Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 33
www.lyfogheilsa.is Kringlunni NEW - 9 SHADES GUERLAIN KYNNING Í LYFJUM OG HEILSU KRINGLUNNI 29. SEPTEMBER – 03. OKTÓBER 20% afsláttur af öllum vörum frá Guerlain. Nýji Lingerie de Peau farðinn klæðir húðina fullkomnlega eins og silki náttkjóll sem hreyfist og andar með þér. Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og kynnir leyndadóma nýja farðans og sýnir ykkur nýju haustlitina. Þegar kólnar í veðri á haustin hafa foreldrar tilhneigingu til að klæða börnin sín of mikið, segir norskur leikskólakennari í samtali við net- miðilinn VG. „Foreldrar gleyma því að börnin hreyfa sig miklu meira en þeir sjálfir og þess vegna verð- ur þeim of heitt í öllum þess- um klæðnaði. Ef börnin svitna úti í haustkulda er meiri hætta á að þau verði lasin. Best er að klæða þau í ull innst, það kemur í veg fyrir raka og einangrar vel,“ segir leik- skólakennarinn. „Þegar kólnar enn meira í veðri ættu börnin að vera í peysu úr ull eða flísefni. Bómullar- efni eru ekki nægjanlega hlý og það á einnig við um sokka. Ef það rignir eiga börnin að vera í ull undir regn- fatnaði. Oft er kaldara á morgn- ana en eftir hádegi og þess vegna er gott að geta hent af sér úlpunni en verið samt hlýtt í góðri peysu og með húfu. Ekki klæða börnin of mikið Melania Trump, eiginkona Donalds Trump, vekur at- hygli hvar sem hún kemur og er greinilegt að hún er fyrirmynd margra þegar kemur að tísku. Oft hafa þeir kjólar sem hún hefur klæðst opinberlega selst upp stuttu síðar. Kjóllinn sem hún var í við fyrstu kappræður for- setaframbjóðendanna á mánudag var hinn sígildi „little, black dress“, einfaldur, svartur kjóll frá Roland Mouret sem kostar rúmar þrjú hundruð þúsund krón- ur. Svo margar konur voru innblásnar af útliti fyrir- sætunnar fyrrverandi, Melaniu, að kjóllinn seldist upp á nokkrum klukkutímum. Það sama henti í sumar þegar frú Trump klæddist kjól frá hönnuðinum Roksanda Ilinic á landsþingi Re- públikanaflokksins. Sú flík kostaði yfir 250.000 krónur. SeljaSt upp um leið Fatasöfnun Rauða krossins er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi og hleyp- ur hagnaðurinn sem af henni fæst á tugum milljóna króna á ári hverju. Hluti fjárins rennur til reksturs Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hluti til verkefna félagsins um allt land og hluti til hjálparstarfs er- lendis. Fatasöfnun Rauða krossins er því ekki einungis frábær endur- vinnsla heldur leggja þeir sem koma fötum í söfnunargáma félag- inu mikinn lið og styrkja neyðarað- stoð bæði hér heima og erlendis. Fatnaður, skór og annar textíll sem kemur í gámana er flokkaður. Hluti er gefinn þurfandi hér heima og erlendis, hluti er seldur í Rauða- krossbúðunum um land allt og hluti seldur beint til útlanda. Á endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru fatagám- ar merktir Rauða krossinum. Auk þess eru grenndargámar á völdum stöðum. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til út- landa á góðum kjörum. Rauðakrossverslanirnar eru á fjórum stöðum í Reykjavík en auk þess í Hafnar- firði, Reykja- nesbæ, Borg- arnesi, Ak- ureyri, Stöðvar- firði og á Eg- ilsstöðum. Þar er oft að finna falleg- ar gersem- ar. Nán- ari upplýs- ingar um staðsetn- ingu þeirra og söfnunargámanna er að finna á raudikrossinn.is. Ekki bara endurvinnsla F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 7F i M M T U D a g U r 2 9 . s e p T e M b e r 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ T í s k a 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -5 9 1 4 1 A B A -5 7 D 8 1 A B A -5 6 9 C 1 A B A -5 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.