Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 50
Martin Bell er á meðal virtustu heimildarmynda­g e r ð a r m a n n a Bandaríkjanna. Á löngum ferli hefur hann unnið í nánu samstarfi við eiginkonu sína, ljósmyndarann Mary Ellen Mark, sem féll frá á síðasta ári. Á meðal verkefna þeirra hjóna var heimildarmyndin Streetwise ásamt samnefndri bók, þar sem segir frá unglingum á götum Seattle snemma á níunda áratugnum. Upphaf verk­ efnisins má rekja til greinar sem Mary Ellen Mark vann fyrir Life Magasine ásamt Cheryl McCall um götukrakka í Seattle. Streetwise hlaut gríðarlega góðar viðtökur og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildar­ myndin árið 1984 en hjónin létu ekki staðar numið. Dýpri skilningur Fyrir skömmu var frumsýnd heimild­ armyndin Tiny The Life of Erin Black­ well, en þar er fylgst með lífi stúlku sem var ein af unglingunum sem hjónin kynntust við gerð Streetwise. Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal fjölmargra heimildarmynda á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í dag. Martin Bell, sem var staddur hér á landi fyrir skömmu, segir að þau hjónin hafi í raun alltaf vitað að Streetwise dugði ekki til þess að segja sögu Erin Black­ well eða Tiny eins og hún er alla jafna kölluð. „Það var aðalástæðan fyrir því að okkur fannst það verðugt verkefni að skoða og kvikmynda líf hennar nánar og á löngum tíma. Mary Ellen myndaði og safnaði efni í bók um hana og ég gerði stuttmyndir. Uppsafnað þá dugði þetta efni til þess að framleiða bókina. En stuttmyndir sem voru upprunalega hugsaðar sem stuðningur við bókina urðu síðar hluti af þessari mynd Tiny The Life of Erin Blackwell. Verðmætið sem er fólgið í að halda þessari vinnu áfram allan þennan tíma er ekki síst fólgið í bók Mary Ellen; Tiny: Streetwise Revisited ásamt öllum myndunum og báðum kvikmyndun­ um sem eftir liggja. Að skoða allt þetta efni í heild sinni veitir áhorfendum dýpri skilning á ýmsum málum sem fátæktin veldur.“ Lífstíðarsamband Martin segir að jafnframt hafi Tiny búið yfir þeim hæfileika að vera af­ slöppuð og fullkomlega heiðarleg fyrir framan myndavélina. „Hún deildi sannleikanum um líf sitt án þess að draga neitt undan. Hún hafði nýverið náð að brjótast burt frá drykkjusjúkri móður og brotnu heimili en það leiddi hana til götulífsins í Seattle. Þar fann hún fyrir frelsi og henni fannst götu­ lífið spennandi.“ Eftir tökur á Streetwise bauðst Tiny að fara með Mary Ellen og Martin til New York og búa hjá þeim en með því skilyrði að þá þyrfti hún að ganga í skóla. „Skólinn var eina skilyrðið en hún vildi ekki fara í skóla, það kæmi ekki til greina. Seinna sagði hún okkur að hún hefði hugsað um þessa ákvörð­ un á hverjum degi síðan þá. Við höfum þó alltaf verið í stöðugu sambandi við hana og reynt að hjálpa henni af fremsta megni en viljinn til þess að breyta lífinu til hins betra hefur þó alltaf þurft að koma frá henni. Í dag er Tiny í betri málum en hún hefur áður verið, en eins fólk getur séð með því að horfa á myndina þá elta vandamál for­ tíðarinnar hana alla daga.“ Martin segir að þrátt fyrir að kvik­ mynd sé nú frumsýnd þá muni hann halda áfram að kvikmynda líf Tiny og fjölskyldu hennar. „Þetta er samband sem kemur til með að vara svo lengi sem við lifum.“ Kveikir umræðu Heimildarmyndir eru áhrifarík leið til þess að skoða samfélagið, án þess þó að taka endilega afstöðu til þess sem fjallað er um, en Martin segir að Tiny sé huglægt verk og búi ekki yfir ein­ hverju pólitísku markmiði. „Þetta er saga sem hófst fyrir þrjátíu og þremur árum, hún nýtir sér orð þeirra sem búa við fátækt frá degi til dags og þann raunveruleika sem það felur í sér. Þannig er þetta verk til vitnis um sumar þeirra áskorana sem fólk sem býr á jaðri samfélagsins tekst á við á hverjum degi.“ Martin telur að gagnsemi verka á borð við þetta felist einkum í því að það sé aðgengilegt í skólum allt upp á háskólastig sem og stofnunum sem takast á við að leysa þau vandamál sem fátæktin skapar. „Von okkar er að þetta verk geti reynst gagnleg kveikja að umræðu og áhuga á þeim flóknu og erfiðu vandamálum sem þar er komið inn á. Í þessu liggur styrkur heimildar­ myndanna. En að sama skapi er rétt að taka fram að framtíð verka á borð við þetta veltur á að það takist að fjármagna þau. Fjármögnun heimildarmynda er líkast til það sem kallar á mesta sköp­ unarkraftinn og erfiðustu vinnuna.“ Tiny The Life of Erin Blackwell er á meðal þeirra mynda sem verða sýndar strax í dag á RIFF en nánari upplýsing­ ar um sýningartíma og myndir er að finna á riff.is. Þetta er samband sem varir svo lengi sem við lifum RIFF hefst í dag og heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess á hátíðinni. Tiny The Life of Erin Blackwell í leikstjórn Martins Bell veitir sýn inn í líf konu sem var komin á götur Seattle aðeins þrettán ára gömul. Tiny, ung og ólétt, ætlaði sér alltaf að eignast 10 börn. MynD/©Mary ELLEn MarK Martin Bell segir að Tiny hafi frá upphafi búið yfir einstökum hæfileika til þess að vera afslöppuð og heiðarleg fyrir framan myndavélina. FréTTaBLaðið/Eyþór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is TónlisT Píanótónleikar HHHHH Verk eftir Yinghai li, Alexander Tsérepnín, Bohuslav Martinu, Alexina louie, Mozart og Chopin. David Witten lék. Kaldalón í Hörpu Laugardaginn 24. september Kínversk tónlist eða verk sem voru innblásin af kínverskri menningu voru á dagskránni á tónleikum píanóleikarans Davids Witten í Kaldalóni í Hörpu á laugardags­ kvöldið. Tilefnið var dagur hinnar kínversku Konfúsíusarstofnunar, en tónleikarnir voru haldnir á hennar vegum. Witten hóf leik sinn á tónsmíð­ inni Flauta og tromma við sólarlag eftir Yinghai Li. Þar er efniviðurinn sóttur í forna laglínu sem venjulega er spiluð á pipa, kínverskt strengja­ hljóðfæri. Tónlistin var fallega fram­ andi. Hún grundvallaðist á seiðandi hljómum og fjölbreyttum, hröðum tónahendingum sem mynduðu áhugavert mynstur. Witten lék þetta ágætlega, leikurinn var skýr og markviss, gæddur rétta andrúms­ loftinu. Píanistinn spilaði þó ekki utan að eins og vaninn er á svona tónleik­ um. Ung kona sat við hlið hans og fletti blöðum. Hún virtist ekki sér­ lega læs á nótur. Ýmist þurfti Witt­ en að kinka kolli til að gefa henni merki um að nú þyrfti að fletta, eða þá að hún hentist óumbeðin upp úr sætinu á elleftu stundu og fletti, nánast með írafári. Þetta var afar truflandi. Athyglin fór af tónlistinni og á flettarann; myndi hún ná að fletta næstu blaðsíðu í tæka tíð? Þrjár konsertetýður eftir Alex­ ander Tsérepnín komu ekki eins vel út hjá Witten. Tsérepnín var rússneskur, en var heillaður af kín­ verskri menningu. Etýðurnar bera þess merki. Hér var leikurinn var­ færnislegur og sýndi ekki mikla tækni. Tónlistin átti að vera glæsileg, en var það ekki. Sérstaklega var síð­ asta etýðan klaufaleg. Hún byggðist aðallega á hröðum, síendurteknum nótum sem ekki náðu allar í gegn í spilinu. Fimmti dagur fimmta mánans eftir tékkneska tónskáldið Bohuslav Martinu, sem vísar til hátíðisdags í Kína, var ekki heldur spennandi í meðförum Wittens. Þetta er samt að upplagi draumkennd, sjarmerandi tónlist. Hér var áslátturinn fremur harður og munúðarfullt andrúms­ loftið skilaði sér því ekki almenni­ lega í túlkuninni. Síðast fyrir hlé var tónsmíð að nafni Minningar í fornum garði eftir kanadískt samtímatónskáld af kínverskum ættum, Alexinu Louie. Tónlistin var áhugaverð. Hún sam­ anstóð af þéttofnum blæbrigðum þykkra hljómaklasa. Einnig lék píanistinn beint á bassastrengi píanósins með vinstri hendinni, þ.e. ekki með hömrunum. Witten gerði þetta vel, hljómarnir voru fagurlega mótaðir og hraðar tónahendingar snyrtilegar. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var á dagskránni kunnuglegri tón­ list. Þetta var B­dúr sónatan K 333 eftir Mozart og Noktúrna í H­dúr op. 32 nr. 1 og fyrsta Ballaðan í g­ moll eftir Chopin. Sumt í Mozart var reyndar ekki slæmt, hægi kafl­ inn var t.d. notalega ljóðrænn. En almennt voru tónahlaup ekki nægi­ lega jöfn og rytminn var stundum svo óstöðugur að maður varð hálf sjóveikur. Auk þess voru tilburðir flettarans ekki til að bæta. Noktúrnan eftir Chopin var hins vegar prýðilega flutt, full af söng og skáldskap. En Ballaðan var bein­ línis illa spiluð. Tæknin vafðist fyrir píanóleikaranum, röskari kaflar voru ójafnir og stirðir; fyrir bragðið vantaði allt flæði í túlkunina. Það var hreinlega eins og Witten réði ekki við verkið. Óneitanlega var þetta slæmur endir á tónleikunum. Jónas Sen niðursTAðA: Sumt var gott en fleira var vont á dagskránni. Hefði mátt hljóma betur 2 9 . s e P T e M B e r 2 0 1 6 F i M M T u D A G u r38 M e n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð menning 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B A -5 4 2 4 1 A B A -5 2 E 8 1 A B A -5 1 A C 1 A B A -5 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.