Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Súlnasalur - Hótel Sögu 6. október 2016 kl. 19:00 Húsið opnar kl. 18:30 Hver miði er einnig happdrættismiði Miðasala á skrifstofu Samhjálpar Miðaverð kr. 7500 Sími 561 1000 Hlíðarsmári 14 • 201 Kópavogur • Sími 561 1000 • www.samhjalp.is Það er árangursrík aðferð til að svæfa mann hratt að ræða við hann um muninn á einkarekstri og einkavæðingu í heilbrigðis-kerfinu. Það er hins vegar mjög kynþokka-fullt umræðuefni út frá mælikvörðum pólitískrar rökræðu. Nú er svo komið að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra er að innleiða breytingar á rekstrarfyrir- komulagi heilsugæslunnar sem hafa staðið lengi fyrir dyrum. Opnaðar verða þrjár nýjar heilsugæslustöðvar sem reknar verða af fyrirtækjum í einkaeigu og þær breytingar verða gerðar á fjármögnun heilsugæslunnar að fjármagn mun fylgja hverjum sjúklingi með það fyrir augum að auka rekstrarskilvirkni og hagkvæmni. Fram kemur í skýrslu McKinsey & Company um íslenska heilbrigðiskerfið sem kom út fyrr í þessum mánuði að fjöldi heimilislækna á Íslandi sé svipaður og annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar er biðtími eftir heimilislækni mun lengri hér en í Svíþjóð svo dæmi sé tekið. Þetta er vísbending um að eitthvað sé að kerf- inu og þess vegna er innleiðing nýrrar stefnu að sænskri fyrirmynd jákvæð stefnubreyting. Vandamálið við hina nýju stefnu er að heilbrigðisráðherrann hefur ekki tamið sér nægilega mikla heimtufrekju. Af virðingu við sinn gamla mótherja á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, hefur gamli togaraskipstjórinn ákveðið að vera þægur og góður og nýta það fjármagn sem þegar er í kerfinu til að fjármagna stöðvarnar fremur en að fara að fordæmi Svíanna sem hann lítur svo upp til og auka útgjöld til heilsugæslunnar samhliða breytingum á rekstrarfyrirkomulaginu. Ásetningur heilbrigðisráðherra er góður og leiðin að markmiðinu er góð. Það er hins vegar dýrt að reka góða heilsugæslu og menn gera það ekki með hangandi hendi. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi heilsu- gæslunnar í þágu skilvirkni bera þess merki að kreista eigi afköst úr kerfi sem er illa fjármagnað fyrir. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga hjá heilsugæsl- unni í Grafarvogi, er ekki maður sem hleypur í fjölmiðla af því að það er skemmtilegt sport. „Ég get nefnt sem dæmi að í Gautaborg, þaðan sem þetta kerfi er tekið og staðfært hér, þar settu menn inn í kerfið töluverða aukapeninga, aukafjármögnun upp á allt að 37 prósent til þess að búa til nýtt og öflugra kerfi,“ sagði Ófeigur í fréttum Stöðvar 2 um breytingarnar. Heilbrigðis- ráðherrann vill verða sænskur en ætlar samt að vera íslenskur áfram. Í Vopnin kvödd eftir Hemingway bryður aðalsögu- hetjan Hinrik kaffibaunir áður en hann gengur á fund ástkonunnar Katrínar Barkley því hann vill hressa sig við og eyða þeim hughrifum að hann hafi setið að sumbli. Viðleitni stjórnvalda til að laga heilbrigðiskerfið minnir á tilraunir af þessu tagi. Þær hrökkva ákaflega skammt. Maður getur logið að sjálfum sér og öðrum og fengið sér kaffi. Það haggar því hins vegar ekki að timburmennskan er staðreynd. Það má taka upp nýtt rekstrarfyrirkomulag heilsugæslunnar. Það breytir því ekki að undir niðri er kerfi sem er sárþjáð af fjárskorti og sinnuleysi þeirra sem bera ábyrgð á fjármögnun þess. Sárþjáð kerfi Breytingar á rekstrar- fyrirkomu- lagi heilsu- gæslunnar í þágu skil- virkni bera þess merki að kreista eigi afköst úr kerfi sem er illa fjármagnað fyrir. Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkj- anir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbygg- ingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnu- líf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnu- greinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hrein- gerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt. Brothætt byggð? Uppbygging í tveimur atvinnugrein- um, hvaða atvinnu- greinar sem það eru, getur ekki talist fjöl- breytni. Starri Reynisson skipar 3. sæti á lista Bjartrar fram- tíðar í Reykjavík norður Miklu kostað til Greinilegt er að það er farið að hitna í kolunum í for- mannskjörinu í Framsóknar- flokknum. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar hafa sett tvær vef- síður í loftið og dreifa hlekk á þær sem víðast á samfélags- miðlum. Þetta eru annars vegar panamaskjolin.is og islandiallt.is. Stuðningsmenn Sigurðar Inga splæstu hins vegar í Capacent-könnun og það er því ljóst að miklu er til kostað við að komast í for- mannsstólinn. Framsóknarmenn vilja formanninn Könnunin sem gerð var fyrir stuðningsmenn Sigurðar Inga var forvitnileg. Þar kom í ljós að meðal kjós- enda Framsóknarflokksins er Sigmundur með 4 pró- sentustiga forskot. Enda hefur Sigmundur verið að sækja sitt fylgi í Framsókn- arflokkinn. Það hljómar rökrétt. Kjósendur Sjálf- stæðisflokksins skipta ekki máli í þessu, eða kjósendur VG. Það eru kjósendur Framsóknarflokksins sem skipta öllu og þar er Sig- mundur með meira fylgi. Sigurður Ingi höfðar til fjöldans en Sigmundur til flokksmanna. Hvor hefur kosningarétt um helgina? benediktboas@frettabladid.is 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð SKOÐUN 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -5 E 0 4 1 A B A -5 C C 8 1 A B A -5 B 8 C 1 A B A -5 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.