kjósenda, ef mið er tekið af niðurstöðu þjóðaratkvæða­ greiðslunnar um tillögur stjórn­ lagaráðs haustið 2012. Beint lýðræði í stjórnarskrá Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar- lögmaður og nefndarmaður í stjórnarskrár- nefnd Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjár­ eigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn. Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokks­ ráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjör­ tímabili til að fá Alþingi til að sam­ þykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Banka­ stjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grund­ velli lexíunnar úr bankahruninu. Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heilla­ vænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskipta­ banka, en selja frá þeim fjárfestinga­ hlutann. Eigendur nýrra fjárfestinga­ banka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skatt­ greiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum við­ skiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lág­ marki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfesting­ um settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu. Landsbankinn – kjölfestu banki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burð­ ugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog banka­ hrunið kenndi okkur. Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson alþingismaður Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgaranna aukast. Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn­ málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórn­ málum og mér vitandi hefur mann­ eskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka mann­ eskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfs­ þjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherr­ unum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðu­ púltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjóla­ stól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sam­ bandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosn­ ingablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroska­ hömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórn­ málaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjör­ stað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni. Ég og stjórnmálin Ína Owen Valsdóttir sendiherra Samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tæki- færi til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forrit­ara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjár­ fest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótví­ ræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfir­ byggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnu­ uppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrir­ tækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikil­ vægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins. Hið smáa Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar- innar 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -9 9 4 4 1 A B A -9 8 0 8 1 A B A -9 6 C C 1 A B A -9 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.